Borgarlína? Nei takk! Guðmundur Edgarsson skrifar 30. janúar 2018 07:00 Í umræðum undanfarna daga um almenningssamgöngur og borgarlínu er miður að enginn hafi varpað fram eftirfarandi lykilspurningu: Hvers vegna eru sveitarfélög að reka strætó? Er einhver ástæða fyrir því að ríki eða sveitarfélög reki strætó frekar en rútufyrirtæki, leigubíla eða flugfélög? Og hver er árangurinn? Hann er slíkur, að einungis brotabrot af fólki kýs að nota strætó að staðaldri og bullandi tap hefur verið á rekstri hans um áratuga skeið. Sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu hefur nefnilega ekki tekist betur til en svo, að í huga meginþorra fólks er strætó einhver stórtækasti tímaþjófur og óhentugasti fararskjóti nútímamannsins, sem um getur. Það blasir því við að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu gefi rekstur strætó frá sér og leyfi markaðnum að spreyta sig, rétt eins og markaðnum hefur verið treyst fyrir ýmsum öðrum sviðum flutningsmiðlunar eða almenningssamgangna eins og skipaflutningum og flugsamgöngum. Varla er flóknara að reka leiðakerfi Strætó en flutningsnet Eimskipa eða áætlanakerfi Icelandair?Einkavæðum strætó En hvaða form er skilvirkast á almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu? Úr því fæst ekki skorið nema með því losa Strætó undan klóm pólitíkusa og opna fyrir samkeppni á frjálsum markaði. Jafnframt á að lækka álögur á íbúana sem nemur taprekstrinum. Miðstýrðar lausnir á borð við Borgarlínu ber að forðast enda enginn til að bera ábyrgð ef ævintýrið gengur ekki upp. Þannig á að hleypa Uber inn á leigubílamarkaðinn og leyfa öllum þeim sem hafa tilskilin ökuréttindi að reka strætóþjónustu. Samhliða ætti að dreifa byggð og umferð víðar um höfuðborgarsvæðið enda nóg landrými til staðar. Sömuleiðis er kominn tími til að bíleigendur fái þær samgöngubætur sem þeir hafa margfalt borgað fyrir með þar til gerðum sköttum og gjöldum í gegnum árin. Verði þessi bragarbót ekki gerð, munu íbúar Stór-Reykjavíkursvæðisins sitja fastir í umferðarteppu um ókomin ár á meðan hálftómir strætisvagnar keyra um á einkaakreinum um borgina þvera og endilanga með tugmilljarða tapi á ári hverju.Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarlína Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Halldór 10.05.2025 Halldór Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Í umræðum undanfarna daga um almenningssamgöngur og borgarlínu er miður að enginn hafi varpað fram eftirfarandi lykilspurningu: Hvers vegna eru sveitarfélög að reka strætó? Er einhver ástæða fyrir því að ríki eða sveitarfélög reki strætó frekar en rútufyrirtæki, leigubíla eða flugfélög? Og hver er árangurinn? Hann er slíkur, að einungis brotabrot af fólki kýs að nota strætó að staðaldri og bullandi tap hefur verið á rekstri hans um áratuga skeið. Sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu hefur nefnilega ekki tekist betur til en svo, að í huga meginþorra fólks er strætó einhver stórtækasti tímaþjófur og óhentugasti fararskjóti nútímamannsins, sem um getur. Það blasir því við að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu gefi rekstur strætó frá sér og leyfi markaðnum að spreyta sig, rétt eins og markaðnum hefur verið treyst fyrir ýmsum öðrum sviðum flutningsmiðlunar eða almenningssamgangna eins og skipaflutningum og flugsamgöngum. Varla er flóknara að reka leiðakerfi Strætó en flutningsnet Eimskipa eða áætlanakerfi Icelandair?Einkavæðum strætó En hvaða form er skilvirkast á almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu? Úr því fæst ekki skorið nema með því losa Strætó undan klóm pólitíkusa og opna fyrir samkeppni á frjálsum markaði. Jafnframt á að lækka álögur á íbúana sem nemur taprekstrinum. Miðstýrðar lausnir á borð við Borgarlínu ber að forðast enda enginn til að bera ábyrgð ef ævintýrið gengur ekki upp. Þannig á að hleypa Uber inn á leigubílamarkaðinn og leyfa öllum þeim sem hafa tilskilin ökuréttindi að reka strætóþjónustu. Samhliða ætti að dreifa byggð og umferð víðar um höfuðborgarsvæðið enda nóg landrými til staðar. Sömuleiðis er kominn tími til að bíleigendur fái þær samgöngubætur sem þeir hafa margfalt borgað fyrir með þar til gerðum sköttum og gjöldum í gegnum árin. Verði þessi bragarbót ekki gerð, munu íbúar Stór-Reykjavíkursvæðisins sitja fastir í umferðarteppu um ókomin ár á meðan hálftómir strætisvagnar keyra um á einkaakreinum um borgina þvera og endilanga með tugmilljarða tapi á ári hverju.Höfundur er kennari.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun