Framkvæmdaárið 2019 Sigurður Hannesson skrifar 7. febrúar 2018 07:00 Það var framsýn þjóð sem byggði upp samfélagið á síðustu öld frá fátækt yfir í velsæld. Þrátt fyrir lítil efni var fjárfest í innviðum landsins enda eru þeir grundvöllur mikillar verðmætasköpunar. Sjávarútvegur reiðir sig á góðar hafnir, ferðaþjónusta á örugga vegi og flugvelli og iðnaður á aðgengi að rafmagni svo dæmi séu tekin. Ástand innviða á Íslandi er nú óásættanlegt. Uppsöfnuð viðhaldsþörf nemur á fjórða hundrað milljarða króna samkvæmt skýrslu sem Samtök iðnaðarins og Félag ráðgjafarverkfræðinga gáfu út sl. haust. Of lítið viðhald undanfarinna ára er farið að bitna á gæðum og öryggi. Ljóst er að bæta þarf verulega í fjárframlög til að vinna á vandanum. Samhliða ævintýralegum vexti í ferðaþjónustu undanfarin ár hefur umferð um vegi landsins aukist mikið. Fjárframlög hafa ekki fylgt þessari þróun. Sé horft til síðustu 50 ára þá er fjárfesting í þjóðvegakerfinu nú í sögulegu lágmarki sem hlutfall af landsframleiðslu. Framlög til viðhalds og þjónustu eru einnig nokkuð undir hálfrar aldar meðaltali. Eitt hundrað milljarða þarf á næstu fimm árum til að koma þjóðvegakerfinu í ásættanlegt horf. Á þessu ári rétt næst að halda í horfinu og ekki eru fjármunir til að vinna á uppsöfnuðum vanda.Framkvæmdir minnka milli ára Undanfarin ár hafa Samtök iðnaðarins haldið útboðsþing þar sem sveitarfélög, orku- og veitufyrirtæki, Vegagerðin og fleiri hafa fjallað um fyrirhugaðar framkvæmdir sínar á árinu. Árið 2016 voru kynntar framkvæmdir upp á um 100 milljarða, 90 milljarða árið 2017 en tæplega 80 milljarða nú í ár. Þetta er ein birtingarmynd pólitísks óstöðugleika. Nú þegar stöðugleika hefur verið komið á er ekki annars að vænta en að forgangsraðað verði í þágu innviðauppbyggingar og þess hljóta að sjást merki í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem birt verður í vor. Það er ekki í boði að bíða lengur. Það er ekki einungis nauðsynlegt að ráðast í framkvæmdir heldur er núna rétti tíminn fyrir framkvæmdir samhliða því að það hægir á vexti hagkerfisins. Við hljótum því að sjá fram á framkvæmdaárið 2019. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sigurður Hannesson Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Það var framsýn þjóð sem byggði upp samfélagið á síðustu öld frá fátækt yfir í velsæld. Þrátt fyrir lítil efni var fjárfest í innviðum landsins enda eru þeir grundvöllur mikillar verðmætasköpunar. Sjávarútvegur reiðir sig á góðar hafnir, ferðaþjónusta á örugga vegi og flugvelli og iðnaður á aðgengi að rafmagni svo dæmi séu tekin. Ástand innviða á Íslandi er nú óásættanlegt. Uppsöfnuð viðhaldsþörf nemur á fjórða hundrað milljarða króna samkvæmt skýrslu sem Samtök iðnaðarins og Félag ráðgjafarverkfræðinga gáfu út sl. haust. Of lítið viðhald undanfarinna ára er farið að bitna á gæðum og öryggi. Ljóst er að bæta þarf verulega í fjárframlög til að vinna á vandanum. Samhliða ævintýralegum vexti í ferðaþjónustu undanfarin ár hefur umferð um vegi landsins aukist mikið. Fjárframlög hafa ekki fylgt þessari þróun. Sé horft til síðustu 50 ára þá er fjárfesting í þjóðvegakerfinu nú í sögulegu lágmarki sem hlutfall af landsframleiðslu. Framlög til viðhalds og þjónustu eru einnig nokkuð undir hálfrar aldar meðaltali. Eitt hundrað milljarða þarf á næstu fimm árum til að koma þjóðvegakerfinu í ásættanlegt horf. Á þessu ári rétt næst að halda í horfinu og ekki eru fjármunir til að vinna á uppsöfnuðum vanda.Framkvæmdir minnka milli ára Undanfarin ár hafa Samtök iðnaðarins haldið útboðsþing þar sem sveitarfélög, orku- og veitufyrirtæki, Vegagerðin og fleiri hafa fjallað um fyrirhugaðar framkvæmdir sínar á árinu. Árið 2016 voru kynntar framkvæmdir upp á um 100 milljarða, 90 milljarða árið 2017 en tæplega 80 milljarða nú í ár. Þetta er ein birtingarmynd pólitísks óstöðugleika. Nú þegar stöðugleika hefur verið komið á er ekki annars að vænta en að forgangsraðað verði í þágu innviðauppbyggingar og þess hljóta að sjást merki í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem birt verður í vor. Það er ekki í boði að bíða lengur. Það er ekki einungis nauðsynlegt að ráðast í framkvæmdir heldur er núna rétti tíminn fyrir framkvæmdir samhliða því að það hægir á vexti hagkerfisins. Við hljótum því að sjá fram á framkvæmdaárið 2019. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar