Ekki hægt að útiloka þjóðarmorð í Mjanmar Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 6. desember 2017 07:00 Barn í Thyangkhali-flóttamannabúðum Róhingja í Bangladess. Nordicphotos/AFP Ekki er hægt að útiloka að aðgerðir stjórnvalda og hersins í Mjanmar gegn þjóðflokki Róhingja í Rakhine-héraði flokkist sem þjóðarmorð. Þetta staðhæfði Zeid Ra'ad al-Hussein, mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna, á fundi Mannréttindaráðs SÞ í Genf í gær. Til þessa hefur einungis verið talað um þjóðernishreinsanir. Rúmlega 600 þúsund Róhingjar hafa flúið frá Rakhine til Bangladess frá því í ágúst þegar herinn hóf aðgerðir sínar gegn þeim. Herinn hefur hins vegar hafnað því að um þjóðernishreinsanir sé að ræða sem og því að ráðist sé á almenna borgara. Einblínt sé á skæruliða. Stjórnvöld í Mjanmar og Bangladess komust í síðasta mánuði að samkomulagi um að hundruð þúsunda flóttamanna skyldu send til baka til Mjanmar. Hefur þetta samkomulag verið gagnrýnt harðlega. Zeid Ra'ad al-Hussein, mannréttindastjóri SÞ.Nordicphotos/AFP Zeid sagði á fundi gærdagsins að ekki ætti að senda Róhingja heim aftur nema viðvera mannréttindaeftirlitsmanna væri tryggð í héraðinu. Taldi hann upp ýmis brot sem herinn er sakaður um. Meðal annars um að skjóta, stinga og berja almenna borgara til bana. Þá var herinn sakaður um að varpa handsprengjum á almenna borgara og brenna hús með fjölskyldum innandyra. „Í ljósi þess að Róhingjar líta á sjálfa sig sem sjálfstæðan þjóðflokk með eigin tungu og menningu, og í ljósi þess að gerandinn í málinu telur Róhingja tilheyra öðrum þjóðflokki, þjóð, kynþætti eða trú, er rétt að spyrja hvort nokkur geti útilokað að um þjóðarmorð sé að ræða,“ sagði Zeid. Dómstólar myndu skera úr um hvort um þjóðarmorð væri að ræða. Htin Lynn, fulltrúi Mjanmar í ráðinu, neitaði því að fyrrnefnd brot hefðu átt sér stað. Sagði hann jafnframt að yfirvöld í Mjanmar og Bangladess væru að vinna saman að fyrrnefndri heimkomu flóttamannanna. Ekki yrðu settar upp sérstakar búðir í Mjanmar og Sameinuðu þjóðirnar fengju að koma að heimkomunni. Lynn vildi þó ekki samþykkja að tryggja óhindraðan aðgang rannsakenda og eftirlitsmanna. Birtist í Fréttablaðinu Mjanmar Róhingjar Tengdar fréttir Segir framgönguna skólabókardæmi um þjóðernishreinsun Yfirmaður hjá Sameinuðu þjóðunum segir aðgerðir stjórnvalda í Mjanmar gegn Rohingya-múslimum "skólabókardæmi um þjóðernishreinsun.“ 11. september 2017 08:38 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira
Ekki er hægt að útiloka að aðgerðir stjórnvalda og hersins í Mjanmar gegn þjóðflokki Róhingja í Rakhine-héraði flokkist sem þjóðarmorð. Þetta staðhæfði Zeid Ra'ad al-Hussein, mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna, á fundi Mannréttindaráðs SÞ í Genf í gær. Til þessa hefur einungis verið talað um þjóðernishreinsanir. Rúmlega 600 þúsund Róhingjar hafa flúið frá Rakhine til Bangladess frá því í ágúst þegar herinn hóf aðgerðir sínar gegn þeim. Herinn hefur hins vegar hafnað því að um þjóðernishreinsanir sé að ræða sem og því að ráðist sé á almenna borgara. Einblínt sé á skæruliða. Stjórnvöld í Mjanmar og Bangladess komust í síðasta mánuði að samkomulagi um að hundruð þúsunda flóttamanna skyldu send til baka til Mjanmar. Hefur þetta samkomulag verið gagnrýnt harðlega. Zeid Ra'ad al-Hussein, mannréttindastjóri SÞ.Nordicphotos/AFP Zeid sagði á fundi gærdagsins að ekki ætti að senda Róhingja heim aftur nema viðvera mannréttindaeftirlitsmanna væri tryggð í héraðinu. Taldi hann upp ýmis brot sem herinn er sakaður um. Meðal annars um að skjóta, stinga og berja almenna borgara til bana. Þá var herinn sakaður um að varpa handsprengjum á almenna borgara og brenna hús með fjölskyldum innandyra. „Í ljósi þess að Róhingjar líta á sjálfa sig sem sjálfstæðan þjóðflokk með eigin tungu og menningu, og í ljósi þess að gerandinn í málinu telur Róhingja tilheyra öðrum þjóðflokki, þjóð, kynþætti eða trú, er rétt að spyrja hvort nokkur geti útilokað að um þjóðarmorð sé að ræða,“ sagði Zeid. Dómstólar myndu skera úr um hvort um þjóðarmorð væri að ræða. Htin Lynn, fulltrúi Mjanmar í ráðinu, neitaði því að fyrrnefnd brot hefðu átt sér stað. Sagði hann jafnframt að yfirvöld í Mjanmar og Bangladess væru að vinna saman að fyrrnefndri heimkomu flóttamannanna. Ekki yrðu settar upp sérstakar búðir í Mjanmar og Sameinuðu þjóðirnar fengju að koma að heimkomunni. Lynn vildi þó ekki samþykkja að tryggja óhindraðan aðgang rannsakenda og eftirlitsmanna.
Birtist í Fréttablaðinu Mjanmar Róhingjar Tengdar fréttir Segir framgönguna skólabókardæmi um þjóðernishreinsun Yfirmaður hjá Sameinuðu þjóðunum segir aðgerðir stjórnvalda í Mjanmar gegn Rohingya-múslimum "skólabókardæmi um þjóðernishreinsun.“ 11. september 2017 08:38 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira
Segir framgönguna skólabókardæmi um þjóðernishreinsun Yfirmaður hjá Sameinuðu þjóðunum segir aðgerðir stjórnvalda í Mjanmar gegn Rohingya-múslimum "skólabókardæmi um þjóðernishreinsun.“ 11. september 2017 08:38