Næring barna í íþróttum Elísabet Margeirsdóttir og Birna Varðardóttir og Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifa 9. febrúar 2018 11:03 Í vikunni skapaðist umræða um mataræði barna í íþróttum vegna fyrirlesturs sem næringarfræðingur hélt hjá íþróttafélagi fyrir unga knattspyrnuiðkendur. Mynd af glæru úr fyrirlestrinum, sem sýndi mataræði fyrir einn dag hjá íþróttamanni, var dreift á samfélagsmiðlum. Í kjölfarið skapaðist umræða í fjölmiðlum um hversu óhollt mataræðið væri og margir furðuðu sig á þessum ráðleggingum til barna. Myndinni var hins vegar ætlað að sýna dæmi um mataræði afreksíþróttamanns með mikla orkuþörf, sem auk þess hafði það að markmiði að þyngjast. Íþróttanæring með afreksþjálfun í huga getur verið flókið fyrirbæri. Sú nálgun sem oft er viðhöfð í kringum mikið tímabundið álag felur gjarnan í sér einhæft fæðuval sem fyrst og fremst gengur út á að innbyrða sem mesta orku án sérstaks tillits til hollustu. Slíkt fæði er fjarri ráðleggingum um heilsusamlegt mataræði og á ekki erindi í fræðslu til barna. Mikilvægt er að börn í íþróttum fái bæði matarumhverfi og fræðslu þar sem lögð er rík áhersla á næringarríkt, fjölbreytt og heilsusamlegt fæði sem styður við eðlilegan vöxt og þroska. Þannig þarf bæði að mæta orkuþörf og tryggja að öll nauðsynleg næringarefni séu til staðar. Hollusta ætti alltaf að vera í fyrirrúmi við gerð ráðlegginga fyrir börn og fullorðna í íþróttum og æskilegt er að miða við almennar ráðleggingar um mataræði frá degi til dags. Í sumum tilfellum þarf að fara framhjá hollustuviðmiðum í ákveðinn tíma, til dæmis með takmörkun trefja og fitu og auknu magni fínunninna kolvetna. Íþróttafólk þarf því stundum að víkja frá almennum heilsufarssjónarmiðum til að tryggja nægilega orkuinntöku. Það getur sérstaklega átt við þegar markmiðið er að hámarka árangur í keppni. Mataræði barna í íþróttum ætti í grunninn að byggja á almennum ráðleggingum um mataræði frá Embætti landlæknis. Þær eru ætlaðar öllum heilbrigðum einstaklingum frá tveggja ára aldri og áhersla er lögð á að velja fyrst og fremst matvæli sem eru rík af næringarefnum frá náttúrunnar hendi. Höfundar greinarinnar vinna nú að gerð fræðsluefnis um íþróttir og næringu sem gefið verður út af Embætti landlæknis innan skamms. Ungmenni í íþróttum hafa hlutfallslega meiri þörf fyrir orku- og næringarefni en fullorðnir. Orkuþörf barna sem stunda íþróttir getur því verið mikil og þá þarf að tryggja að borðuð séu matvæli sem eru bæði orku- og næringarrík. Til að tryggja að ungmenni fái nauðsynleg næringarefni úr fæðunni er æskilegt að neyslu á orkuríkum en næringarsnauðum matvælum, á borð við sykurríka drykki, sælgæti og sætmeti, sé haldið í verulegu lágmarki. Við mikið æfingaálag ásamt ófullnægjandi mataræði er hætta á að börn og unglingar taka ekki út eðlilegan þroska. Þá skapast neikvætt orkujafnvægi sem hamlar vexti hjá báðum kynjum, seinkar kynþroska, veldur niðurbroti á vöðvum og eykur líkur á meiðslum. Jafnframt getur ónæg orkuinntaka samhliða stífri þjálfun orsakað tíðateppu (e. amenorrhea) hjá stúlkum. Tiltæk orka er þá nýtt til að vinna úr æfingaálagi en ferli vaxtar og þroska sitja á hakanum. Íþróttaæfingar eru gjarnan eftir skóla á virkum dögum og þá getur það gerst að langur tími líði milli máltíða. Þá er gott ráð að hafa bita sem veitir orku meðferðis til að grípa í áður en æfing hefst. Líði langur tími frá því æfingu lýkur og þar til kvöldmatur er borðaður er auk þess æskilegt að börn og ungmenni borði næringarríkan bita fljótlega að lokinni æfingu. Það vill stundum gerast að æfingar séu á kvöldverðartíma. Í þeim tilvikum skiptir máli að borða vel fyrri hluta dags, til dæmis góðan hádegisverð og millimáltíð um miðjan daginn. Gott er að miða við að borða kolvetnaríka en auðmeltanlega máltíð eða snarl t.d. brauðsneið með hollu áleggi eða ávöxt 1-3 klukkutímum fyrir æfingu. Það ætti að vera stefna hvers íþróttafélags að styðja við heilbrigðar fæðuvenjur ungra iðkenda sinna. Slíkt er best að gera með því að tryggja aðgengi að hollum valkostum auk þess sem eldri iðkendur og þjálfarar geta verið mikilvægar fyrirmyndir. Heilsuskilaboð og fræðsla til á barna á vegum íþróttafélaga þarf einnig að vera áreiðanleg, einföld og uppbyggileg. Þar sem veitingar eru seldar í tengslum við íþróttaæfingar og viðburði ætti eingöngu að bjóða upp á holla og næringarríka valkosti. Jafnframt er æskilegt að dregið sé sem mest úr auglýsingaáreiti og markaðssetningu á óhollum matvörum þar sem börn stunda æfingar eða keppni. Þannig tryggja íþróttafélög að iðkendur fái ekki misvísandi heilsuskilaboð í tengslum við íþróttaiðkun sína.Elísabet Margeirsdóttir, aðjúnkt í íþróttanæringarfræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, Birna Varðardóttir meistaranemi í íþróttanæringarfræði við Maastricht Háskóla í Hollandi og Anna Sigríður Ólafsdóttir, prófessor í næringarfræði og deildarforseti Íþrótta-, tómstunda- og þroskaþjálfadeildar við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsa Tengdar fréttir Næringarfræðingur segir umtalaða glæru tekna úr samhengi Ólafur Sæmundsson hélt fyrirlestur fyrir unga knattspyrnuiðkendur í vikunni en mikil umræða hefur skapast vegna glæru sem hann sýndi. 8. febrúar 2018 11:30 Mest lesið Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson Skoðun Þrælar jólahefðanna - Opið bréf til skóla og frístundasviða á höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Sjá meira
Í vikunni skapaðist umræða um mataræði barna í íþróttum vegna fyrirlesturs sem næringarfræðingur hélt hjá íþróttafélagi fyrir unga knattspyrnuiðkendur. Mynd af glæru úr fyrirlestrinum, sem sýndi mataræði fyrir einn dag hjá íþróttamanni, var dreift á samfélagsmiðlum. Í kjölfarið skapaðist umræða í fjölmiðlum um hversu óhollt mataræðið væri og margir furðuðu sig á þessum ráðleggingum til barna. Myndinni var hins vegar ætlað að sýna dæmi um mataræði afreksíþróttamanns með mikla orkuþörf, sem auk þess hafði það að markmiði að þyngjast. Íþróttanæring með afreksþjálfun í huga getur verið flókið fyrirbæri. Sú nálgun sem oft er viðhöfð í kringum mikið tímabundið álag felur gjarnan í sér einhæft fæðuval sem fyrst og fremst gengur út á að innbyrða sem mesta orku án sérstaks tillits til hollustu. Slíkt fæði er fjarri ráðleggingum um heilsusamlegt mataræði og á ekki erindi í fræðslu til barna. Mikilvægt er að börn í íþróttum fái bæði matarumhverfi og fræðslu þar sem lögð er rík áhersla á næringarríkt, fjölbreytt og heilsusamlegt fæði sem styður við eðlilegan vöxt og þroska. Þannig þarf bæði að mæta orkuþörf og tryggja að öll nauðsynleg næringarefni séu til staðar. Hollusta ætti alltaf að vera í fyrirrúmi við gerð ráðlegginga fyrir börn og fullorðna í íþróttum og æskilegt er að miða við almennar ráðleggingar um mataræði frá degi til dags. Í sumum tilfellum þarf að fara framhjá hollustuviðmiðum í ákveðinn tíma, til dæmis með takmörkun trefja og fitu og auknu magni fínunninna kolvetna. Íþróttafólk þarf því stundum að víkja frá almennum heilsufarssjónarmiðum til að tryggja nægilega orkuinntöku. Það getur sérstaklega átt við þegar markmiðið er að hámarka árangur í keppni. Mataræði barna í íþróttum ætti í grunninn að byggja á almennum