Lögbann -- og ritskoðun og þöggun Vésteinn Valgarðsson skrifar 20. október 2017 16:00 Þessa dagana er mikið rætt um lögbannið sem sett var á umfjöllun Stundarinnar um Bjarna Benediktsson. Um það er óhætt að nota orð eins og hneisu, svívirðu og fleiri í sama þyngdarflokki. Ritskoðun og þöggun eru stór orð. Samt detta mér varla önnur í hug þegar ég hugsa um viðmótið sem við í Alþýðufylkingunni upplifum, bæði frá fjölmiðlum og félagasamtökum. Fjölmiðlarnir skilja Alþýðufylkinguna ítrekað útundan í umfjöllun um kosningarnar. Til dæmis var formaður okkar Þorvaldur Þorvaldsson næstum alveg klipptur út úr málefnaþætti RÚV um efnahags- og velferðarmál mánudag, og oddviti okkar Þorsteinn Bergsson var einnig mjög naumt klipptur í málefnaþætti um atvinnu-, samgöngu- og umhverfismál. Þetta er ekki bara RÚV -- Stöð tvö ákvað að Alþýðufylkingin fengi ekki að taka þátt í kjördæmaþáttum hjá sér. Og þetta er ekki nýtt, í síðustu kosningum hafði RÚV okkur -- ásamt öðrum flokkum sem mældust með lítið fylgi -- saman í sérstakri neðrideild smáflokkanna, en „alvöru“ framboð voru höfð saman í þætti. Og þá vildi Stöð tvö ekki sjá okkur í sjónvarpsþáttum, frekar en nú. Þegar félagasamtök halda framboðsfundi er oft það sama uppi á teningnum. Til dæmis hafa, bara undanfarna viku, Samtök ferðaþjónustunnar, Stúdentaráð Háskóla Íslands, Kennarasamtök Íslands, Samtök eldri borgara og Náttúruverndarsamtök Íslands -- svo ég nefni nokkur -- haldið framboðsfundi þar sem Alþýðufylkingin er skilin útundan. Af hverju vilja stjórnir þessara félaga ekki að meðlimirnir heyri boðskap okkar? Þá má nefna að sumir framhaldsskólar hafa haldið kynningarfundi fyrir nemendur, og ekki séð ástæðu til að bjóða Alþýðufylkingunni að vera með -- þótt við höfum að fyrra bragði haft samband við alla framhaldsskóla í öllum kjördæmum sem við bjóðum fram í, til að gefa kost á okkur. Því er jafnan borið við að Alþýðufylkingin mælist með svo lítið fylgi að hún eigi ekki séns. En það eru ekki rök fyrir því að útiloka okkur frá umræðunni, heldur þvert á móti -- heldur er það einmitt útilokunin sem heldur okkur á jaðrinum: fólk myndar sér ekki skoðun á okkur ef það heyrir ekki í okkur. Þá er stundum sagt að bara sé fjallað um flokka sem bjóða fram á landsvísu. Það er jafn ómálefnalegt og ólýðræðislegt -- en virkar auk þess ekki þegar við bjóðum fram í 4 kjördæmum af 6, og 80% kjósenda geta kosið okkur, m.a. næstum allir sem mæta á framboðsfundi í Reykjavík. Það hlýtur að vera önnur, raunveruleg ástæða fyrir því að einu rödd sósíalismans sé haldið utan við umræðuna. Við erum ekki að fara fram á neina sérmeðferð. Við viljum bara njóta jafnræðis á við önnur framboð. Okkur höfum sjálf á tilfinningunni að við komum best út þegar við fáum að kynna málstað okkar jafnfætis öðrum flokkum. Hver óttast það? Hver hefur ástæðu til að þagga niður í okkur? Það þarf lögbann til að þagga niður í Stundinni. En það er ekkert lögbann til að þagga niður í Alþýðufylkingunni. Það er nóg að beita þöggun og ritskoðun.Vésteinn Valgarðsson, varaformaður Alþýðufylkingarinnar og oddviti í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Sjá meira
Þessa dagana er mikið rætt um lögbannið sem sett var á umfjöllun Stundarinnar um Bjarna Benediktsson. Um það er óhætt að nota orð eins og hneisu, svívirðu og fleiri í sama þyngdarflokki. Ritskoðun og þöggun eru stór orð. Samt detta mér varla önnur í hug þegar ég hugsa um viðmótið sem við í Alþýðufylkingunni upplifum, bæði frá fjölmiðlum og félagasamtökum. Fjölmiðlarnir skilja Alþýðufylkinguna ítrekað útundan í umfjöllun um kosningarnar. Til dæmis var formaður okkar Þorvaldur Þorvaldsson næstum alveg klipptur út úr málefnaþætti RÚV um efnahags- og velferðarmál mánudag, og oddviti okkar Þorsteinn Bergsson var einnig mjög naumt klipptur í málefnaþætti um atvinnu-, samgöngu- og umhverfismál. Þetta er ekki bara RÚV -- Stöð tvö ákvað að Alþýðufylkingin fengi ekki að taka þátt í kjördæmaþáttum hjá sér. Og þetta er ekki nýtt, í síðustu kosningum hafði RÚV okkur -- ásamt öðrum flokkum sem mældust með lítið fylgi -- saman í sérstakri neðrideild smáflokkanna, en „alvöru“ framboð voru höfð saman í þætti. Og þá vildi Stöð tvö ekki sjá okkur í sjónvarpsþáttum, frekar en nú. Þegar félagasamtök halda framboðsfundi er oft það sama uppi á teningnum. Til dæmis hafa, bara undanfarna viku, Samtök ferðaþjónustunnar, Stúdentaráð Háskóla Íslands, Kennarasamtök Íslands, Samtök eldri borgara og Náttúruverndarsamtök Íslands -- svo ég nefni nokkur -- haldið framboðsfundi þar sem Alþýðufylkingin er skilin útundan. Af hverju vilja stjórnir þessara félaga ekki að meðlimirnir heyri boðskap okkar? Þá má nefna að sumir framhaldsskólar hafa haldið kynningarfundi fyrir nemendur, og ekki séð ástæðu til að bjóða Alþýðufylkingunni að vera með -- þótt við höfum að fyrra bragði haft samband við alla framhaldsskóla í öllum kjördæmum sem við bjóðum fram í, til að gefa kost á okkur. Því er jafnan borið við að Alþýðufylkingin mælist með svo lítið fylgi að hún eigi ekki séns. En það eru ekki rök fyrir því að útiloka okkur frá umræðunni, heldur þvert á móti -- heldur er það einmitt útilokunin sem heldur okkur á jaðrinum: fólk myndar sér ekki skoðun á okkur ef það heyrir ekki í okkur. Þá er stundum sagt að bara sé fjallað um flokka sem bjóða fram á landsvísu. Það er jafn ómálefnalegt og ólýðræðislegt -- en virkar auk þess ekki þegar við bjóðum fram í 4 kjördæmum af 6, og 80% kjósenda geta kosið okkur, m.a. næstum allir sem mæta á framboðsfundi í Reykjavík. Það hlýtur að vera önnur, raunveruleg ástæða fyrir því að einu rödd sósíalismans sé haldið utan við umræðuna. Við erum ekki að fara fram á neina sérmeðferð. Við viljum bara njóta jafnræðis á við önnur framboð. Okkur höfum sjálf á tilfinningunni að við komum best út þegar við fáum að kynna málstað okkar jafnfætis öðrum flokkum. Hver óttast það? Hver hefur ástæðu til að þagga niður í okkur? Það þarf lögbann til að þagga niður í Stundinni. En það er ekkert lögbann til að þagga niður í Alþýðufylkingunni. Það er nóg að beita þöggun og ritskoðun.Vésteinn Valgarðsson, varaformaður Alþýðufylkingarinnar og oddviti í Reykjavíkurkjördæmi norður.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun