Minni hagvöxtur framundan en ekki tími skattalækkana? Konráð S. Guðjónsson skrifar 17. janúar 2018 12:46 Um nokkurt skeið hefur mikið farið fyrir umræðu um að Ísland sé á toppi hagsveiflunnar. Með öðrum orðum er rætt um að vöxtur tekna, landsframleiðslu og atvinnustigs sé í hámarki. Þó er ljóst að hagkerfið getur ekki verið á toppnum að eilífu. Það er óraunhæft að búast við 7,4% hagvexti á ári hverju ári, líkt og mældist árið 2016. Af þeim sökum hefur margoft verið bent á, sérstaklega síðustu misseri, að nauðsynlegt sé að ríkið sýni aðhald í rekstri við slíkt ástand og hefur Viðskiptaráð tekið undir það. Á Skattadegi Deloitte, Viðskiptaráðs og SA þann 16. janúar sl. sagði fjármála- og efnahagsráðherra, Bjarni Benediktsson, að á tíma hraðrar efnahagsuppsveiflu væru almennar skattalækkanir ekki brýnasta verkefni stjórnvalda. Áætlanir um skattalækkanir lægju því ekki í kortunum. Vill ráðherra meina að við séum enn í hraðri efnahagsuppsveiflu? Er hagvöxtur það mikill? Hvernig eru horfurnar? Þrátt fyrir góða stöðu benda flestar spár og nýjustu tölur til þess að farið sé að hægja verulega á þeim mikla efnahagsuppgangi sem við höfum búið við síðustu ár. Sem dæmi þá gerir Seðlabankinn ráð fyrir að hagvöxtur hafi verið 3,7% í fyrra, eða um helmingi minni en árið 2016, og að það hægi á honum á næstu árum. Aðrar spár eru af svipuðum meiði. Það eru ekki einungis spár sem benda til að við séum komin yfir topp hagsveiflunnar heldur benda ýmsir hagvísar einnig til að svo sé. Störfum hefur fjölgað hægt sl. mánuði eða um 0,5% milli ára frá júlí til nóvember en árið 2016 fjölgaði þeim um 5% á sama tíma. Tugprósenta vöxt ferðaþjónustunnar, sem borið hefur uppi núverandi uppsveiflu, má telja liðinn, a.m.k. í bili. Eitt skýrasta merki þess er að erlend kortavelta hér á landi dróst saman um 5% milli ára síðustu tvo mánuði ársins 2017. Þetta er í fyrsta skiptið í sjö ár sem þar mælist samdráttur og í fyrsta skiptið í fimm ár sem ekki mælist tugprósenta vöxtur. Í ljósi þessara sterku vísbendinga um að við séum komin yfir topp hagsveiflunnar myndast svigrúm til að setja skattalækkanir framar í forgangsröðina en stjórnvöld virðast horfa til. Skynsamlegt er að huga að því sem framundan er – að öllum líkindum tímabil minni hagvaxtar og gætu skattalækkanir auðveldað aðlögun að nýju og um margt eðlilegra ástandi. Ef ekki er tími til að huga að skattalækkunum þegar horfur eru á rólegri tímum í hagkerfinu er erfitt að sjá hvenær réttur tími er fyrir lækkanir á einstaka sköttum. Hafa skal í huga að fátt bendir til verulegrar efnahagsniðursveiflu og einkaneysla vex enn hratt, en jafnvel við þær aðstæður er hægt að lækka skatta ef aðhald í útgjöldum fylgir að. Byrjum á hinum augljósu skrefum og göngum í lækkun tryggingargjaldsins ásamt því að endurskoða stofn fjármagnstekjuskatts, sem Viðskiptaráð hefur margbent á, að er íþyngjandi hér á landi í alþjóðlegum samanburði, ef tekið er mið af raunávöxtun.Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Konráð S. Guðjónsson Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Um nokkurt skeið hefur mikið farið fyrir umræðu um að Ísland sé á toppi hagsveiflunnar. Með öðrum orðum er rætt um að vöxtur tekna, landsframleiðslu og atvinnustigs sé í hámarki. Þó er ljóst að hagkerfið getur ekki verið á toppnum að eilífu. Það er óraunhæft að búast við 7,4% hagvexti á ári hverju ári, líkt og mældist árið 2016. Af þeim sökum hefur margoft verið bent á, sérstaklega síðustu misseri, að nauðsynlegt sé að ríkið sýni aðhald í rekstri við slíkt ástand og hefur Viðskiptaráð tekið undir það. Á Skattadegi Deloitte, Viðskiptaráðs og SA þann 16. janúar sl. sagði fjármála- og efnahagsráðherra, Bjarni Benediktsson, að á tíma hraðrar efnahagsuppsveiflu væru almennar skattalækkanir ekki brýnasta verkefni stjórnvalda. Áætlanir um skattalækkanir lægju því ekki í kortunum. Vill ráðherra meina að við séum enn í hraðri efnahagsuppsveiflu? Er hagvöxtur það mikill? Hvernig eru horfurnar? Þrátt fyrir góða stöðu benda flestar spár og nýjustu tölur til þess að farið sé að hægja verulega á þeim mikla efnahagsuppgangi sem við höfum búið við síðustu ár. Sem dæmi þá gerir Seðlabankinn ráð fyrir að hagvöxtur hafi verið 3,7% í fyrra, eða um helmingi minni en árið 2016, og að það hægi á honum á næstu árum. Aðrar spár eru af svipuðum meiði. Það eru ekki einungis spár sem benda til að við séum komin yfir topp hagsveiflunnar heldur benda ýmsir hagvísar einnig til að svo sé. Störfum hefur fjölgað hægt sl. mánuði eða um 0,5% milli ára frá júlí til nóvember en árið 2016 fjölgaði þeim um 5% á sama tíma. Tugprósenta vöxt ferðaþjónustunnar, sem borið hefur uppi núverandi uppsveiflu, má telja liðinn, a.m.k. í bili. Eitt skýrasta merki þess er að erlend kortavelta hér á landi dróst saman um 5% milli ára síðustu tvo mánuði ársins 2017. Þetta er í fyrsta skiptið í sjö ár sem þar mælist samdráttur og í fyrsta skiptið í fimm ár sem ekki mælist tugprósenta vöxtur. Í ljósi þessara sterku vísbendinga um að við séum komin yfir topp hagsveiflunnar myndast svigrúm til að setja skattalækkanir framar í forgangsröðina en stjórnvöld virðast horfa til. Skynsamlegt er að huga að því sem framundan er – að öllum líkindum tímabil minni hagvaxtar og gætu skattalækkanir auðveldað aðlögun að nýju og um margt eðlilegra ástandi. Ef ekki er tími til að huga að skattalækkunum þegar horfur eru á rólegri tímum í hagkerfinu er erfitt að sjá hvenær réttur tími er fyrir lækkanir á einstaka sköttum. Hafa skal í huga að fátt bendir til verulegrar efnahagsniðursveiflu og einkaneysla vex enn hratt, en jafnvel við þær aðstæður er hægt að lækka skatta ef aðhald í útgjöldum fylgir að. Byrjum á hinum augljósu skrefum og göngum í lækkun tryggingargjaldsins ásamt því að endurskoða stofn fjármagnstekjuskatts, sem Viðskiptaráð hefur margbent á, að er íþyngjandi hér á landi í alþjóðlegum samanburði, ef tekið er mið af raunávöxtun.Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun