Hvers vegna styðjum við íslenskan landbúnað? Margrét Gísladóttir skrifar 29. janúar 2018 13:21 Í nýliðinni viku var málþing á vegum grænmetisæta á Íslandi þar sem velt var upp þeirri spurningu hvers vegna neytendur væru að greiða „mjólkurskatt” en þar var átt við greiðslur úr ríkissjóði til kúabænda í mjólkurframleiðslu. Var daðrað við þá hugmynd að afnema greiðslur til kúabænda á þeim grundvelli að neyslumynstur fólks sé að breytast og ríkissjóður eigi ekki að styðja við framleiðslu á vöru sem ekki allir eru að neyta. Einnig komu upp hugmyndir um hvort skattgreiðendur gætu valið í hvað skattarnir þeirra fara í og þá gæti fólk til dæmis valið að styðja við grænmetisrækt í stað mjólkurframleiðslu og þar eftir götum. Þetta er um margt áhugavert sjónarmið sem er sjálfsagt að ræða. Á síðasta ári seldust mjólkurvörur unnar úr 145 milljón lítrum af mjólk hér á landi. Neyslan hefur aukist ár frá ári þó hún sveiflist á milli vöruflokka. Við neytum minni drykkjarmjólkur en höfum stóraukið neyslu okkar á smjöri og ostum svo dæmi sé tekið. Það er því erfitt að halda því fram að neysla mjólkurvara hafi tekið stórkostlegum breytingum. Í dag erum við með verðlagsnefnd sem ákveður verð til bænda og heildsöluverð ýmissa mjólkurvara. Sem dæmi eru smjör og drykkjarmjólk seld töluvert undir framleiðslukostnaðarverði og því ódýrari fyrir neytendur en ella. Vissulega kjósa ekki allir að neyta mjólkurvara en það á við um margt annað sem stutt er af stjórnvöldum, þjónustu eða iðnað, og er efni í sérstaka umræðu um hlutverk og forgangsröðun ríkissjóðs. Kúabú fyrst og fremst fjölskyldubú Flest lönd í heiminum styðja á einn eða annan hátt við innlendan landbúnað, meðal annars til að styðja við skynsamlega landnýtingu og fæðuöryggi. Það má segja að –þegar öllu er á botninn hvolft- sé það pólitísk ákvörðun hvort stundaður sé landbúnaður á Íslandi. Ef stuðningsgreiðslna nyti ekki við í einhverri mynd myndi samþjöppun óumflýjanlega eiga sér stað og kúabú í dreifðari byggðum myndu fyrst leggja upp laupana. Hvert bú þyrfti að halda mun fleiri gripi til að skila hagnaði, en í dag er meðalbúið að Íslandi með 47 kýr og miðast að mestu leyti við fjölskyldubú þar sem fjölskyldan á og rekur búið fremur en um sé að ræða eigendur og starfsmenn (til samanburðar er meðalkúabú í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum með 1.241 kýr). Hér er margt undir svo sem landnýting og byggð í dreifðari sveitum, fjölbreytileiki í atvinnulífi, ásýnd dreifbýlis og eðli landbúnaðar sem við viljum að stundaður sé í landinu. Ef við værum einungis að hugsa um krónur og aura þá er það svo að við gætum raunverulega flutt inn allar mjólkurvörur sem neytt er hérlendis. Þá þyrftu engin kúabú að vera á Íslandi. Það myndi líklega skila sér í lægra verði fyrir neytendur, fyrst um sinn. En er það samfélagsgerð sem við viljum? Þess má geta að innfluttar mjólkurvörur hafa einnig hlotið opinberan stuðning í sínu upprunalandi. Varðandi upplýsingar til neytenda þá er hægt að sjá uppruna vörunnar í dag en lyfjanotkun, aðstaða dýra, starfsumhverfi og launakjör bænda er annað mál. Þverpólitísk samstaða um stuðning við íslenskan landbúnað Íslensk nautgriparækt hefur sérstöðu á mörgum sviðum. Helst ber að nefna okkar séríslenska kúakyn, eina minnstu notkun sýklalyfja í heiminum, lög um útigöngu gripa, eitt hæsta hlutfall heims af kúm í lausagöngufjósum og hrifning erlendra ferðamanna af fjölskyldubúunum sem einkenna greinina. Núverandi rekstarumhverfi greinarinnar er sífellt í endurskoðun og meðal annars á endurskoðunarnefnd búvörusamninga að skila af sér skýrslu í lok þessa árs um hvað má betur fara í núverandi búvörusamningum. Ekkert er yfir gagnrýni hafið en ljóst er að flestir stjórnmálamenn eru þó sammála um að styðja eigi við íslenskan landbúnað á einn eða annan hátt, sem er vel. Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Margrét Gísladóttir Landbúnaður Mest lesið Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Halldór 17.05.2025 Halldór Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Í nýliðinni viku var málþing á vegum grænmetisæta á Íslandi þar sem velt var upp þeirri spurningu hvers vegna neytendur væru að greiða „mjólkurskatt” en þar var átt við greiðslur úr ríkissjóði til kúabænda í mjólkurframleiðslu. Var daðrað við þá hugmynd að afnema greiðslur til kúabænda á þeim grundvelli að neyslumynstur fólks sé að breytast og ríkissjóður eigi ekki að styðja við framleiðslu á vöru sem ekki allir eru að neyta. Einnig komu upp hugmyndir um hvort skattgreiðendur gætu valið í hvað skattarnir þeirra fara í og þá gæti fólk til dæmis valið að styðja við grænmetisrækt í stað mjólkurframleiðslu og þar eftir götum. Þetta er um margt áhugavert sjónarmið sem er sjálfsagt að ræða. Á síðasta ári seldust mjólkurvörur unnar úr 145 milljón lítrum af mjólk hér á landi. Neyslan hefur aukist ár frá ári þó hún sveiflist á milli vöruflokka. Við neytum minni drykkjarmjólkur en höfum stóraukið neyslu okkar á smjöri og ostum svo dæmi sé tekið. Það er því erfitt að halda því fram að neysla mjólkurvara hafi tekið stórkostlegum breytingum. Í dag erum við með verðlagsnefnd sem ákveður verð til bænda og heildsöluverð ýmissa mjólkurvara. Sem dæmi eru smjör og drykkjarmjólk seld töluvert undir framleiðslukostnaðarverði og því ódýrari fyrir neytendur en ella. Vissulega kjósa ekki allir að neyta mjólkurvara en það á við um margt annað sem stutt er af stjórnvöldum, þjónustu eða iðnað, og er efni í sérstaka umræðu um hlutverk og forgangsröðun ríkissjóðs. Kúabú fyrst og fremst fjölskyldubú Flest lönd í heiminum styðja á einn eða annan hátt við innlendan landbúnað, meðal annars til að styðja við skynsamlega landnýtingu og fæðuöryggi. Það má segja að –þegar öllu er á botninn hvolft- sé það pólitísk ákvörðun hvort stundaður sé landbúnaður á Íslandi. Ef stuðningsgreiðslna nyti ekki við í einhverri mynd myndi samþjöppun óumflýjanlega eiga sér stað og kúabú í dreifðari byggðum myndu fyrst leggja upp laupana. Hvert bú þyrfti að halda mun fleiri gripi til að skila hagnaði, en í dag er meðalbúið að Íslandi með 47 kýr og miðast að mestu leyti við fjölskyldubú þar sem fjölskyldan á og rekur búið fremur en um sé að ræða eigendur og starfsmenn (til samanburðar er meðalkúabú í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum með 1.241 kýr). Hér er margt undir svo sem landnýting og byggð í dreifðari sveitum, fjölbreytileiki í atvinnulífi, ásýnd dreifbýlis og eðli landbúnaðar sem við viljum að stundaður sé í landinu. Ef við værum einungis að hugsa um krónur og aura þá er það svo að við gætum raunverulega flutt inn allar mjólkurvörur sem neytt er hérlendis. Þá þyrftu engin kúabú að vera á Íslandi. Það myndi líklega skila sér í lægra verði fyrir neytendur, fyrst um sinn. En er það samfélagsgerð sem við viljum? Þess má geta að innfluttar mjólkurvörur hafa einnig hlotið opinberan stuðning í sínu upprunalandi. Varðandi upplýsingar til neytenda þá er hægt að sjá uppruna vörunnar í dag en lyfjanotkun, aðstaða dýra, starfsumhverfi og launakjör bænda er annað mál. Þverpólitísk samstaða um stuðning við íslenskan landbúnað Íslensk nautgriparækt hefur sérstöðu á mörgum sviðum. Helst ber að nefna okkar séríslenska kúakyn, eina minnstu notkun sýklalyfja í heiminum, lög um útigöngu gripa, eitt hæsta hlutfall heims af kúm í lausagöngufjósum og hrifning erlendra ferðamanna af fjölskyldubúunum sem einkenna greinina. Núverandi rekstarumhverfi greinarinnar er sífellt í endurskoðun og meðal annars á endurskoðunarnefnd búvörusamninga að skila af sér skýrslu í lok þessa árs um hvað má betur fara í núverandi búvörusamningum. Ekkert er yfir gagnrýni hafið en ljóst er að flestir stjórnmálamenn eru þó sammála um að styðja eigi við íslenskan landbúnað á einn eða annan hátt, sem er vel. Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun