Nærri fjörutíu ára valdaskeið nú á enda Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 22. nóvember 2017 07:00 Starfsmenn þingsins glöddust þegar mynd af Mugabe var tekin niður af vegg í þingsalnum. Nordicphotos/AFP Robert Mugabe sagði af sér forsetaembætti í gær. Hann hafði verið við völd allt frá því hann tilkynnti um að nafni ríkisins Ródesíu skyldi breytt í Simbabve árið 1980. Mugabe varð forsætisráðherra en við stjórnarskrárbreytingar árið 1987 var forsetaembætti stofnað og settist Mugabe í stólinn. Þar sat hann þangað til í gær. Ekki er líklegt að Mugabe hyggi á endurkomu í stjórnmálin, enda 93 ára gamall. Þessari nærri fjögurra áratuga valdatíð Simbabvemannsins lauk í raun í síðustu viku þegar herinn tók völdin í landinu og hneppti Mugabe í stofufangelsi. Ljóst var að Mugabe yrði skipt út og var þrýstingurinn á forsetann fráfarandi mikill. Ástæðan fyrir aðgerðum hersins er talin ákvörðun Mugabe um að reka varaforsetann Emmerson Mnangagwa úr embætti. Sá þótti líklegur eftirmaður forsetans en Grace Mugabe forsetafrú sóttist einnig eftir forsetastólnum. Simbabveska þingið kom saman í gær og ræddi embættissviptingartillögu og ákæru á hendur Mugabe. En umræðunni um tillöguna var hætt þegar þingforsetinn Jacob Mudenda las bréf sem barst óvænt frá forseta. Þar tilkynnti Mugabe um afsögn sína, sagði ákvörðunina tekna af frjálsum vilja og að hún væri nauðsynleg svo hægt væri að skipta um stjórn með friðsamlegum hætti. Áður hafði Mugabe neitað að segja af sér. Mudenda sagði jafnframt að tilkynnt yrði um nýjan forseta á morgun. Talið er næstum öruggt að sá verði Mnangagwa. Miðað við myndir og myndskeið sem birtust af augnablikinu sem Mudenda las bréfið var meginþorri þingmanna kampakátur. Óhætt er að segja að fagnaðarlæti hafi brotist út á þinginu en yfirgnæfandi meirihluti var talinn fyrir embættissviptingartillögunni. Um það voru þingmenn stjórnarandstöðu og þingmenn ríkisstjórnarflokksins, og flokks Mugabe, Zanu-PF, flestir sammála. Á meðan heimspressan fjallaði um afsögnina og viðbrögð þingsins sýndi simbabveska ríkissjónvarpið, ZBC, þátt um landbúnað. Ríkisblaðið Herald var þó sneggra að greina frá fréttunum á vefsíðu sinni, en miðillinn þykir afar hliðhollur Zanu-PF. „Umræðurnar eru skyndilega hættar og nú lýsir þingforsetinn því yfir að þeim verði ekki haldið áfram. Hann segir að Mugabe forseti hafi sagt af sér. Fagnaðarlæti brjótast út í salnum og þingforsetinn á erfitt með að hafa hemil á viðstöddum,“ sagði í beinni lýsingu Herald. Þingmenn báru þungar sakir á Mugabe þegar rætt var um tillöguna. Monica Mutsvangwa, fyrsti flutningsmaður tillögunnar og þingmaður Zanu-PF, sagði að Mugabe væri orðinn gamall og að teyma þyrfti hann í gegnum hin ýmsu verk. Því væri hann ekki lengur hæfur til að gegna embættinu. Mutsvangwa sagði jafnframt að Mugabe hefði ekkert gert til að stemma stigu við spillingu í Simbabve. Í tillögunni sjálfri var Mugabe sagður hafa látið eiginkonu sína um störf forseta, til að mynda hafi henni verið leyft að skipa ráðherra. Var Mugabe sakaður um alvarleg afglöp í starfi, brot gegn stjórnarskránni og vanhæfi til að gegna starfi forseta sökum líkamlegs eða andlegs ástands. Ekki voru þó allir ósáttir við Mugabe. Ráðherra framhaldsmenntunar hjá menntamálaráðuneytinu, Jonathan Moyo, tísti eftirfarandi skilaboðum til fylgjenda sinna: „Það mun aldrei neinn líkjast félaga Robert Mugabe. Ég er þakklátur fyrir það tækifæri að hafa fengið að þjóna landi mínu undir leiðsögn hans. Ég er stoltur af því að hafa staðið með þessum stórkostlega leiðtoga á þessum erfiðu lokadögum forsetatíðar hans.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Robert Mugabe sagði af sér forsetaembætti í gær. Hann hafði verið við völd allt frá því hann tilkynnti um að nafni ríkisins Ródesíu skyldi breytt í Simbabve árið 1980. Mugabe varð forsætisráðherra en við stjórnarskrárbreytingar árið 1987 var forsetaembætti stofnað og settist Mugabe í stólinn. Þar sat hann þangað til í gær. Ekki er líklegt að Mugabe hyggi á endurkomu í stjórnmálin, enda 93 ára gamall. Þessari nærri fjögurra áratuga valdatíð Simbabvemannsins lauk í raun í síðustu viku þegar herinn tók völdin í landinu og hneppti Mugabe í stofufangelsi. Ljóst var að Mugabe yrði skipt út og var þrýstingurinn á forsetann fráfarandi mikill. Ástæðan fyrir aðgerðum hersins er talin ákvörðun Mugabe um að reka varaforsetann Emmerson Mnangagwa úr embætti. Sá þótti líklegur eftirmaður forsetans en Grace Mugabe forsetafrú sóttist einnig eftir forsetastólnum. Simbabveska þingið kom saman í gær og ræddi embættissviptingartillögu og ákæru á hendur Mugabe. En umræðunni um tillöguna var hætt þegar þingforsetinn Jacob Mudenda las bréf sem barst óvænt frá forseta. Þar tilkynnti Mugabe um afsögn sína, sagði ákvörðunina tekna af frjálsum vilja og að hún væri nauðsynleg svo hægt væri að skipta um stjórn með friðsamlegum hætti. Áður hafði Mugabe neitað að segja af sér. Mudenda sagði jafnframt að tilkynnt yrði um nýjan forseta á morgun. Talið er næstum öruggt að sá verði Mnangagwa. Miðað við myndir og myndskeið sem birtust af augnablikinu sem Mudenda las bréfið var meginþorri þingmanna kampakátur. Óhætt er að segja að fagnaðarlæti hafi brotist út á þinginu en yfirgnæfandi meirihluti var talinn fyrir embættissviptingartillögunni. Um það voru þingmenn stjórnarandstöðu og þingmenn ríkisstjórnarflokksins, og flokks Mugabe, Zanu-PF, flestir sammála. Á meðan heimspressan fjallaði um afsögnina og viðbrögð þingsins sýndi simbabveska ríkissjónvarpið, ZBC, þátt um landbúnað. Ríkisblaðið Herald var þó sneggra að greina frá fréttunum á vefsíðu sinni, en miðillinn þykir afar hliðhollur Zanu-PF. „Umræðurnar eru skyndilega hættar og nú lýsir þingforsetinn því yfir að þeim verði ekki haldið áfram. Hann segir að Mugabe forseti hafi sagt af sér. Fagnaðarlæti brjótast út í salnum og þingforsetinn á erfitt með að hafa hemil á viðstöddum,“ sagði í beinni lýsingu Herald. Þingmenn báru þungar sakir á Mugabe þegar rætt var um tillöguna. Monica Mutsvangwa, fyrsti flutningsmaður tillögunnar og þingmaður Zanu-PF, sagði að Mugabe væri orðinn gamall og að teyma þyrfti hann í gegnum hin ýmsu verk. Því væri hann ekki lengur hæfur til að gegna embættinu. Mutsvangwa sagði jafnframt að Mugabe hefði ekkert gert til að stemma stigu við spillingu í Simbabve. Í tillögunni sjálfri var Mugabe sagður hafa látið eiginkonu sína um störf forseta, til að mynda hafi henni verið leyft að skipa ráðherra. Var Mugabe sakaður um alvarleg afglöp í starfi, brot gegn stjórnarskránni og vanhæfi til að gegna starfi forseta sökum líkamlegs eða andlegs ástands. Ekki voru þó allir ósáttir við Mugabe. Ráðherra framhaldsmenntunar hjá menntamálaráðuneytinu, Jonathan Moyo, tísti eftirfarandi skilaboðum til fylgjenda sinna: „Það mun aldrei neinn líkjast félaga Robert Mugabe. Ég er þakklátur fyrir það tækifæri að hafa fengið að þjóna landi mínu undir leiðsögn hans. Ég er stoltur af því að hafa staðið með þessum stórkostlega leiðtoga á þessum erfiðu lokadögum forsetatíðar hans.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira