Körfubolti

Kawhi Leonard vill fara frá Spurs

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Leonard í leik í vetur.
Leonard í leik í vetur. vísir/getty
Kawhi Leonard vill losna frá liði San Antonio Spurs en samband hans við forráðamenn liðsins er mjög stirt samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs.

Jalen Rose, fyrrum leikmaður og körfuboltasérfræðingur ESPN, lét hafa eftir sér að hans heimildir hermi að Leonard vilji fara frá San Antonio.

„Það eru tvær ástæður fyrir því að hann vill fara. Þeir hafa ekki náð að laða til sín leikmenn í hæsta gæðaflokki og hvernig þeir meðhöndluðu meiðslin hans,“ sagði Rose.

„Við tölum aldrei um það hver er á leiðinni til San Antonio. Afhverju? Það að spila hjá Spurs er tækifæri í smekkbuxum, það lítur út fyrir að vera mikil vinna.“

Leonard er aðeins búinn að spila 9 leiki á tímabilinu. Hann er með 16,2 stig að meðaltali í leik, 4,7 fráköst og 2,3 stoðsendingar.

San Antonio mætir Cleveland Cavaliers í nótt. Ekki er víst að Leonard verði í hópnum, en hann hefur verið inn og út úr hópi Spurs vegna meiðsla sinna.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×