Lyfta þarf lífeyri langt upp fyrir fátæktarmörk! Björgvin Guðmundsson skrifar 24. nóvember 2017 07:00 Ákveðið er að nýtt Alþingi komi saman í síðasta lagi um mánaðamótin nóvember/desember. Afgreiða þarf fjárlög fyrir áramót. Væntanlega tekur nýtt Alþingi betur á kjaramálum aldraðra og öryrkja en gamla þingið gerði. Því miður hafði gamla þingið lítinn áhuga á að bæta kjör aldraðra og öryrkja. Það, sem var gert á því sviði, var of lítið og of seint.Lífeyrir hækki í 320 þúsund á mánuði eftir skatt Miðað við kosningastefnuskrár stjórnmálaflokkanna er ekki að búast við miklum afrekum Alþingis á þessu sviði. Það sem stjórnmálaflokkarnir boðuðu fyrst og fremst var að láta lífeyri aldraðra og öryrkja fylgja lágmarkslaunum verkafólks. Það er of lítið. Það dugar ekki. Það þýðir, að lífeyrir eigi áfram að vera við fátæktarmörk. Tveir flokkar boðuðu róttækari stefnu, Flokkur fólksins og Píratar, en þeir komast ekki í stjórn. Lágmarkslaun eru nú 230 þúsund kr. eftir skatt, hjá einstaklingum. Þau eiga að hækka um 12 þúsund kr. á mánuði 2018. Það er hlægileg hækkun og skiptir engu máli. Eftir sem áður verða lægst launuðu verkamenn með laun við fátæktarmörk. Það er til skammar, að verkalýðshreyfingin skuli líða svo lág laun. Hún mun afsaka sig með því, að mjög fáir séu á lágmarkslaunum. Aðeins um 5 prósent munu vera á þessum lægsta taxta og sem betur fer komast flestir á hærri taxta. En því ámælisverðara er það að miða lífeyri aldraðra og öryrkja við pappírstaxta. Alþingi verður að grípa hér í taumana og hætta að miða við lágmarkslaun, sem fáir eru á, og ákveða lífeyri þess í stað þannig, að unnt sé að lifa sómasamlegu lífi af honum. Ég hef lagt til, að lífeyrir verði ákveðinn 320 þúsund kr. á mánuði eftir skatt. Það er myndarleg hækkun eða um 90 þúsund kr. á mánuði eftir skatt. Ef það þykir of mikil hækkun í einum áfanga má veita þessa hækkun í tvennu lagi, þannig að í fyrstu kæmi 45 þús kr. hækkun. Það er aðeins brot af þeirri hækkun sem þingmenn sjálfir fengu en hún nam nokkur hundruð þúsund krónum og laun þeirra fóru í 1,1 milljón, miðað við 197-230 þúsund á mánuði hjá öldruðum og öryrkjum. Þingmenn ættu að fara að hugsa sjálfsætt og lyfta lífeyri upp fyrir fátæktarmörk og ákveða þetta sjálfir í stað þess að bíða eftir ráðherrunum.Frítekjumark vegna atvinnutekna hækkar Allir stjórnmálaflokkar kváðust vilja hækka frítekjumark vegna atvinnutekna. Flokkarnir vildu ýmist hækka það í 100 þúsund kr. eða 109 þúsund á mánuði eða afnema frítekjumarkið alveg, þannig að það væri frjálst fyrir eldri borgara að vinna á vinnumarkaðnum án þess að sæta skerðingu hjá TR. Hins vegar var lítið talað um að afnema skerðingar vegna annarra tekna. Mikilvægast er að afnema skerðingar vegna greiðslna úr lífeyrissjóði enda eiga sjóðfélagar lífeyrinn í lífeyrissjóðunum og því er það fáheyrt að stjórnvöld skuli skerða lífeyri þeirra frá almannatryggingum vegna lífeyrissjóðanna. Það er sjálfsagt og eðlilegt að eldri borgarar geti farið út á vinnumarkaðinn að vinna, ef þeir kjósa svo, en þeir sem misst hafa heilsuna eða eru lélegir til heilsunnar geta ekki nýtt sér það. Aðrir eldri borgarar vilja eiga náðugt ævikvöld og vilja því ekki vinna á ellilífeyrisaldri. Þeir eru líka búnir að skila sínu vinnuframlagi til þjóðarbúsins.Veita þarf öldruðum húsnæðisstuðning Staða aldraðra er mjög misjöfn og fer m.a. mjög eftir húsnæðiskostnaði. Þeir, sem eiga skuldlítið húsnæði, eru mun betur settir en þeir sem þurfa að leigja sér húsnæði. Húsaleiga hefur hækkað gífurlega mikið síðustu árin og er orðið mjög erfitt fyrir aldraða að leigja sér húsnæði þrátt fyrir húsaleigubætur. Er nauðsynlegt að hækka húsaleigubætur verulega til þess að aldraðir og láglaunafólk geti leigt sér húsnæði. Einnig þyrfti að hækka vaxtabætur til þess að koma til móts við aldraða og láglaunafólk, sem á erfitt með að greiða af íbúðum sínum. Hækka þarf skattleysismörkin en þau hafa ekki hækkað í samræmi við hækkun neysluvísitölu. Hækkun skattleysismarka væri góð kjarabót bæði fyrir aldraða og láglaunafólk. Höfundur er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Orka flækt í þungu regluverki Sigurður Steinar Ásgeirsson Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Hagaðilar, samheldni og sjálfbærni Hrund Gunnsteinsdóttir Skoðun Vandað verklag við aðhald í ríkisrekstri Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason Skoðun Skoðun Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Sjá meira
Ákveðið er að nýtt Alþingi komi saman í síðasta lagi um mánaðamótin nóvember/desember. Afgreiða þarf fjárlög fyrir áramót. Væntanlega tekur nýtt Alþingi betur á kjaramálum aldraðra og öryrkja en gamla þingið gerði. Því miður hafði gamla þingið lítinn áhuga á að bæta kjör aldraðra og öryrkja. Það, sem var gert á því sviði, var of lítið og of seint.Lífeyrir hækki í 320 þúsund á mánuði eftir skatt Miðað við kosningastefnuskrár stjórnmálaflokkanna er ekki að búast við miklum afrekum Alþingis á þessu sviði. Það sem stjórnmálaflokkarnir boðuðu fyrst og fremst var að láta lífeyri aldraðra og öryrkja fylgja lágmarkslaunum verkafólks. Það er of lítið. Það dugar ekki. Það þýðir, að lífeyrir eigi áfram að vera við fátæktarmörk. Tveir flokkar boðuðu róttækari stefnu, Flokkur fólksins og Píratar, en þeir komast ekki í stjórn. Lágmarkslaun eru nú 230 þúsund kr. eftir skatt, hjá einstaklingum. Þau eiga að hækka um 12 þúsund kr. á mánuði 2018. Það er hlægileg hækkun og skiptir engu máli. Eftir sem áður verða lægst launuðu verkamenn með laun við fátæktarmörk. Það er til skammar, að verkalýðshreyfingin skuli líða svo lág laun. Hún mun afsaka sig með því, að mjög fáir séu á lágmarkslaunum. Aðeins um 5 prósent munu vera á þessum lægsta taxta og sem betur fer komast flestir á hærri taxta. En því ámælisverðara er það að miða lífeyri aldraðra og öryrkja við pappírstaxta. Alþingi verður að grípa hér í taumana og hætta að miða við lágmarkslaun, sem fáir eru á, og ákveða lífeyri þess í stað þannig, að unnt sé að lifa sómasamlegu lífi af honum. Ég hef lagt til, að lífeyrir verði ákveðinn 320 þúsund kr. á mánuði eftir skatt. Það er myndarleg hækkun eða um 90 þúsund kr. á mánuði eftir skatt. Ef það þykir of mikil hækkun í einum áfanga má veita þessa hækkun í tvennu lagi, þannig að í fyrstu kæmi 45 þús kr. hækkun. Það er aðeins brot af þeirri hækkun sem þingmenn sjálfir fengu en hún nam nokkur hundruð þúsund krónum og laun þeirra fóru í 1,1 milljón, miðað við 197-230 þúsund á mánuði hjá öldruðum og öryrkjum. Þingmenn ættu að fara að hugsa sjálfsætt og lyfta lífeyri upp fyrir fátæktarmörk og ákveða þetta sjálfir í stað þess að bíða eftir ráðherrunum.Frítekjumark vegna atvinnutekna hækkar Allir stjórnmálaflokkar kváðust vilja hækka frítekjumark vegna atvinnutekna. Flokkarnir vildu ýmist hækka það í 100 þúsund kr. eða 109 þúsund á mánuði eða afnema frítekjumarkið alveg, þannig að það væri frjálst fyrir eldri borgara að vinna á vinnumarkaðnum án þess að sæta skerðingu hjá TR. Hins vegar var lítið talað um að afnema skerðingar vegna annarra tekna. Mikilvægast er að afnema skerðingar vegna greiðslna úr lífeyrissjóði enda eiga sjóðfélagar lífeyrinn í lífeyrissjóðunum og því er það fáheyrt að stjórnvöld skuli skerða lífeyri þeirra frá almannatryggingum vegna lífeyrissjóðanna. Það er sjálfsagt og eðlilegt að eldri borgarar geti farið út á vinnumarkaðinn að vinna, ef þeir kjósa svo, en þeir sem misst hafa heilsuna eða eru lélegir til heilsunnar geta ekki nýtt sér það. Aðrir eldri borgarar vilja eiga náðugt ævikvöld og vilja því ekki vinna á ellilífeyrisaldri. Þeir eru líka búnir að skila sínu vinnuframlagi til þjóðarbúsins.Veita þarf öldruðum húsnæðisstuðning Staða aldraðra er mjög misjöfn og fer m.a. mjög eftir húsnæðiskostnaði. Þeir, sem eiga skuldlítið húsnæði, eru mun betur settir en þeir sem þurfa að leigja sér húsnæði. Húsaleiga hefur hækkað gífurlega mikið síðustu árin og er orðið mjög erfitt fyrir aldraða að leigja sér húsnæði þrátt fyrir húsaleigubætur. Er nauðsynlegt að hækka húsaleigubætur verulega til þess að aldraðir og láglaunafólk geti leigt sér húsnæði. Einnig þyrfti að hækka vaxtabætur til þess að koma til móts við aldraða og láglaunafólk, sem á erfitt með að greiða af íbúðum sínum. Hækka þarf skattleysismörkin en þau hafa ekki hækkað í samræmi við hækkun neysluvísitölu. Hækkun skattleysismarka væri góð kjarabót bæði fyrir aldraða og láglaunafólk. Höfundur er viðskiptafræðingur.
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar