Körfubolti

Frábær leikur Westbrook dugði ekki til sigurs | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Stórkostlegur leikmaður.
Stórkostlegur leikmaður. Vísir/Getty
Russell Westbrook átti enn einn stórleikinn fyrir Oklahoma City Thunder í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en það dugði skammt því liðið hans tapaði á útivelli fyrir Brooklyn Nets, 100-95.

Westbrook skoraði 31 stig, tók átta fráköst og gaf sex stoðsendingar en Rondae Hollis Jefferson skoraði 17 stig fyrir heimamenn í Brooklyn.

OKC er enn þá fyrir utan úrslitakeppnissætin en það er í níunda sæti vesturdeildarinnar með ellefu sigra og þrettán töp.

Houston Rockets heldur, aftur á móti, toppsætinu í vesturdeildinni þar sem það er með nítján sigra og fjögur töp eftir að leggja Utah Jazz að velli í nótt, 112-101, á útivelli.

James Harden var stigahæstur að vanda fyrir Houston en hann skoraði 29 stig. Chris Paul skoraði 18 stig, tók níu fráköst og gaf þrettán stoðsendingar.

Úrslit næturinnar:

Philadelphia 76ers - LA Lakers 104-107

Phoenix Suns - Washington Wizards 99-109

Brooklyn Nets - Oklahoma City Thunder 100-95

Utah Jazz - Houston Rockets 101-112

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×