Um Plastbarkamálið Ingólfur Bruun skrifar 7. desember 2017 07:00 Plastbarkamálið er athyglisvert fyrir margra hluta sakir og mörg eru fórnarlömb ítalska læknisins Paolo Macchiarini, sjúklingar, læknar og stofnanir. Að mati undirritaðs er Paolo það sem kallað er á ensku „con man“ eða það sem við getum kallað blekkingameistari, þ.e.a.s. aðili sem nær trausti samferðarfólks og nýtir sér það til blekkinga. Tvö af fórnarlömbum Macchiarini eru Tómas Guðbjartsson læknir og Andemariam Beyene heitinn. Tómas var fórnarlamb Macchiarini sem læknir sem beittur var blekkingum til að stuðla að því að framkvæmd var aðgerð á mjög vafasömum forsendum ef grannt var skoðað. Andemariam var sjúklingur sem gaf samþykki sitt fyrir aðgerð á sjálfum sér sem var vafasöm og leiddi síðar til dauða hans. Tómasi er nú legið á hálsi fyrir að hafa treyst ráðgjöf frá starfsfólki Karolinska sjúkrahússins en Macchiarini var starfsmaður þess. Ef Macchiarini tókst að blekkja kerfið hjá Karolinska hvernig átti þá Tómas og Andemariam að gruna að Macchiarini væri jafn óvandaður og síðar hefur komið í ljós? Það er auðvelt að setja sig í dómarasæti eftir á þegar staðreyndir máls liggja fyrir. Tvær af staðreyndum málsins eru þær að Karolinska treysti Macchiarini og Tómas treysti Karolinska. Mér hefði þótt fróðlegt að hitta lækni, áður en þetta mál kom upp, sem hefði vantreyst ráðgjöf og meðferð Karolinska. Vegna málsins hefur Tómasi verið tímabundið vikið frá störfum. Þetta er miður. Íslenskt heilbrigðiskerfi hefur ekki efni á að setja til hliðar einn af sínum færustu læknum vegna þess að hann var blekktur til að samþykkja og taka þátt í aðgerð sem dró sjúkling að lokum til dauða. Ef um ásetning eða vítavert gáleysi hefði verið að ræða hjá Tómasi hefði tímabundin brottvikning horft öðru vísi við. Að mínu mati var hvorugu til að dreifa af hálfu hans í þessu máli. Gera á Tómasi kleift að snúa nú þegar aftur til fyrri starfa. Í fyrri störfum mínum sem rannsóknarlögreglumaður kom ég að málum þar sem einstaklingum tókst að blekkja samferðarfólk sitt á undraverðan hátt. Jafnvel grandvarasta fólk hefur látið blekkjast. Þess vegna skyldi fara varlega að setja sig í dómarasæti í málum þar sem blekkingameistarar hafa náð sínu fram því áður en við vitum af getum við öll orðið fórnarlömb slíkra. Höfundur er leiðsögumaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Plastbarkamálið Mest lesið Halldór 15.11.2025 Halldór Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Plastbarkamálið er athyglisvert fyrir margra hluta sakir og mörg eru fórnarlömb ítalska læknisins Paolo Macchiarini, sjúklingar, læknar og stofnanir. Að mati undirritaðs er Paolo það sem kallað er á ensku „con man“ eða það sem við getum kallað blekkingameistari, þ.e.a.s. aðili sem nær trausti samferðarfólks og nýtir sér það til blekkinga. Tvö af fórnarlömbum Macchiarini eru Tómas Guðbjartsson læknir og Andemariam Beyene heitinn. Tómas var fórnarlamb Macchiarini sem læknir sem beittur var blekkingum til að stuðla að því að framkvæmd var aðgerð á mjög vafasömum forsendum ef grannt var skoðað. Andemariam var sjúklingur sem gaf samþykki sitt fyrir aðgerð á sjálfum sér sem var vafasöm og leiddi síðar til dauða hans. Tómasi er nú legið á hálsi fyrir að hafa treyst ráðgjöf frá starfsfólki Karolinska sjúkrahússins en Macchiarini var starfsmaður þess. Ef Macchiarini tókst að blekkja kerfið hjá Karolinska hvernig átti þá Tómas og Andemariam að gruna að Macchiarini væri jafn óvandaður og síðar hefur komið í ljós? Það er auðvelt að setja sig í dómarasæti eftir á þegar staðreyndir máls liggja fyrir. Tvær af staðreyndum málsins eru þær að Karolinska treysti Macchiarini og Tómas treysti Karolinska. Mér hefði þótt fróðlegt að hitta lækni, áður en þetta mál kom upp, sem hefði vantreyst ráðgjöf og meðferð Karolinska. Vegna málsins hefur Tómasi verið tímabundið vikið frá störfum. Þetta er miður. Íslenskt heilbrigðiskerfi hefur ekki efni á að setja til hliðar einn af sínum færustu læknum vegna þess að hann var blekktur til að samþykkja og taka þátt í aðgerð sem dró sjúkling að lokum til dauða. Ef um ásetning eða vítavert gáleysi hefði verið að ræða hjá Tómasi hefði tímabundin brottvikning horft öðru vísi við. Að mínu mati var hvorugu til að dreifa af hálfu hans í þessu máli. Gera á Tómasi kleift að snúa nú þegar aftur til fyrri starfa. Í fyrri störfum mínum sem rannsóknarlögreglumaður kom ég að málum þar sem einstaklingum tókst að blekkja samferðarfólk sitt á undraverðan hátt. Jafnvel grandvarasta fólk hefur látið blekkjast. Þess vegna skyldi fara varlega að setja sig í dómarasæti í málum þar sem blekkingameistarar hafa náð sínu fram því áður en við vitum af getum við öll orðið fórnarlömb slíkra. Höfundur er leiðsögumaður.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar