Erlendur fréttaannáll Fréttablaðsins: Ár Trumps, hamfara og baráttufólks Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 25. desember 2017 08:00 Fellibylurinn Harvey olli miklum flóðum í Houston. Nordicphotos/Getty Hamfarir Árið sem er að líða markaðist að miklu leyti af náttúruhamförum. Allt frá jarðskjálftum til aurskriða, eldgosum til fellibylja. Einna mest var fjallað um fellibyljina sem skóku ríki Norður- og Mið-Ameríku. Harvey var fyrstur í röðinni og komu Texas og Louisiana í Bandaríkjunum einna verst út úr óveðrinu sem skall á í ágústlok. Alls er talið að 91 hafi farist af völdum Harveys, þar af 90 í Bandaríkjunum og einn í Gvæjana. Tjónið er metið 21 billjón íslenskra króna. Um leið og Harvey hafði gengið yfir skall Irma á eyjum Karíbahafsins og síðan Flórída. Hún kostaði 134 lífið og olli 7 billjóna króna tjóni. Harmleikurinn var þó ekki á enda því um miðjan septembermánuð reið Maria yfir Karíbahafseyjar áður en hún hélt til Bandaríkjanna og þaðan til Evrópu sem hitabeltisstormur. Irma var langmannskæðust þessara fellibylja og fórust á sjötta hundrað í hamförunum. Tjónið var metið á um 11 billjónir króna. Fellibylurinn Katia skall á Mexíkó í sama mánuði. Hún var þó umfangsminni en kostaði þrjá lífið. Einungis nokkrum dögum eftir að hún hafði riðið yfir skók öflugasti jarðskjálfti í sögu Mexíkó landið.Skjálftinn var 7,1 stig og kostaði um 370 lífið. Sama dag árið 1985, þann 19. september, fórust 10.000 í jarðskjálfta í Mexíkó.Aurskriða féll í Kólumbíu í apríl sem kostaði að minnsta kosti 200 lífið. Þá urðu einnig aurskriður í Síerra Leóne í ágúst sem urðu 312 að fjörtjóni. Einna mannskæðustu náttúruhamfarirnar voru ef til vill monsúnflóðin sem ollu dauða 1.200 hið minnsta í Bangladess, Nepal og á Indlandi í sumar. Flóðin hröktu 45 milljónir frá heimilum sínum. Samkvæmt UNICEF var um þriðjungur þeirra á barnsaldri.Líklega hefur ekki verið meira fjallað um neinn mann en Donald Trump Bandaríkjaforseta á árinu.Nordicphotos/AFPTrump Fyrsta ár Donalds Trump á forsetastóli í Bandaríkjunum var skrautlegt. Hinn umdeildi forseti hefur oftar en ekki fangað athygli heimspressunnar. Árið hefur einkennst af rannsókn Alríkislögreglunnar á tengslum hans við Rússa og afskiptum Rússa af forsetakosningunum og deilunum við Norður-Kóreu. Rússarannsóknin hefur komið Trump í einna mest klandur. Ákvörðun hans í maí um að reka James Comey úr framkvæmdastjórastöðu FBI var umdeild. Robert Mueller tók við rannsókninni sem sérstakur saksóknari stuttu seinna. Þá þurfti þjóðaröryggisráðgjafinn Mike Flynn að segja af sér eftir að hafa leynt fundum með rússneska sendiherranum. Hann hefur, ásamt fyrrverandi kosningastjóranum Paul Manafort, verið ákærður. Vegna fjölda eldflaugatilrauna og kjarnorkutilrauna Norður-Kóreustjórnar hefur Trump og einræðisherranum Kim Jong-un lent saman. Hefur Trump uppnefnt hann „eldflaugamanninn“ og hótað að rigna muni eldi og brennisteini. Kim hótaði á móti að ráðast á Gvam og þurftu eyjarskeggjar þar að vera viðbúnir því versta. Þá kallaði Kim Bandaríkjaforseta jafnframt „elliæran geðsjúkling“. Ýmis önnur mál hafa sett svip sinn á árið hans Trumps. Til þess að telja þau öll upp þyrfti ef til vill fleiri en eitt tölublað. Nýlega hefur ákvörðun hans um að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels vakið reiði. Þá hefur hann einnig dregið Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu, sagt að ekki þurfi að herða byssulöggjöf í kjölfar versta fjöldamorðs seinni tíma og sakað Barack Obama, fyrrverandi forseta, um að hafa hlerað samskipti sín.Þau sem rufu þögnina í #MeToo-byltingunni voru persóna ársins hjá Time.Nordicphotos/AFP#MeToo Konur rufu þögnina og skóku skemmtanabransann og stjórnmálin vestanhafs, sem og víðar, þegar þær greindu frá kynferðisofbeldi og kynferðislegri áreitni af hálfu valdamikilla karlmanna og samstarfsmanna sinna. Málið vakti svo mikla athygli að þau sem rufu þögnina voru útnefnd persóna ársins hjá Time. Ljóst er að lengi hafði þessi bylting kraumað undir yfirborðinu en með umfjöllun The New York Times um brot Harveys Weinstein kvikmyndaframleiðanda opnuðust flóðgáttirnar. Leikarar á borð við Kevin Spacey og Louis C.K. voru sakaðir um kynferðislega áreitni og ofbeldi. Þá má nefna stjórnmálamenn á borð við Demókratann Al Franken, sem sagði af sér öldungadeildarþingsæti vegna ásakananna, og Roy Moore, frambjóðanda Repúblikana í Alabama til öldungadeildar þingsins, sem ef til vill tapaði kosningum vegna ásakana kvenna sem voru undir átján ára aldri þegar brotin eiga að hafa átt sér stað. Eldri ásakanir gegn Trump voru rifjaðar upp. Byltingin var þó ekki bundin við Bandaríkin. Lýsti gífurlegur fjöldi kvenna úr öllum stéttum samfélagsins brotum gegn sér. Myllumerkið #MeToo varð einkennismerki og heiti byltingarinnar. Það er úr smiðju aktívistans Tarana Burke en hún hefur notað merkið í áratug. Í kjölfar frétta af máli Weinsteins birti leikkonan Alyssa Milano myllumerkið sem er nú alþekkt.Ofbeldi lögreglumanna á kjördag í Katalóníu þótti yfirdrifið. Þessir stúdentar mótmæltu aðgerðum lögreglu daginn eftir kjördag.vísir/epaSjálfstæði Sjálfstæðisbarátta tveggja þjóða harðnaði á árinu. Kúrdar og Katalónar samþykktu að lýsa yfir sjálfstæði í umdeildum kosningum.Katalónar gengu til kosninga þann 1. október eftir að dómstólar á Spáni höfðu úrskurðað að kosningarnar yrðu ólöglegar og ríkisstjórn Spánar krafist þess að þær yrðu ekki haldnar. Lögregla beitti mikilli hörku á kjördag og sambandssinnar sniðgengu kosningarnar sem skiluðu jákvæðri niðurstöðu. Við tók mikið fár og var um tíma óljóst hvort Katalónar hefðu lýst yfir sjálfstæði. Það gerði Carles Puigdemont, þáverandi héraðsforseti, þann 27. október. Rajoy forsætisráðherra leysti í kjölfarið upp þing, rak héraðsstjórnina og ríkissaksóknari ákærði alla ráðherra hennar. Kúrdar í Írakska Kúrdistan gengu til kosninga um sjálfstæði í septemberlok og samþykktu með yfirgnæfandi meirihluta að lýsa yfir sjálfstæði. Írakar álíta kosningarnar ólöglegar og hafa ekki viljað ræða við Kúrda um stofnun sjálfstæðs ríkis þeirra.Angela Merkel Þýskalandskanslari er enn í lykilstöðu eftir kosningar þar í landi. Hér svalar hún þorstanum í kosningabaráttunni með einum köldum.vísir/epaLýðræðið Gengið var til kosninga víða um heim. Kosningar í Bretlandi, Frakklandi, Þýskalandi, Austurríki, Japan og Kenýa voru að mörgu leyti sögulegar. Í Afríku varð uppi fótur og fit þegar hæstiréttur Kenýa ógilti forsetakosningar ágústmánaðar þar sem Raila Odinga laut í lægra haldi fyrir sitjandi forseta, Uhuru Kenyatta. Kosið var á ný í október en þar sem Odinga þótti ekki hafa verið gerðar nægilegar úrbætur á kosningakerfinu bauð hann sig ekki fram á ný. Kenyatta fékk yfirburðakosningu. Tvær af valdamestu þjóðum Asíu gengu til kosninga. Ram Nath Kovind úr ríkisstjórnarflokkinum BJP varð forseti í Indlandi. Þá tryggði Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, sér áframhaldandi meirihluta næstu árin. Hvergi var þó kosið jafnvíða og í Evrópu. Í mars varð Frelsisflokkur Geerts Wilders, þjóðernishyggjumanns sem ákærður hefur verið fyrir hatursorðræðu, næststærsti flokkur Hollands. Eftir 208 daga af stjórnarkreppu mynduðu fjórir flokkar ríkisstjórn og var Frelsisflokkurinn ekki í hópi þeirra. Í apríl varð Aleksandar Vucic, frambjóðandi Framsóknarflokksins í Serbíu, kjörinn forseti með meirihluta atkvæða. Þá varð Emmanuel Macron, frambjóðandi hins nýja flokks En Marche, forseti Frakklands eftir að hafa unnið yfirburðasigur á þjóðernishyggjukonunni Marine Le Pen. Nokkru síðar gengu Frakkar til þingkosninga og fékk flokkur Macrons meirihluta á þinginu. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, reyndi að treysta meirihluta sinn og reiddi sig á gott gengi í skoðanakönnunum þegar hún boðaði óvænt til kosninga í júní. Svo fór að Íhaldsflokkurinn tapaði sínum hreina meirihluta og reiðir sig nú á stuðning hins norðurírska DUP til að stýra Bretlandi. Frændur okkar í Noregi gengu til kosninga í september og fékk Verkamannaflokkurinn undir forystu Jonas Gahr Støre flest sæti. Erna Solberg úr Íhaldsflokknum hefur reynt að mynda ríkisstjórn, og reynir enn, en án árangurs. Kristilegir demókratar í Þýskalandi fengu flest sæti í kosningum septembermánaðar. Ekki hefur enn tekist að mynda stjórn þar í landi. Stjórn hefur hins vegar verið mynduð í Austurríki þar sem hinn 31 árs gamli Sebastian Kurz fer með forsætisráðuneytið. Sú stjórn er mynduð af Þjóðarflokknum og Frelsisflokknum sem báðir eru hallir undir þjóðernishyggju.Robert Mugabe hrökklaðist af forsetastóli í Simbabve eftir áratugalanga setu. Hinn útlægi Emmerson Mnangagwa tók við.Nordicphotos/AFPSviptingar í Afríku Árið gekk illa hjá tveimur af valdamestu mönnum Afríku. Forseti Simbabve þurfti að segja af sér og forseti Suður-Afríku er á útleið. Nóvembermánuður varð Robert Mugabe, þáverandi forseta Simbabve, erfiður. Þann 6. nóvember ákvað Mugabe að reka varaforseta sinn, Emmerson Mnangagwa. Studdi hann þar með forsetafrúna Grace Mugabe í baráttunni um að taka við af sér. Rúmri viku síðar tók herinn völdin í landinu og hneppti Mugabe í stofufangelsi. Sá sagði loks af sér og enginn annar en Mnangagwa sjálfur tók við. Eftir fjölda ásakana um spillingu var Jacob Zuma, forseta Suður-Afríku, steypt af stóli sem leiðtoga flokks síns, Afríska þjóðarráðsins, fyrr í vikunni. Hann verður ekki í framboði í forsetakosningum næsta árs.Konur í hersveitum uppreisnarmanna í Sýrlandi fögnuðu innilega og minntust hinna föllnu þegar þær unnu Rakka af hryðjuverkasamtökunum Íslamska ríkinu. Samtökin töpuðu einnig höfuðvígi sínu í Írak, Mósúl.Nordicphotos/AFPStríð og ofsóknir Enn deyja þúsundir í stríði víðs vegar í Mið-Austurlöndum. Hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við Íslamskt ríki eru á undanhaldi og ríkisstjórnarherinn í Sýrlandi beitti efnavopnum. Þann 4. apríl gerði ríkisstjórnarher Bashars al-Assad Sýrlandsforseta efnavopnaárás á bæinn Khan Sheikhoun. Assad-liðar neituðu því að um efnavopnaárás hefði verið að ræða en Sameinuðu þjóðirnar eru því ósammála. Rúmlega hundrað almennir borgarar fórust í árásinni og þremur dögum síðar skaut Bandaríkjaher 59 eldflaugum á flugstöðina þaðan sem árásin var trúlega gerð. Að öðru leyti hefur Assad fagnað sigrum á árinu í samstarfi við Rússa. Hefur hann lýst því yfir að liðsmenn ISIS séu nú á flótta eftir að þeir misstu síðasta stóra vígi sitt í Sýrlandi, Rakka. ISIS missti einnig írakskt höfuðvígi sitt, Mósúl, í hendur Íraksstjórnar. Ljóst er að kalífadæmið er á enda en hryðjuverkaárásir vígamanna ISIS ekki. Sú sem mest var fjallað um á árinu var trúlega árás Salman Ramadan Abedi, sem ISIS-liðar segja hermann sinn, á tónleika Ariönu Grande í Manchester. Drap hann þar 22, þar af allnokkur börn. Borgarastyrjöld ríkir enn í Jemen og hafa uppreisnarmennirnir Hútar í tvígang undanfarið skotið eldflaugum í átt að sádiarabísku höfuðborginni Riyadh. Sádi-Arabar eiga í köldu stríði við Írana en þeir styðja Húta í Jemen. Þá hafa yfirvöld í Mjanmar verið sökuð um að fremja þjóðernishreinsanir, jafnvel þjóðarmorð, á Róhingjum í Rakhine-héraði landsins. Frá því átök brutust út í ágúst hafa hundruð þúsunda flúið til Bangladess. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Fréttir ársins 2017 Nepal Rússarannsóknin Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Sjá meira
Hamfarir Árið sem er að líða markaðist að miklu leyti af náttúruhamförum. Allt frá jarðskjálftum til aurskriða, eldgosum til fellibylja. Einna mest var fjallað um fellibyljina sem skóku ríki Norður- og Mið-Ameríku. Harvey var fyrstur í röðinni og komu Texas og Louisiana í Bandaríkjunum einna verst út úr óveðrinu sem skall á í ágústlok. Alls er talið að 91 hafi farist af völdum Harveys, þar af 90 í Bandaríkjunum og einn í Gvæjana. Tjónið er metið 21 billjón íslenskra króna. Um leið og Harvey hafði gengið yfir skall Irma á eyjum Karíbahafsins og síðan Flórída. Hún kostaði 134 lífið og olli 7 billjóna króna tjóni. Harmleikurinn var þó ekki á enda því um miðjan septembermánuð reið Maria yfir Karíbahafseyjar áður en hún hélt til Bandaríkjanna og þaðan til Evrópu sem hitabeltisstormur. Irma var langmannskæðust þessara fellibylja og fórust á sjötta hundrað í hamförunum. Tjónið var metið á um 11 billjónir króna. Fellibylurinn Katia skall á Mexíkó í sama mánuði. Hún var þó umfangsminni en kostaði þrjá lífið. Einungis nokkrum dögum eftir að hún hafði riðið yfir skók öflugasti jarðskjálfti í sögu Mexíkó landið.Skjálftinn var 7,1 stig og kostaði um 370 lífið. Sama dag árið 1985, þann 19. september, fórust 10.000 í jarðskjálfta í Mexíkó.Aurskriða féll í Kólumbíu í apríl sem kostaði að minnsta kosti 200 lífið. Þá urðu einnig aurskriður í Síerra Leóne í ágúst sem urðu 312 að fjörtjóni. Einna mannskæðustu náttúruhamfarirnar voru ef til vill monsúnflóðin sem ollu dauða 1.200 hið minnsta í Bangladess, Nepal og á Indlandi í sumar. Flóðin hröktu 45 milljónir frá heimilum sínum. Samkvæmt UNICEF var um þriðjungur þeirra á barnsaldri.Líklega hefur ekki verið meira fjallað um neinn mann en Donald Trump Bandaríkjaforseta á árinu.Nordicphotos/AFPTrump Fyrsta ár Donalds Trump á forsetastóli í Bandaríkjunum var skrautlegt. Hinn umdeildi forseti hefur oftar en ekki fangað athygli heimspressunnar. Árið hefur einkennst af rannsókn Alríkislögreglunnar á tengslum hans við Rússa og afskiptum Rússa af forsetakosningunum og deilunum við Norður-Kóreu. Rússarannsóknin hefur komið Trump í einna mest klandur. Ákvörðun hans í maí um að reka James Comey úr framkvæmdastjórastöðu FBI var umdeild. Robert Mueller tók við rannsókninni sem sérstakur saksóknari stuttu seinna. Þá þurfti þjóðaröryggisráðgjafinn Mike Flynn að segja af sér eftir að hafa leynt fundum með rússneska sendiherranum. Hann hefur, ásamt fyrrverandi kosningastjóranum Paul Manafort, verið ákærður. Vegna fjölda eldflaugatilrauna og kjarnorkutilrauna Norður-Kóreustjórnar hefur Trump og einræðisherranum Kim Jong-un lent saman. Hefur Trump uppnefnt hann „eldflaugamanninn“ og hótað að rigna muni eldi og brennisteini. Kim hótaði á móti að ráðast á Gvam og þurftu eyjarskeggjar þar að vera viðbúnir því versta. Þá kallaði Kim Bandaríkjaforseta jafnframt „elliæran geðsjúkling“. Ýmis önnur mál hafa sett svip sinn á árið hans Trumps. Til þess að telja þau öll upp þyrfti ef til vill fleiri en eitt tölublað. Nýlega hefur ákvörðun hans um að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels vakið reiði. Þá hefur hann einnig dregið Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu, sagt að ekki þurfi að herða byssulöggjöf í kjölfar versta fjöldamorðs seinni tíma og sakað Barack Obama, fyrrverandi forseta, um að hafa hlerað samskipti sín.Þau sem rufu þögnina í #MeToo-byltingunni voru persóna ársins hjá Time.Nordicphotos/AFP#MeToo Konur rufu þögnina og skóku skemmtanabransann og stjórnmálin vestanhafs, sem og víðar, þegar þær greindu frá kynferðisofbeldi og kynferðislegri áreitni af hálfu valdamikilla karlmanna og samstarfsmanna sinna. Málið vakti svo mikla athygli að þau sem rufu þögnina voru útnefnd persóna ársins hjá Time. Ljóst er að lengi hafði þessi bylting kraumað undir yfirborðinu en með umfjöllun The New York Times um brot Harveys Weinstein kvikmyndaframleiðanda opnuðust flóðgáttirnar. Leikarar á borð við Kevin Spacey og Louis C.K. voru sakaðir um kynferðislega áreitni og ofbeldi. Þá má nefna stjórnmálamenn á borð við Demókratann Al Franken, sem sagði af sér öldungadeildarþingsæti vegna ásakananna, og Roy Moore, frambjóðanda Repúblikana í Alabama til öldungadeildar þingsins, sem ef til vill tapaði kosningum vegna ásakana kvenna sem voru undir átján ára aldri þegar brotin eiga að hafa átt sér stað. Eldri ásakanir gegn Trump voru rifjaðar upp. Byltingin var þó ekki bundin við Bandaríkin. Lýsti gífurlegur fjöldi kvenna úr öllum stéttum samfélagsins brotum gegn sér. Myllumerkið #MeToo varð einkennismerki og heiti byltingarinnar. Það er úr smiðju aktívistans Tarana Burke en hún hefur notað merkið í áratug. Í kjölfar frétta af máli Weinsteins birti leikkonan Alyssa Milano myllumerkið sem er nú alþekkt.Ofbeldi lögreglumanna á kjördag í Katalóníu þótti yfirdrifið. Þessir stúdentar mótmæltu aðgerðum lögreglu daginn eftir kjördag.vísir/epaSjálfstæði Sjálfstæðisbarátta tveggja þjóða harðnaði á árinu. Kúrdar og Katalónar samþykktu að lýsa yfir sjálfstæði í umdeildum kosningum.Katalónar gengu til kosninga þann 1. október eftir að dómstólar á Spáni höfðu úrskurðað að kosningarnar yrðu ólöglegar og ríkisstjórn Spánar krafist þess að þær yrðu ekki haldnar. Lögregla beitti mikilli hörku á kjördag og sambandssinnar sniðgengu kosningarnar sem skiluðu jákvæðri niðurstöðu. Við tók mikið fár og var um tíma óljóst hvort Katalónar hefðu lýst yfir sjálfstæði. Það gerði Carles Puigdemont, þáverandi héraðsforseti, þann 27. október. Rajoy forsætisráðherra leysti í kjölfarið upp þing, rak héraðsstjórnina og ríkissaksóknari ákærði alla ráðherra hennar. Kúrdar í Írakska Kúrdistan gengu til kosninga um sjálfstæði í septemberlok og samþykktu með yfirgnæfandi meirihluta að lýsa yfir sjálfstæði. Írakar álíta kosningarnar ólöglegar og hafa ekki viljað ræða við Kúrda um stofnun sjálfstæðs ríkis þeirra.Angela Merkel Þýskalandskanslari er enn í lykilstöðu eftir kosningar þar í landi. Hér svalar hún þorstanum í kosningabaráttunni með einum köldum.vísir/epaLýðræðið Gengið var til kosninga víða um heim. Kosningar í Bretlandi, Frakklandi, Þýskalandi, Austurríki, Japan og Kenýa voru að mörgu leyti sögulegar. Í Afríku varð uppi fótur og fit þegar hæstiréttur Kenýa ógilti forsetakosningar ágústmánaðar þar sem Raila Odinga laut í lægra haldi fyrir sitjandi forseta, Uhuru Kenyatta. Kosið var á ný í október en þar sem Odinga þótti ekki hafa verið gerðar nægilegar úrbætur á kosningakerfinu bauð hann sig ekki fram á ný. Kenyatta fékk yfirburðakosningu. Tvær af valdamestu þjóðum Asíu gengu til kosninga. Ram Nath Kovind úr ríkisstjórnarflokkinum BJP varð forseti í Indlandi. Þá tryggði Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, sér áframhaldandi meirihluta næstu árin. Hvergi var þó kosið jafnvíða og í Evrópu. Í mars varð Frelsisflokkur Geerts Wilders, þjóðernishyggjumanns sem ákærður hefur verið fyrir hatursorðræðu, næststærsti flokkur Hollands. Eftir 208 daga af stjórnarkreppu mynduðu fjórir flokkar ríkisstjórn og var Frelsisflokkurinn ekki í hópi þeirra. Í apríl varð Aleksandar Vucic, frambjóðandi Framsóknarflokksins í Serbíu, kjörinn forseti með meirihluta atkvæða. Þá varð Emmanuel Macron, frambjóðandi hins nýja flokks En Marche, forseti Frakklands eftir að hafa unnið yfirburðasigur á þjóðernishyggjukonunni Marine Le Pen. Nokkru síðar gengu Frakkar til þingkosninga og fékk flokkur Macrons meirihluta á þinginu. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, reyndi að treysta meirihluta sinn og reiddi sig á gott gengi í skoðanakönnunum þegar hún boðaði óvænt til kosninga í júní. Svo fór að Íhaldsflokkurinn tapaði sínum hreina meirihluta og reiðir sig nú á stuðning hins norðurírska DUP til að stýra Bretlandi. Frændur okkar í Noregi gengu til kosninga í september og fékk Verkamannaflokkurinn undir forystu Jonas Gahr Støre flest sæti. Erna Solberg úr Íhaldsflokknum hefur reynt að mynda ríkisstjórn, og reynir enn, en án árangurs. Kristilegir demókratar í Þýskalandi fengu flest sæti í kosningum septembermánaðar. Ekki hefur enn tekist að mynda stjórn þar í landi. Stjórn hefur hins vegar verið mynduð í Austurríki þar sem hinn 31 árs gamli Sebastian Kurz fer með forsætisráðuneytið. Sú stjórn er mynduð af Þjóðarflokknum og Frelsisflokknum sem báðir eru hallir undir þjóðernishyggju.Robert Mugabe hrökklaðist af forsetastóli í Simbabve eftir áratugalanga setu. Hinn útlægi Emmerson Mnangagwa tók við.Nordicphotos/AFPSviptingar í Afríku Árið gekk illa hjá tveimur af valdamestu mönnum Afríku. Forseti Simbabve þurfti að segja af sér og forseti Suður-Afríku er á útleið. Nóvembermánuður varð Robert Mugabe, þáverandi forseta Simbabve, erfiður. Þann 6. nóvember ákvað Mugabe að reka varaforseta sinn, Emmerson Mnangagwa. Studdi hann þar með forsetafrúna Grace Mugabe í baráttunni um að taka við af sér. Rúmri viku síðar tók herinn völdin í landinu og hneppti Mugabe í stofufangelsi. Sá sagði loks af sér og enginn annar en Mnangagwa sjálfur tók við. Eftir fjölda ásakana um spillingu var Jacob Zuma, forseta Suður-Afríku, steypt af stóli sem leiðtoga flokks síns, Afríska þjóðarráðsins, fyrr í vikunni. Hann verður ekki í framboði í forsetakosningum næsta árs.Konur í hersveitum uppreisnarmanna í Sýrlandi fögnuðu innilega og minntust hinna föllnu þegar þær unnu Rakka af hryðjuverkasamtökunum Íslamska ríkinu. Samtökin töpuðu einnig höfuðvígi sínu í Írak, Mósúl.Nordicphotos/AFPStríð og ofsóknir Enn deyja þúsundir í stríði víðs vegar í Mið-Austurlöndum. Hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við Íslamskt ríki eru á undanhaldi og ríkisstjórnarherinn í Sýrlandi beitti efnavopnum. Þann 4. apríl gerði ríkisstjórnarher Bashars al-Assad Sýrlandsforseta efnavopnaárás á bæinn Khan Sheikhoun. Assad-liðar neituðu því að um efnavopnaárás hefði verið að ræða en Sameinuðu þjóðirnar eru því ósammála. Rúmlega hundrað almennir borgarar fórust í árásinni og þremur dögum síðar skaut Bandaríkjaher 59 eldflaugum á flugstöðina þaðan sem árásin var trúlega gerð. Að öðru leyti hefur Assad fagnað sigrum á árinu í samstarfi við Rússa. Hefur hann lýst því yfir að liðsmenn ISIS séu nú á flótta eftir að þeir misstu síðasta stóra vígi sitt í Sýrlandi, Rakka. ISIS missti einnig írakskt höfuðvígi sitt, Mósúl, í hendur Íraksstjórnar. Ljóst er að kalífadæmið er á enda en hryðjuverkaárásir vígamanna ISIS ekki. Sú sem mest var fjallað um á árinu var trúlega árás Salman Ramadan Abedi, sem ISIS-liðar segja hermann sinn, á tónleika Ariönu Grande í Manchester. Drap hann þar 22, þar af allnokkur börn. Borgarastyrjöld ríkir enn í Jemen og hafa uppreisnarmennirnir Hútar í tvígang undanfarið skotið eldflaugum í átt að sádiarabísku höfuðborginni Riyadh. Sádi-Arabar eiga í köldu stríði við Írana en þeir styðja Húta í Jemen. Þá hafa yfirvöld í Mjanmar verið sökuð um að fremja þjóðernishreinsanir, jafnvel þjóðarmorð, á Róhingjum í Rakhine-héraði landsins. Frá því átök brutust út í ágúst hafa hundruð þúsunda flúið til Bangladess.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Fréttir ársins 2017 Nepal Rússarannsóknin Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Sjá meira