ráðleggingum um mataræði frá Embætti landlæknis. Þær eru ætlaðar öllum heilbrigðum einstaklingum frá tveggja ára aldri og áhersla er lögð á að velja fyrst og fremst matvæli sem eru rík af næringarefnum frá náttúrunnar hendi. Höfundar greinarinnar vinna nú að gerð fræðsluefnis um íþróttir og næringu sem gefið verður út af Embætti landlæknis innan skamms. Ungmenni í íþróttum hafa hlutfallslega meiri þörf fyrir orku- og næringarefni en fullorðnir. Orkuþörf barna sem stunda íþróttir getur því verið mikil og þá þarf að tryggja að borðuð séu matvæli sem eru bæði orku- og næringarrík. Til að tryggja að ungmenni fái nauðsynleg næringarefni úr fæðunni er æskilegt að neyslu á orkuríkum en næringarsnauðum matvælum, á borð við sykurríka drykki, sælgæti og sætmeti, sé haldið í verulegu lágmarki. Við mikið æfingaálag ásamt ófullnægjandi mataræði er hætta á að börn og unglingar taka ekki út eðlilegan þroska. Þá skapast neikvætt orkujafnvægi sem hamlar vexti hjá báðum kynjum, seinkar kynþroska, veldur niðurbroti á vöðvum og eykur líkur á meiðslum. Jafnframt getur ónæg orkuinntaka samhliða stífri þjálfun orsakað tíðateppu (e. amenorrhea) hjá stúlkum. Tiltæk orka er þá nýtt til að vinna úr æfingaálagi en ferli vaxtar og þroska sitja á hakanum. Íþróttaæfingar eru gjarnan eftir skóla á virkum dögum og þá getur það gerst að langur tími líði milli máltíða. Þá er gott ráð að hafa bita sem veitir orku meðferðis til að grípa í áður en æfing hefst. Líði langur tími frá því æfingu lýkur og þar til kvöldmatur er borðaður er auk þess æskilegt að börn og ungmenni borði næringarríkan bita fljótlega að lokinni æfingu. Það vill stundum gerast að æfingar séu á kvöldverðartíma. Í þeim tilvikum skiptir máli að borða vel fyrri hluta dags, til dæmis góðan hádegisverð og millimáltíð um miðjan daginn. Gott er að miða við að borða kolvetnaríka en auðmeltanlega máltíð eða snarl t.d. brauðsneið með hollu áleggi eða ávöxt 1-3 klukkutímum fyrir æfingu. Það ætti að vera stefna hvers íþróttafélags að styðja við heilbrigðar fæðuvenjur ungra iðkenda sinna. Slíkt er best að gera með því að tryggja aðgengi að hollum valkostum auk þess sem eldri iðkendur og þjálfarar geta verið mikilvægar fyrirmyndir. Heilsuskilaboð og fræðsla til á barna á vegum íþróttafélaga þarf einnig að vera áreiðanleg, einföld og uppbyggileg. Þar sem veitingar eru seldar í tengslum við íþróttaæfingar og viðburði ætti eingöngu að bjóða upp á holla og næringarríka valkosti. Jafnframt er æskilegt að dregið sé sem mest úr auglýsingaáreiti og markaðssetningu á óhollum matvörum þar sem börn stunda æfingar eða keppni. Þannig tryggja íþróttafélög að iðkendur fái ekki misvísandi heilsuskilaboð í tengslum við íþróttaiðkun sína.Elísabet Margeirsdóttir, aðjúnkt í íþróttanæringarfræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, Birna Varðardóttir meistaranemi í íþróttanæringarfræði við Maastricht Háskóla í Hollandi og Anna Sigríður Ólafsdóttir, prófessor í næringarfræði og deildarforseti Íþrótta-, tómstunda- og þroskaþjálfadeildar við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.
Næringarfræðingur segir umtalaða glæru tekna úr samhengi Ólafur Sæmundsson hélt fyrirlestur fyrir unga knattspyrnuiðkendur í vikunni en mikil umræða hefur skapast vegna glæru sem hann sýndi. 8. febrúar 2018 11:30
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Þrælar jólahefðanna - Opið bréf til skóla og frístundasviða á höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Þrælar jólahefðanna - Opið bréf til skóla og frístundasviða á höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun