Um Plastbarkamálið Ingólfur Bruun skrifar 7. desember 2017 07:00 Plastbarkamálið er athyglisvert fyrir margra hluta sakir og mörg eru fórnarlömb ítalska læknisins Paolo Macchiarini, sjúklingar, læknar og stofnanir. Að mati undirritaðs er Paolo það sem kallað er á ensku „con man“ eða það sem við getum kallað blekkingameistari, þ.e.a.s. aðili sem nær trausti samferðarfólks og nýtir sér það til blekkinga. Tvö af fórnarlömbum Macchiarini eru Tómas Guðbjartsson læknir og Andemariam Beyene heitinn. Tómas var fórnarlamb Macchiarini sem læknir sem beittur var blekkingum til að stuðla að því að framkvæmd var aðgerð á mjög vafasömum forsendum ef grannt var skoðað. Andemariam var sjúklingur sem gaf samþykki sitt fyrir aðgerð á sjálfum sér sem var vafasöm og leiddi síðar til dauða hans. Tómasi er nú legið á hálsi fyrir að hafa treyst ráðgjöf frá starfsfólki Karolinska sjúkrahússins en Macchiarini var starfsmaður þess. Ef Macchiarini tókst að blekkja kerfið hjá Karolinska hvernig átti þá Tómas og Andemariam að gruna að Macchiarini væri jafn óvandaður og síðar hefur komið í ljós? Það er auðvelt að setja sig í dómarasæti eftir á þegar staðreyndir máls liggja fyrir. Tvær af staðreyndum málsins eru þær að Karolinska treysti Macchiarini og Tómas treysti Karolinska. Mér hefði þótt fróðlegt að hitta lækni, áður en þetta mál kom upp, sem hefði vantreyst ráðgjöf og meðferð Karolinska. Vegna málsins hefur Tómasi verið tímabundið vikið frá störfum. Þetta er miður. Íslenskt heilbrigðiskerfi hefur ekki efni á að setja til hliðar einn af sínum færustu læknum vegna þess að hann var blekktur til að samþykkja og taka þátt í aðgerð sem dró sjúkling að lokum til dauða. Ef um ásetning eða vítavert gáleysi hefði verið að ræða hjá Tómasi hefði tímabundin brottvikning horft öðru vísi við. Að mínu mati var hvorugu til að dreifa af hálfu hans í þessu máli. Gera á Tómasi kleift að snúa nú þegar aftur til fyrri starfa. Í fyrri störfum mínum sem rannsóknarlögreglumaður kom ég að málum þar sem einstaklingum tókst að blekkja samferðarfólk sitt á undraverðan hátt. Jafnvel grandvarasta fólk hefur látið blekkjast. Þess vegna skyldi fara varlega að setja sig í dómarasæti í málum þar sem blekkingameistarar hafa náð sínu fram því áður en við vitum af getum við öll orðið fórnarlömb slíkra. Höfundur er leiðsögumaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Plastbarkamálið Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Plastbarkamálið er athyglisvert fyrir margra hluta sakir og mörg eru fórnarlömb ítalska læknisins Paolo Macchiarini, sjúklingar, læknar og stofnanir. Að mati undirritaðs er Paolo það sem kallað er á ensku „con man“ eða það sem við getum kallað blekkingameistari, þ.e.a.s. aðili sem nær trausti samferðarfólks og nýtir sér það til blekkinga. Tvö af fórnarlömbum Macchiarini eru Tómas Guðbjartsson læknir og Andemariam Beyene heitinn. Tómas var fórnarlamb Macchiarini sem læknir sem beittur var blekkingum til að stuðla að því að framkvæmd var aðgerð á mjög vafasömum forsendum ef grannt var skoðað. Andemariam var sjúklingur sem gaf samþykki sitt fyrir aðgerð á sjálfum sér sem var vafasöm og leiddi síðar til dauða hans. Tómasi er nú legið á hálsi fyrir að hafa treyst ráðgjöf frá starfsfólki Karolinska sjúkrahússins en Macchiarini var starfsmaður þess. Ef Macchiarini tókst að blekkja kerfið hjá Karolinska hvernig átti þá Tómas og Andemariam að gruna að Macchiarini væri jafn óvandaður og síðar hefur komið í ljós? Það er auðvelt að setja sig í dómarasæti eftir á þegar staðreyndir máls liggja fyrir. Tvær af staðreyndum málsins eru þær að Karolinska treysti Macchiarini og Tómas treysti Karolinska. Mér hefði þótt fróðlegt að hitta lækni, áður en þetta mál kom upp, sem hefði vantreyst ráðgjöf og meðferð Karolinska. Vegna málsins hefur Tómasi verið tímabundið vikið frá störfum. Þetta er miður. Íslenskt heilbrigðiskerfi hefur ekki efni á að setja til hliðar einn af sínum færustu læknum vegna þess að hann var blekktur til að samþykkja og taka þátt í aðgerð sem dró sjúkling að lokum til dauða. Ef um ásetning eða vítavert gáleysi hefði verið að ræða hjá Tómasi hefði tímabundin brottvikning horft öðru vísi við. Að mínu mati var hvorugu til að dreifa af hálfu hans í þessu máli. Gera á Tómasi kleift að snúa nú þegar aftur til fyrri starfa. Í fyrri störfum mínum sem rannsóknarlögreglumaður kom ég að málum þar sem einstaklingum tókst að blekkja samferðarfólk sitt á undraverðan hátt. Jafnvel grandvarasta fólk hefur látið blekkjast. Þess vegna skyldi fara varlega að setja sig í dómarasæti í málum þar sem blekkingameistarar hafa náð sínu fram því áður en við vitum af getum við öll orðið fórnarlömb slíkra. Höfundur er leiðsögumaður.
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun