Umfjöllun og viðtöl: Snæfell - Keflavík 53-80 | Keflavík hélt Snæfellsliðinu stigalausu í fjórða leikhluta Arnór Óskarsson skrifar 6. janúar 2018 18:00 Berglind Gunnarsdóttir, leikmaður Snæfells. Vísir/Eyþór Snæfell þurfti að sætta sig við tap á heimavelli í Dominos deild kvenna í körfubolta þegar Keflavík vann 17 stiga sigur í Stykkishólmi í dag, 53-80. Leikurinn hófst á rólegri nótunum en fyrstu stigin komu ekki fyrr en eftir tæpar tvær mínútur. Leikurinn bar merki þess að vera fyrsti leikur liðana á nýju ári en á meðan leikgleði Snæfells virtist vaxa með hverri mínútu í fyrri hálfleik áttu Keflvíkingar í erfiðleikum með að fynna réttan takt framan af. Í seinni hálfleik mætti hinsvegar allt annað Keflavíkurlið til leiks sem snéri sér leiknum í hag með afar öflugum varnarleik. Eftir að hafa verið 10 stigum undir í hálfleik tóku Keflvíkingar öll völd á vellinum og juku muninn hægt og rólega það sem eftir var af leiknum. Leikur Snæfells hrundi bókstaflega við þá mótspyrnu sem mætti þeim í seinni hálfleik og skoruðu heimamenn ekki eitt einasta stig í fjórða leikhluta.Af hverju vann Keflavík? Keflvíkingar spiluðu mjög skilvirka vörn í seinni hálfleik sem leiddi til þess að Snæfell fór æ oftar að tapa boltum. Úr urðu auðveldar sóknir, þ.e. hraðahlaup, sem skiluðu þeim stigum sem Keflavík þurfti til að vinna þennan leik.Hverjir stóðu upp úr? Brittanny Dinkins var stigahæst í liði Keflavíkur en hún skoraði 27 stig, tók 7 fráköst og var með 11 stoðsendingar. Þá skoraði Erna Hákonardóttir 14 stig . Hjá Snæfell var Kristen McCarthy með 23 stig og 12 fráköst.Áhugaverð tölfræði Það gerist eflaust ekki oft að lið í Úrvalsdeild skori ekki eitt einasta stig í heilum fjórðungi og hlýtur það að vera það áhugaverðasta við tölfræðina að þessu sinni.Hvað gekk illa? Keflvíkingar voru lengi að fynna réttan takt í byrjun leiks og hefði það geta orðið þeim dýrkeypt ef Snæfell hefði spilað með sama hætti í seinni hálfleik og þær gerðu í fyrri hálfleik. Sverrir Þór: Stórfurðulegur leikurSverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, var ekki í neinum vafa um hvað skóp sigurinn í dag en hann var jafnframt hugsi yfir slakan fyrri hálfleik þar sem Snæfell var með forystuna lengst af. „Mjög góð vörn í seinni hálfleik. Mér fannst við spila illa í fyrri hálfleik. Við vorum að gera hlutina sem við lögðum upp með en við vorum að gera þá mjög illa. Þetta varð mikið betra í seinni hálfleik. Í þriðja leikhluta komumst við í gang og spiluðum af krafti og var þetta þá orðinn leikur. Svo náum við forystu í fjórða leikhlutanum og þær bara hættu þá,” sagði Sverrir hálf undrandi á mótherjanum. „Þetta var stórskrítin leikur. Þetta var hörkuleikur en svo var bara allt í einu komin 20 stiga munur.” Domino’s deild kvenna er mjög jöfn á þessu tímabili og virðast þjálfarar almennt mjög meðvitaðir um mikilvægi þess að misstíga sig ekki. Sverrir tók undir það að hver einasti sigur skipti miklu máli og leyndist það ekki að sigurinn í dag væri kærkominn. „Ég er rosalega ánægður að vinna hérna og fá tvö stig. Hver tvö stig í þessari deild skipta miklu máli,” sagði Sverrir. Keflavík mætir Snæfell aftur á fimmtudaginn þegar liðin eigast við í