Borgin helga friði að fótakefli í áratugi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 7. desember 2017 06:00 "Jerúsalem er höfuðborg Palestínu,“ sagði á borða þessara Palestínumanna sem mótmæltu áformum Bandaríkjaforseta í gær. Þeir brenndu jafnframt ísraelska fánann og mynd af Trump forseta. vísir/afp Bandaríkjamenn ætla að færa sendiráð sitt í Ísrael frá Tel Avív til Jerúsalem. Í flutningunum er fólgin viðurkenning á því að hin sögufræga borg sé höfuðborg Ísraelsríkis. Um þetta tilkynnti Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, í gær. Með þessu skrefi yrðu Bandaríkin eina ríkið með sendiráð í Jerúsalem. Eins og stendur eru hins vegar 86 sendiráð í Tel Avív. Leiðtogar múslimaríkja og Vesturlanda vöruðu í gær við skrefinu. Sagði Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, til dæmis að hann hefði áhyggjur af ákvörðun Trumps. Það er ekki að ástæðulausu sem Jerúsalem er almennt ekki viðurkennd sem höfuðborg Ísraelsríkis. Borgin, sem hefur að geyma nokkra af helgustu stöðum kristni, íslams og gyðingdóms, hefur verið ásteytingarsteinn í átökum Ísraela og Palestínumanna í áratugi. Þegar Sameinuðu þjóðirnar samþykktu árið 1947 að skipta landsvæðinu á milli Araba og Ísraela var fyrirhugað að Jerúsalem yrði utan þess samkomulags. Hún yrði alþjóðleg borg. Þegar átökunum sem fylgdu í kjölfarið lauk árið 1949 voru Ísraelar hins vegar búnir að taka vesturhluta borgarinnar og Jórdanir stýrðu austurhlutanum. Þannig var staðan í átján ár allt þar til Ísraelar tóku Austur-Jerúsalem í sex daga stríðinu árið 1967. Allar götur síðan hafa Ísraelar stýrt borginni í heild þótt Palestínumenn sjálfir, sem og stærstur hluti alþjóðasamfélagsins, líti á Austur-Jerúsalem sem höfuðborg Palestínu. Ýmislegt hefur þó gerst undanfarin fimmtíu ár þótt Ísraelar hafi ekki misst tökin á Jerúsalem. Árið 1980 samþykkti ísraelska þingið frumvarp um að Jerúsalem yrði formlega höfuðborg ríkisins. Í kjölfarið færðu þau fáu ríki sem þar höfðu sendiráð aðstöðu sína til Tel Avív í mótmælaskyni. Kostaríka og El Salvador voru síðustu ríkin til þess árið 2006. Með gerð Óslóarsáttmálans árið 1993 var samþykkt að lokaniðurstaðan um hvernig skipta skyldi Jerúsalem, eða ekki, yrði rædd í framtíðinni. Með því að viðurkenna nú alla Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels þykir Trump Bandaríkjaforseti því vera að slá vopnin úr höndum Palestínumanna og gæti þessi ákvörðun sett strik í reikninginn þegar kemur að hinni svokölluðu tveggja ríkja lausn. Sú lausn gengur út á að báðar þjóðir fái sjálfstætt ríki og viðurkenni tilvist hvort annars. Nákvæmlega hvar þau landamæri muni liggja er deiluefni. Manuel Hassassian, ræðismaður Palestínumanna á Bretlandi, sagði við BBC að ákvörðun Bandaríkjaforseta væri dauðadómur yfir tveggja ríkja lausninni. Trump forseti lofaði í kosningabaráttu sinni að færa sendiráðið til Jerúsalem og segir ríkisstjórnin að með þessu skrefi sé einfaldlega verið að horfast í augu við raunveruleikann. Ákvörðunin muni á engan hátt skipta sköpum fyrir friðarviðræður. En Trump er langt frá því að vera fyrsti Bandaríkjamaðurinn sem vill flytja sendiráðið til Jerúsalem. Árið 1995 samþykkti fulltrúadeild Bandaríkjaþings frumvarp sem skuldbatt Bandaríkin til þess að flytja sendiráðið. Það var hins vegar aldrei gert og beittu þeir forsetar sem verið hafa við völd síðan, Bill Clinton, George W. Bush og Barack Obama, valdi sínu á hálfs árs fresti til þess að koma í veg fyrir flutningana. Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Sjá meira
Bandaríkjamenn ætla að færa sendiráð sitt í Ísrael frá Tel Avív til Jerúsalem. Í flutningunum er fólgin viðurkenning á því að hin sögufræga borg sé höfuðborg Ísraelsríkis. Um þetta tilkynnti Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, í gær. Með þessu skrefi yrðu Bandaríkin eina ríkið með sendiráð í Jerúsalem. Eins og stendur eru hins vegar 86 sendiráð í Tel Avív. Leiðtogar múslimaríkja og Vesturlanda vöruðu í gær við skrefinu. Sagði Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, til dæmis að hann hefði áhyggjur af ákvörðun Trumps. Það er ekki að ástæðulausu sem Jerúsalem er almennt ekki viðurkennd sem höfuðborg Ísraelsríkis. Borgin, sem hefur að geyma nokkra af helgustu stöðum kristni, íslams og gyðingdóms, hefur verið ásteytingarsteinn í átökum Ísraela og Palestínumanna í áratugi. Þegar Sameinuðu þjóðirnar samþykktu árið 1947 að skipta landsvæðinu á milli Araba og Ísraela var fyrirhugað að Jerúsalem yrði utan þess samkomulags. Hún yrði alþjóðleg borg. Þegar átökunum sem fylgdu í kjölfarið lauk árið 1949 voru Ísraelar hins vegar búnir að taka vesturhluta borgarinnar og Jórdanir stýrðu austurhlutanum. Þannig var staðan í átján ár allt þar til Ísraelar tóku Austur-Jerúsalem í sex daga stríðinu árið 1967. Allar götur síðan hafa Ísraelar stýrt borginni í heild þótt Palestínumenn sjálfir, sem og stærstur hluti alþjóðasamfélagsins, líti á Austur-Jerúsalem sem höfuðborg Palestínu. Ýmislegt hefur þó gerst undanfarin fimmtíu ár þótt Ísraelar hafi ekki misst tökin á Jerúsalem. Árið 1980 samþykkti ísraelska þingið frumvarp um að Jerúsalem yrði formlega höfuðborg ríkisins. Í kjölfarið færðu þau fáu ríki sem þar höfðu sendiráð aðstöðu sína til Tel Avív í mótmælaskyni. Kostaríka og El Salvador voru síðustu ríkin til þess árið 2006. Með gerð Óslóarsáttmálans árið 1993 var samþykkt að lokaniðurstaðan um hvernig skipta skyldi Jerúsalem, eða ekki, yrði rædd í framtíðinni. Með því að viðurkenna nú alla Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels þykir Trump Bandaríkjaforseti því vera að slá vopnin úr höndum Palestínumanna og gæti þessi ákvörðun sett strik í reikninginn þegar kemur að hinni svokölluðu tveggja ríkja lausn. Sú lausn gengur út á að báðar þjóðir fái sjálfstætt ríki og viðurkenni tilvist hvort annars. Nákvæmlega hvar þau landamæri muni liggja er deiluefni. Manuel Hassassian, ræðismaður Palestínumanna á Bretlandi, sagði við BBC að ákvörðun Bandaríkjaforseta væri dauðadómur yfir tveggja ríkja lausninni. Trump forseti lofaði í kosningabaráttu sinni að færa sendiráðið til Jerúsalem og segir ríkisstjórnin að með þessu skrefi sé einfaldlega verið að horfast í augu við raunveruleikann. Ákvörðunin muni á engan hátt skipta sköpum fyrir friðarviðræður. En Trump er langt frá því að vera fyrsti Bandaríkjamaðurinn sem vill flytja sendiráðið til Jerúsalem. Árið 1995 samþykkti fulltrúadeild Bandaríkjaþings frumvarp sem skuldbatt Bandaríkin til þess að flytja sendiráðið. Það var hins vegar aldrei gert og beittu þeir forsetar sem verið hafa við völd síðan, Bill Clinton, George W. Bush og Barack Obama, valdi sínu á hálfs árs fresti til þess að koma í veg fyrir flutningana.
Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Sjá meira