Kjósum gott samfélag Eva Baldursdóttir skrifar 26. október 2017 07:00 Í þessum kosningum gefst okkur tækifæri að velja hvaða hugmyndafræði verður fylgt við stjórn landsins. Við höfum tækifæri til að gera upp við gamaldags vinnubrögð sem ennþá viðgangast og stíga inn í framtíðina með betri gildi, heiðarleika og virðingu að leiðarljósi. Byggja upp samfélag með aukinni valddreifingu þar sem ríkir upplýst lýðræði. Að mynda ríkisstjórn sem samanstendur af fólki sem vinnur að almannahag, er ábyrgt í efnahagsmálum en lætur þó ekki peningalega mælikvarða ráða allri ákvarðanatöku. Ríkisstjórn sem leggur áherslu á félagslegan stöðugleika ekki síður en efnahagslegan. Ég er í Samfylkingunni af því að ég er jafnaðarmaður. Ég vil frjálslynt og alþjóðlegt samfélag, sem hefur sterkt velferðarkerfi að fyrirmynd Norðurlandanna. Þar sem mannúð trompar alltaf. Samfélag sem viðurkennir ekki fátækt og stjórnvöld standa eins og varðhundur um jöfn tækifæri allra óháð efnahag, stétt eða stöðu. Samfélag þar sem skattastefnan miðar að því að dreifa gæðunum jafnar en gengur ekki út á að hinir ríku verði ríkari. Samfélag þar sem sjálfsagt er að greiða sanngjarnt gjald til þjóðarinnar vegna hagnýtingar auðlinda okkar. Samfélag sem hafnar því að auðurinn safnist á hendur fárra, sem hafnar því að eðlilegt sé að ríkustu 5% þjóðarinnar eigi jafnmikið og hin 95%. Ef við breytum ekki um stefnu mun ójöfnuður enda stigmagnast. Ég vil samfélag með betra heilbrigðiskerfi, sem tekur forystu í umhverfisvernd svo eftir sé tekið. Samfélag þar sem áherslur í atvinnu- og umhverfismálum fara saman, menntakerfið er fullfjármagnað og stutt er við lítil og meðalstór fyrirtæki og nýsköpun. Samfélag með stöðugan gjaldmiðil, sem er forsenda langvarandi efnahagslegs stöðugleika. Krónan er orsakavaldur hins sveiflukennda hagkerfis og vegna hennar búum við við alltof hátt vaxtastig og verðtryggingu. Þá eiga hér að ríkja almennar leikreglur fyrir öflugt og kröftugt atvinnulíf, en ekki gamaldags fyrirgreiðslupólitík. Ég vil samfélag þar sem þjóðinni er treyst til að kjósa um stór viðfangsefni svo sem um áframhaldandi aðildarviðræður að ESB. Samfélag sem tekur afgerandi forystu í jafnréttismálum. Samfélag sem setur sér alvöru stjórnarskrá í fyrsta skipti, skrifaða af Íslendingum en ekki Dönum sem gerir Ísland að þróuðu lýðræðisríki m.a. með að hafa grundvallaratriði lýðræðisins í lagi eins og jafnt vægi atkvæða. Ég vil samfélag sem hafnar leyndarhyggju og þöggun við meðferð opinbers valds. Samfélag þar sem freki karlinn fær ekki lengur að stjórna. Samfélag þar sem við förum að tileinka okkur meiri auðmýkt og heiðarleika. Þar sem við hlustum meira á hjartað. Þetta er sýn okkar jafnaðarmanna. Við sækjumst eftir umboði ykkar og atkvæði til að taka pólitíska forystu. Komið með. Kjósum gott samfélag. Höfundur er lögfræðingur, frambjóðandi Samfylkingarinnar í Reykjavík Norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Í þessum kosningum gefst okkur tækifæri að velja hvaða hugmyndafræði verður fylgt við stjórn landsins. Við höfum tækifæri til að gera upp við gamaldags vinnubrögð sem ennþá viðgangast og stíga inn í framtíðina með betri gildi, heiðarleika og virðingu að leiðarljósi. Byggja upp samfélag með aukinni valddreifingu þar sem ríkir upplýst lýðræði. Að mynda ríkisstjórn sem samanstendur af fólki sem vinnur að almannahag, er ábyrgt í efnahagsmálum en lætur þó ekki peningalega mælikvarða ráða allri ákvarðanatöku. Ríkisstjórn sem leggur áherslu á félagslegan stöðugleika ekki síður en efnahagslegan. Ég er í Samfylkingunni af því að ég er jafnaðarmaður. Ég vil frjálslynt og alþjóðlegt samfélag, sem hefur sterkt velferðarkerfi að fyrirmynd Norðurlandanna. Þar sem mannúð trompar alltaf. Samfélag sem viðurkennir ekki fátækt og stjórnvöld standa eins og varðhundur um jöfn tækifæri allra óháð efnahag, stétt eða stöðu. Samfélag þar sem skattastefnan miðar að því að dreifa gæðunum jafnar en gengur ekki út á að hinir ríku verði ríkari. Samfélag þar sem sjálfsagt er að greiða sanngjarnt gjald til þjóðarinnar vegna hagnýtingar auðlinda okkar. Samfélag sem hafnar því að auðurinn safnist á hendur fárra, sem hafnar því að eðlilegt sé að ríkustu 5% þjóðarinnar eigi jafnmikið og hin 95%. Ef við breytum ekki um stefnu mun ójöfnuður enda stigmagnast. Ég vil samfélag með betra heilbrigðiskerfi, sem tekur forystu í umhverfisvernd svo eftir sé tekið. Samfélag þar sem áherslur í atvinnu- og umhverfismálum fara saman, menntakerfið er fullfjármagnað og stutt er við lítil og meðalstór fyrirtæki og nýsköpun. Samfélag með stöðugan gjaldmiðil, sem er forsenda langvarandi efnahagslegs stöðugleika. Krónan er orsakavaldur hins sveiflukennda hagkerfis og vegna hennar búum við við alltof hátt vaxtastig og verðtryggingu. Þá eiga hér að ríkja almennar leikreglur fyrir öflugt og kröftugt atvinnulíf, en ekki gamaldags fyrirgreiðslupólitík. Ég vil samfélag þar sem þjóðinni er treyst til að kjósa um stór viðfangsefni svo sem um áframhaldandi aðildarviðræður að ESB. Samfélag sem tekur afgerandi forystu í jafnréttismálum. Samfélag sem setur sér alvöru stjórnarskrá í fyrsta skipti, skrifaða af Íslendingum en ekki Dönum sem gerir Ísland að þróuðu lýðræðisríki m.a. með að hafa grundvallaratriði lýðræðisins í lagi eins og jafnt vægi atkvæða. Ég vil samfélag sem hafnar leyndarhyggju og þöggun við meðferð opinbers valds. Samfélag þar sem freki karlinn fær ekki lengur að stjórna. Samfélag þar sem við förum að tileinka okkur meiri auðmýkt og heiðarleika. Þar sem við hlustum meira á hjartað. Þetta er sýn okkar jafnaðarmanna. Við sækjumst eftir umboði ykkar og atkvæði til að taka pólitíska forystu. Komið með. Kjósum gott samfélag. Höfundur er lögfræðingur, frambjóðandi Samfylkingarinnar í Reykjavík Norður.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun