Getur unga fólkið tekið völdin? Sigurjón Vídalín Guðmundsson skrifar 27. október 2017 12:08 „Ég kýs sjálfstæðisflokkinn, ég hef alltaf kosið sjálfstæðisflokkinn og mun alltaf kjósa sjálfstæðisflokkinn“ Mér verður stundum hugsað til samtals sem ég átti við aldraða frænku mína fyrir um ári síðan. Ég í barnaskap mínum og einfeldni kom því með spurningu sem ég hélt að myndi kannski hreyfa við henni og sagði „En núna hefur sjálfstæðisflokkurinn verið við völd meira og minna í um 20 ár. Það hefur nú ekki verið gert mikið fyrir eldra fólk og öryrkja á þeim tíma. Núna síðast afnámu þeir frítekjumark af launum ellilífeyrisþega, hvað finnst þér um það ?“ Það kom smá þögn og svo sagði hún, „Ég kýs sjálfstæðisflokkinn, ég hef alltaf kosið sjálfstæðisflokkinn og mun alltaf kjósa sjálfstæðisflokkinn“ Ég vissi varla hvort ég ætti að hlæja eða gráta. En svo varð ég eiginlega bara pínu sorgmæddur. Þetta var þá eins og mig hafði alltaf grunað. Þeir voru áskrifendur að fylgi. Það skiptir engu máli hversu illa þeir stóðu sig fyrir almenning í landinu, hversu grímulaus spillingin er, hvernig flokknum hefur verið stjórnað af sérhagsmunaöflum og flokkseigendaklíkunni í áraraðir. Fyrir fólk með þetta viðhorf skiptir það engu máli. Það styður liðið sitt fram í rauðan dauðan. Fólk sem eyðir atkvæði sínu í flokkinn sinn án hugsunar, án þess að vega og meta á gagnrýnin hátt fyrri loforð og efndir, án þess að horfa gagnrýnum augum á það fyrir hvað hann stendur og hvert hann er að stefna er ekki bara að viðhalda ósanngjörnu valdajafnvægi heldur er það að leggja blessun sína yfir allt sem flokkurinn og forysta hans stendur fyrir. Öfugt við það sem það heldur þá er það ekki að viðhald styrk flokksins heldur er það að mola hann niður, innan frá. En svo hugsa ég um unga fólkið okkar. Það er víðsýnna en við sem eldri erum. Heimurinn er miklu minni í dag en fyrir 20 árum og hann heldur áfram að minnka. Það sér heiminn öðruvísi en við. Það gerir sér grein fyrir að það hefur val. Það þarf ekki að búa hérna á Íslandi frekar en það vill í framtíðinni. Það þarf ekki að leggja blessun sína yfir hvað sem er til að komast áfram í lífinu. Það hefur sterka réttlætiskennd og lítið þol gagnvart spillingu, það vill jöfnuð, réttlæti og heiðarleika. Þetta er framtíðin, þetta er fólkið sem hefur tækifærið til að breyta til hins betra. Þetta er fólkið sem mun sennilega segja í framtíðinni ef sjálfstæðisflokkurinn heldur áfram að vera eins og hann er í dag „Ég kýs ekki sjálfstæðisflokkinn, ég kaus aldrei sjálfstæðisflokkinn og hefði aldrei kosið sjálfstæðisflokkinn“ En aðeins, og bara aðeins, ef þau mæta á kjörstað og kjósa. Kjósa nýja framtíð fyrir sig og sína...og kannski líka fyrir okkur hin sem viljum sjá Ísland rísa upp úr niðurlægingu og spillingu síðastu áratuga og taka stefnuna fram á veginn. Sigurjón Vídalín, jarðfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Sigurjón Vídalín Guðmundsson Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Framtíðin er þeirra Hrund Gunnsteinsdóttir Skoðun Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Sjá meira
„Ég kýs sjálfstæðisflokkinn, ég hef alltaf kosið sjálfstæðisflokkinn og mun alltaf kjósa sjálfstæðisflokkinn“ Mér verður stundum hugsað til samtals sem ég átti við aldraða frænku mína fyrir um ári síðan. Ég í barnaskap mínum og einfeldni kom því með spurningu sem ég hélt að myndi kannski hreyfa við henni og sagði „En núna hefur sjálfstæðisflokkurinn verið við völd meira og minna í um 20 ár. Það hefur nú ekki verið gert mikið fyrir eldra fólk og öryrkja á þeim tíma. Núna síðast afnámu þeir frítekjumark af launum ellilífeyrisþega, hvað finnst þér um það ?“ Það kom smá þögn og svo sagði hún, „Ég kýs sjálfstæðisflokkinn, ég hef alltaf kosið sjálfstæðisflokkinn og mun alltaf kjósa sjálfstæðisflokkinn“ Ég vissi varla hvort ég ætti að hlæja eða gráta. En svo varð ég eiginlega bara pínu sorgmæddur. Þetta var þá eins og mig hafði alltaf grunað. Þeir voru áskrifendur að fylgi. Það skiptir engu máli hversu illa þeir stóðu sig fyrir almenning í landinu, hversu grímulaus spillingin er, hvernig flokknum hefur verið stjórnað af sérhagsmunaöflum og flokkseigendaklíkunni í áraraðir. Fyrir fólk með þetta viðhorf skiptir það engu máli. Það styður liðið sitt fram í rauðan dauðan. Fólk sem eyðir atkvæði sínu í flokkinn sinn án hugsunar, án þess að vega og meta á gagnrýnin hátt fyrri loforð og efndir, án þess að horfa gagnrýnum augum á það fyrir hvað hann stendur og hvert hann er að stefna er ekki bara að viðhalda ósanngjörnu valdajafnvægi heldur er það að leggja blessun sína yfir allt sem flokkurinn og forysta hans stendur fyrir. Öfugt við það sem það heldur þá er það ekki að viðhald styrk flokksins heldur er það að mola hann niður, innan frá. En svo hugsa ég um unga fólkið okkar. Það er víðsýnna en við sem eldri erum. Heimurinn er miklu minni í dag en fyrir 20 árum og hann heldur áfram að minnka. Það sér heiminn öðruvísi en við. Það gerir sér grein fyrir að það hefur val. Það þarf ekki að búa hérna á Íslandi frekar en það vill í framtíðinni. Það þarf ekki að leggja blessun sína yfir hvað sem er til að komast áfram í lífinu. Það hefur sterka réttlætiskennd og lítið þol gagnvart spillingu, það vill jöfnuð, réttlæti og heiðarleika. Þetta er framtíðin, þetta er fólkið sem hefur tækifærið til að breyta til hins betra. Þetta er fólkið sem mun sennilega segja í framtíðinni ef sjálfstæðisflokkurinn heldur áfram að vera eins og hann er í dag „Ég kýs ekki sjálfstæðisflokkinn, ég kaus aldrei sjálfstæðisflokkinn og hefði aldrei kosið sjálfstæðisflokkinn“ En aðeins, og bara aðeins, ef þau mæta á kjörstað og kjósa. Kjósa nýja framtíð fyrir sig og sína...og kannski líka fyrir okkur hin sem viljum sjá Ísland rísa upp úr niðurlægingu og spillingu síðastu áratuga og taka stefnuna fram á veginn. Sigurjón Vídalín, jarðfræðingur
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun