Skýr svör til launafólks Vésteinn Valgarðsson skrifar 19. október 2017 15:15 Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, kallaði nýlega eftir svörum frambjóðenda til launafólks við nokkrum mikilvægum spurningum. Þeim er bæði ljúft og skylt að svara. Félagslegur stöðugleiki næst með félagslegu réttlæti og öryggi. Þess vegna vill Alþýðufylkingin að öllum sem ekki eru í vinnu sé tryggð framfærsla. Við viljum að hún sé reiknuð eftir sömu formúlu fyrir alla, enda aukaatriði hvort fólk er launalaust vegna heilsuleysis, barneigna, náms, elli eða annars. Ef allir hafa sama rétt er líka auðveldara að ná samstöðu um upphæð sem dugar fyrir þokkalegum lífskjörum. Alþýðufylkingin vill fjölskylduvænna samfélag, enda lýtur stefnuskráin öll að því að bæta lífskjör alþýðunnar í landinu. Við viljum meðal annars að samanlagt fæðingarorlof með einu barni verði tvö ár - sem er best fyrir barnið. Við viljum líka minnka þrýsting á fátækt fólk, m.a. stytta vinnuvikuna, herða lög um aðbúnað og hollustuhætti á vinnustöðum, og ókeypis menntun og heilbrigðisþjónustu. Meiri frítími, minni streita, fjölskylduvænna samfélag. Alþýðufylkingin er eini flokkurinn sem boðar að samfélagið eigi almennt að reka heilbrigðisþjónustuna sem það borgar. Það þýðir betri þjónustu og meira fyrir peninginn. Sjúklingur á ekki að borga fyrir að veikjast. Það er allra hagur að samneyslan dekki það -- enda geta allir misst heilsuna. Kynbundinn launamunur er samfélagsmein sem passar gildismati kapítalismans, þar sem peningar koma fyrst, iðnvædd framleiðsla næst, og umönnun og uppeldi einhvers staðar mun aftar. Við viljum hækka laun umönnunar- og uppeldisstétta, afnema launaleynd og gera launamyndun gegnsærri, m.a. með hærri launatöxtum. Við viljum gera úrskurð ágreiningsmála endurgjaldslausan, m.a. fyrir dómstólum, svo réttlætið sé ekki eins stéttskipt. Í húsnæðismálum er uppbygging leigufélaga fyrir tekjulága góð byrjun, en aðalatriðið í húsnæðisstefnu Alþýðufylkingarinnar er félagslegt fjármálakerfi, sem lánar vaxtalaus húsnæðislán af samfélagslegu eiginfé. Það ætti að lækka húsnæðiskostnaðinn um meira en helming, hvort sem það eru afborganir eða leiga, og munar víst um minna. Aðalatriðið í stefnu okkar er þó að stefnuskráin er ekki listi af kosningaloforðum, heldur markmið sem við viljum berjast fyrir, hvort sem það er innan eða utan Alþingis. Og sigur næst ekki nema alþýðan hætti að vera bara þolandi í stéttabaráttunni og taki málin í sínar hendur: taki völdin og ábyrgðina á kjörum sínum. Í því munu samtök vinnandi fólks leika stórt hlutverk. Ég vil að bjóða lesendum að koma við á heimasíðu Alþýðufylkingarinnar: www.althydufylkingin.is - þar má lesa nánar um þessi málefni og margt fleira bitastætt. Höfundur er varaformaður Alþýðufylkingarinnar og oddviti í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Sjá meira
Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, kallaði nýlega eftir svörum frambjóðenda til launafólks við nokkrum mikilvægum spurningum. Þeim er bæði ljúft og skylt að svara. Félagslegur stöðugleiki næst með félagslegu réttlæti og öryggi. Þess vegna vill Alþýðufylkingin að öllum sem ekki eru í vinnu sé tryggð framfærsla. Við viljum að hún sé reiknuð eftir sömu formúlu fyrir alla, enda aukaatriði hvort fólk er launalaust vegna heilsuleysis, barneigna, náms, elli eða annars. Ef allir hafa sama rétt er líka auðveldara að ná samstöðu um upphæð sem dugar fyrir þokkalegum lífskjörum. Alþýðufylkingin vill fjölskylduvænna samfélag, enda lýtur stefnuskráin öll að því að bæta lífskjör alþýðunnar í landinu. Við viljum meðal annars að samanlagt fæðingarorlof með einu barni verði tvö ár - sem er best fyrir barnið. Við viljum líka minnka þrýsting á fátækt fólk, m.a. stytta vinnuvikuna, herða lög um aðbúnað og hollustuhætti á vinnustöðum, og ókeypis menntun og heilbrigðisþjónustu. Meiri frítími, minni streita, fjölskylduvænna samfélag. Alþýðufylkingin er eini flokkurinn sem boðar að samfélagið eigi almennt að reka heilbrigðisþjónustuna sem það borgar. Það þýðir betri þjónustu og meira fyrir peninginn. Sjúklingur á ekki að borga fyrir að veikjast. Það er allra hagur að samneyslan dekki það -- enda geta allir misst heilsuna. Kynbundinn launamunur er samfélagsmein sem passar gildismati kapítalismans, þar sem peningar koma fyrst, iðnvædd framleiðsla næst, og umönnun og uppeldi einhvers staðar mun aftar. Við viljum hækka laun umönnunar- og uppeldisstétta, afnema launaleynd og gera launamyndun gegnsærri, m.a. með hærri launatöxtum. Við viljum gera úrskurð ágreiningsmála endurgjaldslausan, m.a. fyrir dómstólum, svo réttlætið sé ekki eins stéttskipt. Í húsnæðismálum er uppbygging leigufélaga fyrir tekjulága góð byrjun, en aðalatriðið í húsnæðisstefnu Alþýðufylkingarinnar er félagslegt fjármálakerfi, sem lánar vaxtalaus húsnæðislán af samfélagslegu eiginfé. Það ætti að lækka húsnæðiskostnaðinn um meira en helming, hvort sem það eru afborganir eða leiga, og munar víst um minna. Aðalatriðið í stefnu okkar er þó að stefnuskráin er ekki listi af kosningaloforðum, heldur markmið sem við viljum berjast fyrir, hvort sem það er innan eða utan Alþingis. Og sigur næst ekki nema alþýðan hætti að vera bara þolandi í stéttabaráttunni og taki málin í sínar hendur: taki völdin og ábyrgðina á kjörum sínum. Í því munu samtök vinnandi fólks leika stórt hlutverk. Ég vil að bjóða lesendum að koma við á heimasíðu Alþýðufylkingarinnar: www.althydufylkingin.is - þar má lesa nánar um þessi málefni og margt fleira bitastætt. Höfundur er varaformaður Alþýðufylkingarinnar og oddviti í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun