Körfubolti

Anthony Davis fór illa með Oklahoma City Thunder│Myndbönd

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Anthony Davis.
Anthony Davis. Vísir/Getty
Níu leikir voru á dagskrá NBA deildarinnar vestanhafs í nótt og var mikið um dýrðir eins og vanalega.

Anthony Davis fór mikinn í liði New Orleans Pelicans sem gerði sér lítið fyrir og lagði Oklahoma City Thunder að velli, 100-114. Skoraði Davis 43 stig ásamt því að taka 10 fráköst en Russell Westbrook var með þrefalda tvennu að venju, skoraði 16 stig, tók 10 fráköst og gaf 14 stoðsendingar.



Golden State Warriors átti ekki í teljandi vandræðum með Sacramento Kings á útivelli. Lokatölur 104-119 fyrir Warriors þar sem Kevin Durant var atkvæðamestur með 33 stig.



Terry Rozier er heldur betur að stíga upp í liði Boston Celtics í fjarveru Kyrie Irving sem er meiddur. Hinn 23 ára gamli Rozier skoraði 31 stig þegar Celtics vann öruggan heimasigur á Atlanta Hawks, 119-110.



Öll úrslit næturinnar

Charlotte Hornets 133-126 Indiana Pacers

Boston Celtics 119-110 Atlanta Hawks

Brooklyn Nets 99-102 LA Lakers

Toronto Raptors 130-105 Portland Trail Blazers

Philadelphia 76ers 103-97 Miami Heat

Milwaukee Bucks 92-90 New York Knicks

Oklahoma City Thunder 100-114 New Orleans Pelicans

Phoenix Suns 97-129 Utah Jazz

Sacramento Kings 104-119 Golden State Warriors.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×