Sýnum iðnnámi virðingu Sigurður Hannesson skrifar 16. nóvember 2017 07:00 Viðhorfsbreytinga er þörf gagnvart iðn- og starfsnámi á Íslandi. Hér á landi er hægt að velja úr fjölbreyttum iðngreinum sem allar skipta miklu máli fyrir samfélagið. Við viljum fagfólk og fagleg vinnubrögð á öllum sviðum. Skortur er á iðnmenntuðu starfsfólki á vinnumarkaði og því mikilvægt að hvetja ungmenni til að sækja sér dýrmæta þekkingu í fjölbreyttu iðnnámi. Undanfarin misseri hafa umbætur verið gerðar á náminu sjálfu og það lagað að nútímanum. Fyrirkomulag á að vera skýrara og öryggi nemenda aukið, svo þeir hafi við upphaf náms vissu fyrir því að geta lokið námi óháð aðstæðum hjá iðnmeisturum. Þá er unnið að því að brúa bilið milli iðnnáms og háskólanáms sem eykur möguleika á frekari menntun síðar meir. Um árabil hafa ráðamenn talað um að efla iðnmenntun í landinu, en velviljinn hefur ekki dugað til. Viðhorf þeirra í garð iðn- og starfsmenntunar er framþróun til trafala. Þau birtust okkur fyrir skemmstu þegar í ljós kom að erlendir iðnnemar fá ekki lengur dvalarleyfi til náms á Íslandi eftir breytingu á útlendingalögum. Nám í skilningi laganna er eingöngu nám á háskólastigi. Frumvarpið var samþykkt mótatkvæðalaust á Alþingi 2016. Hér á landi skráðu einungis 14% nemenda sig á starfsnámsbrautir að loknum grunnskóla haustið 2007 en sambærilegt hlutfall meðal ríkja Evrópusambandsins var 50%. Viðhorfsbreytingu og aukið fjármagn til verknámsskóla þarf til að bæta úr. Menntakerfið þarf að vera sveigjanlegt þegar fólk hefur störf við tiltekna iðn og aflar sér svo réttinda og þekkingar síðar þegar ákveðinni færni er náð og áhuginn á iðninni er staðfestur. Það ætti að vera eitt af fyrstu verkum nýs þings að efla iðnnám og leiðrétta þau mistök sem gerð voru samhliða breytingum á útlendingalöggjöfinni á síðasta ári svo iðnnám standi jafnfætis háskólanámi. Viðhorfsbreytingin þarf að eiga sér stað víða í samfélaginu og væri óskandi að ráðamenn þjóðarinnar færu fremstir í flokki og hömpuðu iðnnámi. Það þarf að auka veg þess og virðingu. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sigurður Hannesson Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Viðhorfsbreytinga er þörf gagnvart iðn- og starfsnámi á Íslandi. Hér á landi er hægt að velja úr fjölbreyttum iðngreinum sem allar skipta miklu máli fyrir samfélagið. Við viljum fagfólk og fagleg vinnubrögð á öllum sviðum. Skortur er á iðnmenntuðu starfsfólki á vinnumarkaði og því mikilvægt að hvetja ungmenni til að sækja sér dýrmæta þekkingu í fjölbreyttu iðnnámi. Undanfarin misseri hafa umbætur verið gerðar á náminu sjálfu og það lagað að nútímanum. Fyrirkomulag á að vera skýrara og öryggi nemenda aukið, svo þeir hafi við upphaf náms vissu fyrir því að geta lokið námi óháð aðstæðum hjá iðnmeisturum. Þá er unnið að því að brúa bilið milli iðnnáms og háskólanáms sem eykur möguleika á frekari menntun síðar meir. Um árabil hafa ráðamenn talað um að efla iðnmenntun í landinu, en velviljinn hefur ekki dugað til. Viðhorf þeirra í garð iðn- og starfsmenntunar er framþróun til trafala. Þau birtust okkur fyrir skemmstu þegar í ljós kom að erlendir iðnnemar fá ekki lengur dvalarleyfi til náms á Íslandi eftir breytingu á útlendingalögum. Nám í skilningi laganna er eingöngu nám á háskólastigi. Frumvarpið var samþykkt mótatkvæðalaust á Alþingi 2016. Hér á landi skráðu einungis 14% nemenda sig á starfsnámsbrautir að loknum grunnskóla haustið 2007 en sambærilegt hlutfall meðal ríkja Evrópusambandsins var 50%. Viðhorfsbreytingu og aukið fjármagn til verknámsskóla þarf til að bæta úr. Menntakerfið þarf að vera sveigjanlegt þegar fólk hefur störf við tiltekna iðn og aflar sér svo réttinda og þekkingar síðar þegar ákveðinni færni er náð og áhuginn á iðninni er staðfestur. Það ætti að vera eitt af fyrstu verkum nýs þings að efla iðnnám og leiðrétta þau mistök sem gerð voru samhliða breytingum á útlendingalöggjöfinni á síðasta ári svo iðnnám standi jafnfætis háskólanámi. Viðhorfsbreytingin þarf að eiga sér stað víða í samfélaginu og væri óskandi að ráðamenn þjóðarinnar færu fremstir í flokki og hömpuðu iðnnámi. Það þarf að auka veg þess og virðingu. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar