Körfubolti

Skvettubræður vaknaðir og Boston er ósigrandi | Myndbönd

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Steph Curry var góður í nótt.
Steph Curry var góður í nótt. vísir/getty
NBA-meistarar Golden State Warriors unnu auðveldan sigur á Minnesota Timberwolves, 125-101, þegar liðin mættust í Oakland í nótt en meistararnir virðast vaknaðir og eru búnir að vinna fimm leiki í röð.

Og talandi um að vera vaknaðir til lífsins. Skvettubræður; Steph Curry og Klay Thompson, skoruðu samtals 50 stig í nótt og settu saman átta þriggja stiga körfur.

Klay Thompson skoraði 28 stig fyrir heimamenn og hitti úr sex af tólf þriggja stiga skotum sínum en Cutty skoraði 22 átt, tók átta fráköst og gaf átta stoðsendingar.

Dannie Ainge, framkvæmdastjóri Boston Celtics, er vafalítið enn þá grenjandi úr hlátri þegar hann horfir á Kyrie Irving spila fyrir Boston og skilur eflaust ekki hvernig hann plataði Cleveland til að skipta honum til sín.

Irving skoraði 19 stig, tók sex fráköst og gaf fimm stoðsendingar í 107-96 sigri Boston gegn LA Lakers í nótt en þetta er tíundi sigur Celtics í röð. Liðið tapaði fyrstu tveimur leikjum sínum á tímabilinu en trónir nú á toppnum í austrinu með Irving sem sinn besta mann.

Úrslit næturinnar:

Detroit Pistons - Indiana Pacers 114-97

Orlando Magic - NY Knicks 112-99

Boston Celtics - LA Lakers 107-96

Phoenix Suns - Miami Heat 115-126

Golden State Warriors - Minnesota Timberwolves 125-101

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×