Árásin reynir á samband Bandaríkjanna við Rússa Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 8. apríl 2017 06:00 Ein Tomahawk-eldflauganna hefst á loft frá herskipi á Miðjarðarhafi. Nordicphotos/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fyrirskipaði í fyrrinótt árás á herflugvöllinn Shayrat í Sýrlandi. Bandarísk herskip á Miðjarðarhafi skutu 59 Tomahawk-eldflaugum á flugvöllinn með þeim afleiðingum að hann gereyðilagðist. Að minnsta kosti sex létu lífið samkvæmt BBC. Þá greinir BBC frá því að allir hinna látnu og alvarlega særðu hafi verið hermenn. Sýrlenskir ríkismiðlar segja níu hafa látið lífið, þar af fjóra almenna borgara. Ástæða þessara fyrstu beinu hernaðaraðgerða Bandaríkjanna gegn ríkisstjórn Bashars al-Assad Sýrlandsforseta er efnavopnaárás sem gerð var á bæinn Khan Sheikhoun fyrr í vikunni. Talið er að sýrlenskar þotur hafi lagt af stað frá Shayrat-flugvelli og varpað saríngasi á bæinn með þeim afleiðingum að um áttatíu almennir borgarar létu lífið. Þegar Trump ávarpaði þjóð sína, sem og heim allan, eftir árásina sagði hann al-Assad einræðisherra sem hefði „ráðist með hryllilegum hætti á almenna borgara með efnavopnum“. Hefðbundnir bandamenn Bandaríkjanna lýstu stuðningi við árásina. Í yfirlýsingu frá ríkisstjórn Bretlands segir meðal annars að hún sé viðeigandi svar við villimannslegri árás.Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er hann greindi frá árásinni.Nordicphotos/AFPÍ sameiginlegri yfirlýsingu François Hollande, forseta Frakklands, og Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, segir: „Al-Assad ber alla ábyrgð á því hvernig málin hafa þróast. Það má ekki sitja hjá og leyfa honum að komast upp með endurteknar efnavopnaárásir og skelfilega glæpi.“ Ljóst er að Rússar eru afar ósáttir við árásina en þeir hafa stutt ríkisstjórn al-Assads og meðal annars fengið að nota Shayrat-flugvöllinn í loftárásaraðgerðum sínum gegn uppreisnarmönnum. Í yfirlýsingu frá utanríkisráðuneyti Rússa segir að Bandaríkin hafi ákveðið að ráðast á ríki sem berjist gegn alþjóðlegum hryðjuverkasamtökum án þess að kynna sér staðreyndir málsins. Rússar, sem og Sýrlendingar, neita því að sýrlenski herinn hafi beitt efnavopnum. „Sjálf viðvera hermanna frá Bandaríkjunum og öðrum ríkjum í Sýrlandi án samþykkis ríkisstjórnarinnar eða öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna er augljóst brot á alþjóðalögum. Slíkt er ekki hægt að réttlæta,“ segir í tilkynningunni. „Rússar hafa endurtekið sagst tilbúnir að vinna að því að laga þau vandamál sem steðja að heiminum, einkum baráttunni gegn alþjóðlegum hryðjuverkasamtökum. Við munum hins vegar aldrei samþykkja einhliða aðgerðir gegn lögmætri ríkisstjórn Sýrlands.“ Vladimír Pútín Rússlandsforseti tók í sama streng. Í yfirlýsingu lýsti hann aðgerðum Bandaríkjahers sem árás á fullvalda ríki sem bryti gegn alþjóðalögum. Árásin væri mikill skellur fyrir samband Rússa og Bandaríkjamanna og markmið hennar hefði verið að draga athygli frá mannfalli almennra borgara í loftárásum Bandaríkjanna og bandamanna þeirra í Írak. Rússneska fréttastofan TASS greindi frá því í gær að herfreygátan Grigorovic aðmíráll væri á leiðinni á Miðjarðarhaf. Skipið er vopnað eldflaugum. Á fundi öryggisráðs SÞ í gær sagði Nikki Haley, fulltrúi Bandaríkjanna, að heimurinn biði eftir að Rússar sýndu ábyrgð í Sýrlandi og endurhugsuðu bandalag sitt við al-Assad. „Al-Assad gerði það sem hann gerði af því hann vissi að hann kæmist upp með það. Hann vissi að Rússar stæðu á bak við hann,“ sagði Haley. Fulltrúi Sýrlands, Mounzer Mounzer, sagði árás Bandaríkjahers senda hryðjuverkamönnum röng skilaboð. Nefndi hann ISIS sérstaklega. Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fyrirskipaði í fyrrinótt árás á herflugvöllinn Shayrat í Sýrlandi. Bandarísk herskip á Miðjarðarhafi skutu 59 Tomahawk-eldflaugum á flugvöllinn með þeim afleiðingum að hann gereyðilagðist. Að minnsta kosti sex létu lífið samkvæmt BBC. Þá greinir BBC frá því að allir hinna látnu og alvarlega særðu hafi verið hermenn. Sýrlenskir ríkismiðlar segja níu hafa látið lífið, þar af fjóra almenna borgara. Ástæða þessara fyrstu beinu hernaðaraðgerða Bandaríkjanna gegn ríkisstjórn Bashars al-Assad Sýrlandsforseta er efnavopnaárás sem gerð var á bæinn Khan Sheikhoun fyrr í vikunni. Talið er að sýrlenskar þotur hafi lagt af stað frá Shayrat-flugvelli og varpað saríngasi á bæinn með þeim afleiðingum að um áttatíu almennir borgarar létu lífið. Þegar Trump ávarpaði þjóð sína, sem og heim allan, eftir árásina sagði hann al-Assad einræðisherra sem hefði „ráðist með hryllilegum hætti á almenna borgara með efnavopnum“. Hefðbundnir bandamenn Bandaríkjanna lýstu stuðningi við árásina. Í yfirlýsingu frá ríkisstjórn Bretlands segir meðal annars að hún sé viðeigandi svar við villimannslegri árás.Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er hann greindi frá árásinni.Nordicphotos/AFPÍ sameiginlegri yfirlýsingu François Hollande, forseta Frakklands, og Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, segir: „Al-Assad ber alla ábyrgð á því hvernig málin hafa þróast. Það má ekki sitja hjá og leyfa honum að komast upp með endurteknar efnavopnaárásir og skelfilega glæpi.“ Ljóst er að Rússar eru afar ósáttir við árásina en þeir hafa stutt ríkisstjórn al-Assads og meðal annars fengið að nota Shayrat-flugvöllinn í loftárásaraðgerðum sínum gegn uppreisnarmönnum. Í yfirlýsingu frá utanríkisráðuneyti Rússa segir að Bandaríkin hafi ákveðið að ráðast á ríki sem berjist gegn alþjóðlegum hryðjuverkasamtökum án þess að kynna sér staðreyndir málsins. Rússar, sem og Sýrlendingar, neita því að sýrlenski herinn hafi beitt efnavopnum. „Sjálf viðvera hermanna frá Bandaríkjunum og öðrum ríkjum í Sýrlandi án samþykkis ríkisstjórnarinnar eða öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna er augljóst brot á alþjóðalögum. Slíkt er ekki hægt að réttlæta,“ segir í tilkynningunni. „Rússar hafa endurtekið sagst tilbúnir að vinna að því að laga þau vandamál sem steðja að heiminum, einkum baráttunni gegn alþjóðlegum hryðjuverkasamtökum. Við munum hins vegar aldrei samþykkja einhliða aðgerðir gegn lögmætri ríkisstjórn Sýrlands.“ Vladimír Pútín Rússlandsforseti tók í sama streng. Í yfirlýsingu lýsti hann aðgerðum Bandaríkjahers sem árás á fullvalda ríki sem bryti gegn alþjóðalögum. Árásin væri mikill skellur fyrir samband Rússa og Bandaríkjamanna og markmið hennar hefði verið að draga athygli frá mannfalli almennra borgara í loftárásum Bandaríkjanna og bandamanna þeirra í Írak. Rússneska fréttastofan TASS greindi frá því í gær að herfreygátan Grigorovic aðmíráll væri á leiðinni á Miðjarðarhaf. Skipið er vopnað eldflaugum. Á fundi öryggisráðs SÞ í gær sagði Nikki Haley, fulltrúi Bandaríkjanna, að heimurinn biði eftir að Rússar sýndu ábyrgð í Sýrlandi og endurhugsuðu bandalag sitt við al-Assad. „Al-Assad gerði það sem hann gerði af því hann vissi að hann kæmist upp með það. Hann vissi að Rússar stæðu á bak við hann,“ sagði Haley. Fulltrúi Sýrlands, Mounzer Mounzer, sagði árás Bandaríkjahers senda hryðjuverkamönnum röng skilaboð. Nefndi hann ISIS sérstaklega.
Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Sjá meira