Næring barna í íþróttum Elísabet Margeirsdóttir og Birna Varðardóttir og Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifa 9. febrúar 2018 11:03 Í vikunni skapaðist umræða um mataræði barna í íþróttum vegna fyrirlesturs sem næringarfræðingur hélt hjá íþróttafélagi fyrir unga knattspyrnuiðkendur. Mynd af glæru úr fyrirlestrinum, sem sýndi mataræði fyrir einn dag hjá íþróttamanni, var dreift á samfélagsmiðlum. Í kjölfarið skapaðist umræða í fjölmiðlum um hversu óhollt mataræðið væri og margir furðuðu sig á þessum ráðleggingum til barna. Myndinni var hins vegar ætlað að sýna dæmi um mataræði afreksíþróttamanns með mikla orkuþörf, sem auk þess hafði það að markmiði að þyngjast. Íþróttanæring með afreksþjálfun í huga getur verið flókið fyrirbæri. Sú nálgun sem oft er viðhöfð í kringum mikið tímabundið álag felur gjarnan í sér einhæft fæðuval sem fyrst og fremst gengur út á að innbyrða sem mesta orku án sérstaks tillits til hollustu. Slíkt fæði er fjarri ráðleggingum um heilsusamlegt mataræði og á ekki erindi í fræðslu til barna. Mikilvægt er að börn í íþróttum fái bæði matarumhverfi og fræðslu þar sem lögð er rík áhersla á næringarríkt, fjölbreytt og heilsusamlegt fæði sem styður við eðlilegan vöxt og þroska. Þannig þarf bæði að mæta orkuþörf og tryggja að öll nauðsynleg næringarefni séu til staðar. Hollusta ætti alltaf að vera í fyrirrúmi við gerð ráðlegginga fyrir börn og fullorðna í íþróttum og æskilegt er að miða við almennar ráðleggingar um mataræði frá degi til dags. Í sumum tilfellum þarf að fara framhjá hollustuviðmiðum í ákveðinn tíma, til dæmis með takmörkun trefja og fitu og auknu magni fínunninna kolvetna. Íþróttafólk þarf því stundum að víkja frá almennum heilsufarssjónarmiðum til að tryggja nægilega orkuinntöku. Það getur sérstaklega átt við þegar markmiðið er að hámarka árangur í keppni. Mataræði barna í íþróttum ætti í grunninn að byggja á almennum ráðleggingum um mataræði frá Embætti landlæknis. Þær eru ætlaðar öllum heilbrigðum einstaklingum frá tveggja ára aldri og áhersla er lögð á að velja fyrst og fremst matvæli sem eru rík af næringarefnum frá náttúrunnar hendi. Höfundar greinarinnar vinna nú að gerð fræðsluefnis um íþróttir og næringu sem gefið verður út af Embætti landlæknis innan skamms. Ungmenni í íþróttum hafa hlutfallslega meiri þörf fyrir orku- og næringarefni en fullorðnir. Orkuþörf barna sem stunda íþróttir getur því verið mikil og þá þarf að tryggja að borðuð séu matvæli sem eru bæði orku- og næringarrík. Til að tryggja að ungmenni fái nauðsynleg næringarefni úr fæðunni er æskilegt að neyslu á orkuríkum en næringarsnauðum matvælum, á borð við sykurríka drykki, sælgæti og sætmeti, sé haldið í verulegu lágmarki. Við mikið æfingaálag ásamt ófullnægjandi mataræði er hætta á að börn og unglingar taka ekki út eðlilegan þroska. Þá skapast neikvætt orkujafnvægi sem hamlar vexti hjá báðum kynjum, seinkar kynþroska, veldur niðurbroti á vöðvum og eykur líkur á meiðslum. Jafnframt getur ónæg orkuinntaka samhliða stífri þjálfun orsakað tíðateppu (e. amenorrhea) hjá stúlkum. Tiltæk orka er þá nýtt til að vinna úr æfingaálagi en ferli vaxtar og þroska sitja á hakanum. Íþróttaæfingar eru gjarnan eftir skóla á virkum dögum og þá getur það gerst að langur tími líði milli máltíða. Þá er gott ráð að hafa bita sem veitir orku meðferðis til að grípa í áður en æfing hefst. Líði langur tími frá því æfingu lýkur og þar til kvöldmatur er borðaður er auk þess æskilegt að börn og ungmenni borði næringarríkan bita fljótlega að lokinni æfingu. Það vill stundum gerast að æfingar séu á kvöldverðartíma. Í þeim tilvikum skiptir máli að borða vel fyrri hluta dags, til dæmis góðan hádegisverð og millimáltíð um miðjan daginn. Gott er að miða við að borða kolvetnaríka en auðmeltanlega máltíð eða snarl t.d. brauðsneið með hollu áleggi eða ávöxt 1-3 klukkutímum fyrir æfingu. Það ætti að vera stefna hvers íþróttafélags að styðja við heilbrigðar fæðuvenjur ungra iðkenda sinna. Slíkt er best að gera með því að tryggja aðgengi að hollum valkostum auk þess sem eldri iðkendur og þjálfarar geta verið mikilvægar fyrirmyndir. Heilsuskilaboð og fræðsla til á barna á vegum íþróttafélaga þarf einnig að vera áreiðanleg, einföld og uppbyggileg. Þar sem veitingar eru seldar í tengslum við íþróttaæfingar og viðburði ætti eingöngu að bjóða upp á holla og næringarríka valkosti. Jafnframt er æskilegt að dregið sé sem mest úr auglýsingaáreiti og markaðssetningu á óhollum matvörum þar sem börn stunda æfingar eða keppni. Þannig tryggja íþróttafélög að iðkendur fái ekki misvísandi heilsuskilaboð í tengslum við íþróttaiðkun sína.Elísabet Margeirsdóttir, aðjúnkt í íþróttanæringarfræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, Birna Varðardóttir meistaranemi í íþróttanæringarfræði við Maastricht Háskóla í Hollandi og Anna Sigríður Ólafsdóttir, prófessor í næringarfræði og deildarforseti Íþrótta-, tómstunda- og þroskaþjálfadeildar við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsa Tengdar fréttir Næringarfræðingur segir umtalaða glæru tekna úr samhengi Ólafur Sæmundsson hélt fyrirlestur fyrir unga knattspyrnuiðkendur í vikunni en mikil umræða hefur skapast vegna glæru sem hann sýndi. 8. febrúar 2018 11:30 Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Í vikunni skapaðist umræða um mataræði barna í íþróttum vegna fyrirlesturs sem næringarfræðingur hélt hjá íþróttafélagi fyrir unga knattspyrnuiðkendur. Mynd af glæru úr fyrirlestrinum, sem sýndi mataræði fyrir einn dag hjá íþróttamanni, var dreift á samfélagsmiðlum. Í kjölfarið skapaðist umræða í fjölmiðlum um hversu óhollt mataræðið væri og margir furðuðu sig á þessum ráðleggingum til barna. Myndinni var hins vegar ætlað að sýna dæmi um mataræði afreksíþróttamanns með mikla orkuþörf, sem auk þess hafði það að markmiði að þyngjast. Íþróttanæring með afreksþjálfun í huga getur verið flókið fyrirbæri. Sú nálgun sem oft er viðhöfð í kringum mikið tímabundið álag felur gjarnan í sér einhæft fæðuval sem fyrst og fremst gengur út á að innbyrða sem mesta orku án sérstaks tillits til hollustu. Slíkt fæði er fjarri ráðleggingum um heilsusamlegt mataræði og á ekki erindi í fræðslu til barna. Mikilvægt er að börn í íþróttum fái bæði matarumhverfi og fræðslu þar sem lögð er rík áhersla á næringarríkt, fjölbreytt og heilsusamlegt fæði sem styður við eðlilegan vöxt og þroska. Þannig þarf bæði að mæta orkuþörf og tryggja að öll nauðsynleg næringarefni séu til staðar. Hollusta ætti alltaf að vera í fyrirrúmi við gerð ráðlegginga fyrir börn og fullorðna í íþróttum og æskilegt er að miða við almennar ráðleggingar um mataræði frá degi til dags. Í sumum tilfellum þarf að fara framhjá hollustuviðmiðum í ákveðinn tíma, til dæmis með takmörkun trefja og fitu og auknu magni fínunninna kolvetna. Íþróttafólk þarf því stundum að víkja frá almennum heilsufarssjónarmiðum til að tryggja nægilega orkuinntöku. Það getur sérstaklega átt við þegar markmiðið er að hámarka árangur í keppni. Mataræði barna í íþróttum ætti í grunninn að byggja á almennum ráðleggingum um mataræði frá Embætti landlæknis. Þær eru ætlaðar öllum heilbrigðum einstaklingum frá tveggja ára aldri og áhersla er lögð á að velja fyrst og fremst matvæli sem eru rík af næringarefnum frá náttúrunnar hendi. Höfundar greinarinnar vinna nú að gerð fræðsluefnis um íþróttir og næringu sem gefið verður út af Embætti landlæknis innan skamms. Ungmenni í íþróttum hafa hlutfallslega meiri þörf fyrir orku- og næringarefni en fullorðnir. Orkuþörf barna sem stunda íþróttir getur því verið mikil og þá þarf að tryggja að borðuð séu matvæli sem eru bæði orku- og næringarrík. Til að tryggja að ungmenni fái nauðsynleg næringarefni úr fæðunni er æskilegt að neyslu á orkuríkum en næringarsnauðum matvælum, á borð við sykurríka drykki, sælgæti og sætmeti, sé haldið í verulegu lágmarki. Við mikið æfingaálag ásamt ófullnægjandi mataræði er hætta á að börn og unglingar taka ekki út eðlilegan þroska. Þá skapast neikvætt orkujafnvægi sem hamlar vexti hjá báðum kynjum, seinkar kynþroska, veldur niðurbroti á vöðvum og eykur líkur á meiðslum. Jafnframt getur ónæg orkuinntaka samhliða stífri þjálfun orsakað tíðateppu (e. amenorrhea) hjá stúlkum. Tiltæk orka er þá nýtt til að vinna úr æfingaálagi en ferli vaxtar og þroska sitja á hakanum. Íþróttaæfingar eru gjarnan eftir skóla á virkum dögum og þá getur það gerst að langur tími líði milli máltíða. Þá er gott ráð að hafa bita sem veitir orku meðferðis til að grípa í áður en æfing hefst. Líði langur tími frá því æfingu lýkur og þar til kvöldmatur er borðaður er auk þess æskilegt að börn og ungmenni borði næringarríkan bita fljótlega að lokinni æfingu. Það vill stundum gerast að æfingar séu á kvöldverðartíma. Í þeim tilvikum skiptir máli að borða vel fyrri hluta dags, til dæmis góðan hádegisverð og millimáltíð um miðjan daginn. Gott er að miða við að borða kolvetnaríka en auðmeltanlega máltíð eða snarl t.d. brauðsneið með hollu áleggi eða ávöxt 1-3 klukkutímum fyrir æfingu. Það ætti að vera stefna hvers íþróttafélags að styðja við heilbrigðar fæðuvenjur ungra iðkenda sinna. Slíkt er best að gera með því að tryggja aðgengi að hollum valkostum auk þess sem eldri iðkendur og þjálfarar geta verið mikilvægar fyrirmyndir. Heilsuskilaboð og fræðsla til á barna á vegum íþróttafélaga þarf einnig að vera áreiðanleg, einföld og uppbyggileg. Þar sem veitingar eru seldar í tengslum við íþróttaæfingar og viðburði ætti eingöngu að bjóða upp á holla og næringarríka valkosti. Jafnframt er æskilegt að dregið sé sem mest úr auglýsingaáreiti og markaðssetningu á óhollum matvörum þar sem börn stunda æfingar eða keppni. Þannig tryggja íþróttafélög að iðkendur fái ekki misvísandi heilsuskilaboð í tengslum við íþróttaiðkun sína.Elísabet Margeirsdóttir, aðjúnkt í íþróttanæringarfræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, Birna Varðardóttir meistaranemi í íþróttanæringarfræði við Maastricht Háskóla í Hollandi og Anna Sigríður Ólafsdóttir, prófessor í næringarfræði og deildarforseti Íþrótta-, tómstunda- og þroskaþjálfadeildar við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.
Næringarfræðingur segir umtalaða glæru tekna úr samhengi Ólafur Sæmundsson hélt fyrirlestur fyrir unga knattspyrnuiðkendur í vikunni en mikil umræða hefur skapast vegna glæru sem hann sýndi. 8. febrúar 2018 11:30
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun