Körfubolti

Kyrie Irving enn og aftur stigahæstur í sigri Boston

Dagur Lárusson skrifar
Kyrie Irving.
Kyrie Irving. vísir/getty
Kyrie Irving var enn og aftur stigahæstur í sigri Boston Celtics en í nótt skoraði hann 28 stig og leiddi lið sitt til sigurs gegn Brooklyn Nets.

Boston Celtics byrjuðu leikinn með miklum krafti og voru strax komnir með tíu stiga forskot eftir fyrsta leikhluta. Eftir það tóku gestirnir heldur betur við sér og náðu að minnka muninn niður í tvö stig fyrir hálfleik og var staðan þá 61-59.

Leikurinn var jafn allt til enda og voru lokamínúturnar æsipennandi en það var að lokum Boston Celtics sem fór með sigur af hólmi. Þetta var þriðji sigur Boston Celtics í röð eftir að liðið tapaði fyrir Chicago Bulls fyrir jól.

LA Clippers vann Charlotte Hornets 106-98 þar sem Lou Williams skoraði hvorki meira né minna en 40 stig en það sama gerði James Harden í liði Rockets gen LA Lakers en sá leikur fór 148-142 fyrir Rockets.

Úrslit næturinnar:

Wizards 114-110 Bulls

Timberwolves 107-90 Pacers

Nets 105-108 Celtics

Rockets 148-142 Lakers

Thunder 113-116 Mavericks

Clippers 106-98 Hornets

Kings 96-114 Grizzlies

Suns 110-123 76ers

Brot úr leik Boston Celtics og Brooklyn Nets má sjá hér að neðan.

NBA

Tengdar fréttir

Ótrúleg endurkoma hjá Boston | Myndbönd

Boston sýndi ótrúlega seiglu í nótt er liðið kom til baka gegn Houston eftir að hafa verið 26 stigum undir í leiknum. Boston vann leikinn með einu stigi.

Boston tapaði toppsætinu

Boston Celtics tapaði í nótt toppsæti Austurdeildar NBA til Toronto Raptors.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×