Körfubolti

Fékk rúman milljarð í fría auglýsingu frá Trump

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
LaVar hlær alla leið í bankann.
LaVar hlær alla leið í bankann. vísir/getty
Er Donald Trump Bandaríkjaforseti ákvað að ráðast á körfuboltapabbann LaVar Ball með látum á Twitter gerði hann sér líklega ekki grein fyrir því að hann væri í raun að gera Ball risastóran greiða.

Trump fannst LaVar vera vanþakklátur eftir að forsetinn hafði hjálpað til við að koma syni hans, og tveimur öðrum körfuboltastrákum, úr fangelsi í Kína. Trump sá eftir því og sagði að réttast hefði verið að skilja þá eftir í steininum.

Ball vildi ekki þakka Trump persónulega og það gerði forsetann brjálaðan. Einhverjir segja að það hafi verið viljandi gert í von um að pirra forsetann og fá fyrir vikið alla þessa fríu auglýsingu.

Með því að rífast við Ball á Twitter þá fékk Ball fría auglýsingu sem sérfræðingar meta nú á 1,3 milljarð króna. Vörumerki Ball, Big Baller Brand, er nú orðið þekkt út fyrir körfuboltaheiminn þökk sé Trump.

LaVar hlýtur að senda forsetanum fría skó í jólagjöf fyrir alla þessa aðstoð.

NBA

Tengdar fréttir

Trump vill þakkir frá UCLA-strákunum

Körfuboltastrákarnir frá UCLA-háskólanum munu ekki dvelja í fangelsi í Kína næstu árin því þeir eru komnir heim og það er líkast til Donald Trump Bandaríkjaforseta að þakka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×