Laugardalshöllinni og sagðist Sverrir vita að úrslitin í dag kæmu ekki til með að vinna næsta leik. „Við erum aftur að spila við þær á fimmtudaginn í Bikarnum og það verður allt annar leikur. Þessi leikur gerir ekkert fyrir okkur þar.” Keflvíkingar urðu fyrir áfalli í þriðja leikhluta þegar Þóranna Kika Hodge-Carr, byrjunarliðsmaður, varð fyrir meiðslum og þurfti að hætta keppni. Nú þegar vantar sterkan leikmann í hóp Keflvíkinga og sagðist Sverrir vona að meiðsl Þórönnu væru ekki alvarleg. „Maður vonast til að það sé ekki eins alvarlegt með hana og Emelíu en það kemur ekki í ljós fyrr en Þóranna er búin að fara í skoðun. Ég ætla rétt að vona það að þetta sé ekki eitthvað alvarlegt. Henni er ætlað stórt hlutverk í liðinu og ennþá stærra eftir að Emelía datt út þannig að við verðum að vona það besta.” Sverrir sagði að meiðsl og mögulegt brottfall Þórönnu kæmi eflaust til með að hafa áhrif á leikskipulagið en benti jafnframt á að aðrir leikmenn í liðinu yrðu að stíga upp og fylla í skarðið ef þess þyrfti. „Að sjálfsögðu munar rosalega um Þórönnu. Hún er hörku leikmaður. En það verður bara einhver önnur að stíga upp og gera meira ef það vantar hana líka. Við erum með marga leikmenn og þær sem verða mættar í búning á fimmtudaginn verða að skila frábæri vinnu varnarlega og sóknarlega til að við getum unnið Snæfell aftur.” Ingi Þór: Sorglegt að bjóða upp á þettaIngi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, var að vonum mjög svekktur með úrslitin í dag en hann ætlaði sér augljóslega töluvert meira en raunin varð. Eftir ágætis fyrri hálfleik hrundi leikur Snæfells bókstaflega í seinni hálfleik og átti Ingi Þór í erfiðleikum með að útskýra hvað hafði gerst. „Keflvíkingarnir komu grimmari til leiks í seinni hálfleik. Við vorum að gera fullt af fínum hlutum í fyrri hálfleik en við algjörlega brotnuðum þegar færðist meiri harka í leikinn. Við náðum ekki að koma okkur í nógu góð færi til þess að skora og sjálfstraustið dvínaði og fjaraði loks alveg út. Mér finnst sorglegt að bjóða upp á þetta,” sagði Ingi Þór svekktur í lok leiks. Leikgleðin í fyrri hálfleik var mikil en hún var skilin eftir í búningsklefanum ásamt því sem liðið hafði lagt upp með að gera í seinni hálfleik. „Það var ekkert í seinni hálfleik sem gaf til kynna að einhver leikgleði væri til staðar. Keflvíkingar eru örugglega í sjokki yfir því hverskonar lið kom til leiks í seinni hálfleik. Við töluðum um það að gera enn betri í seinni hálfleik heldur en við gerðum í fyrri hálfleik en það fór eitthvað allt annað í gang. Alveg sama hvað staðan var það kom ekki neitt úr neinu.” Þrátt fyrir viðsnúningin í leiknum og tapið í dag er Ingi Þór bjartsýnn á framhaldið og verkefnin sem eru framundan. „Ég var mjög ánægður með fyrri hálfleikinn og hvernig stigaskorið var að dreifast. Ég var mjög ánægður með innkomu Gunnhildar og Andreu en Andrea er búin að vera í burtu í sex, sjö vikur og Gunnhildur líka ekkert búin að vera með okkur lengi. En við eigum alveg eftir að fynna jafnvægi aftur og byggja liðið aftur upp. Við erum farandi úr því að vera með sex leikmenn yfir í það að geta spilað á 10 til 11 leikmönnum. Við það breytist auðvitað hlutverkaskiptingin en það hafði ekki áhrif á leikinn í dag,” sagði Ingi Þór. Dominos-deild kvenna
Snæfell þurfti að sætta sig við tap á heimavelli í Dominos deild kvenna í körfubolta þegar Keflavík vann 17 stiga sigur í Stykkishólmi í dag, 53-80. Leikurinn hófst á rólegri nótunum en fyrstu stigin komu ekki fyrr en eftir tæpar tvær mínútur. Leikurinn bar merki þess að vera fyrsti leikur liðana á nýju ári en á meðan leikgleði Snæfells virtist vaxa með hverri mínútu í fyrri hálfleik áttu Keflvíkingar í erfiðleikum með að fynna réttan takt framan af. Í seinni hálfleik mætti hinsvegar allt annað Keflavíkurlið til leiks sem snéri sér leiknum í hag með afar öflugum varnarleik. Eftir að hafa verið 10 stigum undir í hálfleik tóku Keflvíkingar öll völd á vellinum og juku muninn hægt og rólega það sem eftir var af leiknum. Leikur Snæfells hrundi bókstaflega við þá mótspyrnu sem mætti þeim í seinni hálfleik og skoruðu heimamenn ekki eitt einasta stig í fjórða leikhluta.Af hverju vann Keflavík? Keflvíkingar spiluðu mjög skilvirka vörn í seinni hálfleik sem leiddi til þess að Snæfell fór æ oftar að tapa boltum. Úr urðu auðveldar sóknir, þ.e. hraðahlaup, sem skiluðu þeim stigum sem Keflavík þurfti til að vinna þennan leik.Hverjir stóðu upp úr? Brittanny Dinkins var stigahæst í liði Keflavíkur en hún skoraði 27 stig, tók 7 fráköst og var með 11 stoðsendingar. Þá skoraði Erna Hákonardóttir 14 stig . Hjá Snæfell var Kristen McCarthy með 23 stig og 12 fráköst.Áhugaverð tölfræði Það gerist eflaust ekki oft að lið í Úrvalsdeild skori ekki eitt einasta stig í heilum fjórðungi og hlýtur það að vera það áhugaverðasta við tölfræðina að þessu sinni.Hvað gekk illa? Keflvíkingar voru lengi að fynna réttan takt í byrjun leiks og hefði það geta orðið þeim dýrkeypt ef Snæfell hefði spilað með sama hætti í seinni hálfleik og þær gerðu í fyrri hálfleik. Sverrir Þór: Stórfurðulegur leikurSverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, var ekki í neinum vafa um hvað skóp sigurinn í dag en hann var jafnframt hugsi yfir slakan fyrri hálfleik þar sem Snæfell var með forystuna lengst af. „Mjög góð vörn í seinni hálfleik. Mér fannst við spila illa í fyrri hálfleik. Við vorum að gera hlutina sem við lögðum upp með en við vorum að gera þá mjög illa. Þetta varð mikið betra í seinni hálfleik. Í þriðja leikhluta komumst við í gang og spiluðum af krafti og var þetta þá orðinn leikur. Svo náum við forystu í fjórða leikhlutanum og þær bara hættu þá,” sagði Sverrir hálf undrandi á mótherjanum. „Þetta var stórskrítin leikur. Þetta var hörkuleikur en svo var bara allt í einu komin 20 stiga munur.” Domino’s deild kvenna er mjög jöfn á þessu tímabili og virðast þjálfarar almennt mjög meðvitaðir um mikilvægi þess að misstíga sig ekki. Sverrir tók undir það að hver einasti sigur skipti miklu máli og leyndist það ekki að sigurinn í dag væri kærkominn. „Ég er rosalega ánægður að vinna hérna og fá tvö stig. Hver tvö stig í þessari deild skipta miklu máli,” sagði Sverrir. Keflavík mætir Snæfell aftur á fimmtudaginn þegar liðin eigast við í Laugardalshöllinni og sagðist Sverrir vita að úrslitin í dag kæmu ekki til með að vinna næsta leik. „Við erum aftur að spila við þær á fimmtudaginn í Bikarnum og það verður allt annar leikur. Þessi leikur gerir ekkert fyrir okkur þar.” Keflvíkingar urðu fyrir áfalli í þriðja leikhluta þegar Þóranna Kika Hodge-Carr, byrjunarliðsmaður, varð fyrir meiðslum og þurfti að hætta keppni. Nú þegar vantar sterkan leikmann í hóp Keflvíkinga og sagðist Sverrir vona að meiðsl Þórönnu væru ekki alvarleg. „Maður vonast til að það sé ekki eins alvarlegt með hana og Emelíu en það kemur ekki í ljós fyrr en Þóranna er búin að fara í skoðun. Ég ætla rétt að vona það að þetta sé ekki eitthvað alvarlegt. Henni er ætlað stórt hlutverk í liðinu og ennþá stærra eftir að Emelía datt út þannig að við verðum að vona það besta.” Sverrir sagði að meiðsl og mögulegt brottfall Þórönnu kæmi eflaust til með að hafa áhrif á leikskipulagið en benti jafnframt á að aðrir leikmenn í liðinu yrðu að stíga upp og fylla í skarðið ef þess þyrfti. „Að sjálfsögðu munar rosalega um Þórönnu. Hún er hörku leikmaður. En það verður bara einhver önnur að stíga upp og gera meira ef það vantar hana líka. Við erum með marga leikmenn og þær sem verða mættar í búning á fimmtudaginn verða að skila frábæri vinnu varnarlega og sóknarlega til að við getum unnið Snæfell aftur.” Ingi Þór: Sorglegt að bjóða upp á þettaIngi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, var að vonum mjög svekktur með úrslitin í dag en hann ætlaði sér augljóslega töluvert meira en raunin varð. Eftir ágætis fyrri hálfleik hrundi leikur Snæfells bókstaflega í seinni hálfleik og átti Ingi Þór í erfiðleikum með að útskýra hvað hafði gerst. „Keflvíkingarnir komu grimmari til leiks í seinni hálfleik. Við vorum að gera fullt af fínum hlutum í fyrri hálfleik en við algjörlega brotnuðum þegar færðist meiri harka í leikinn. Við náðum ekki að koma okkur í nógu góð færi til þess að skora og sjálfstraustið dvínaði og fjaraði loks alveg út. Mér finnst sorglegt að bjóða upp á þetta,” sagði Ingi Þór svekktur í lok leiks. Leikgleðin í fyrri hálfleik var mikil en hún var skilin eftir í búningsklefanum ásamt því sem liðið hafði lagt upp með að gera í seinni hálfleik. „Það var ekkert í seinni hálfleik sem gaf til kynna að einhver leikgleði væri til staðar. Keflvíkingar eru örugglega í sjokki yfir því hverskonar lið kom til leiks í seinni hálfleik. Við töluðum um það að gera enn betri í seinni hálfleik heldur en við gerðum í fyrri hálfleik en það fór eitthvað allt annað í gang. Alveg sama hvað staðan var það kom ekki neitt úr neinu.” Þrátt fyrir viðsnúningin í leiknum og tapið í dag er Ingi Þór bjartsýnn á framhaldið og verkefnin sem eru framundan. „Ég var mjög ánægður með fyrri hálfleikinn og hvernig stigaskorið var að dreifast. Ég var mjög ánægður með innkomu Gunnhildar og Andreu en Andrea er búin að vera í burtu í sex, sjö vikur og Gunnhildur líka ekkert búin að vera með okkur lengi. En við eigum alveg eftir að fynna jafnvægi aftur og byggja liðið aftur upp. Við erum farandi úr því að vera með sex leikmenn yfir í það að geta spilað á 10 til 11 leikmönnum. Við það breytist auðvitað hlutverkaskiptingin en það hafði ekki áhrif á leikinn í dag,” sagði Ingi Þór.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti