Draumur eða veruleiki: Lán til bílakaupa með 1,69% ársvöxtum Ole Anton Bieltvedt skrifar 5. október 2017 07:00 Ég bjó lengi í Þýzkalandi, og er þar enn með annan fótinn. Fæ því ýmis tilboð frá bönkum og þjónustuaðilum þar á netinu. Á dögunum var mér boðið neyzlulán, t.a.m. til bílakaupa, allt að EUR 50.000,00, með 1,69% ársvöxtum. Í Evrópu, þar sem evran ræður ríkjum, með sínum stöðugleika, öryggi og þyngd, er þetta veruleiki, en hér á Íslandi getur þetta aldrei orðið nema draumur, sem ekki getur ræzt, svo lengi sem gjaldmiðlaverkfærið okkar er króna. Menn skyldu ekki halda, að það sé eitthvað sérstaklega íslenzkt við krónuna, eitthvað, sem tengist þjóðerni okkar eða sjálfstæði. Krónan er aðeins íslenzk af því að við Íslendingar höfum notað hana sem gjaldmiðil. Þetta er aðeins verkfæri fyrir greiðslur og miðlun fjár. Svipað og þumlungur, metri, únsa eða kíló fyrir lengd og þyngd. Ef ég keypti bíl í Þýzkalandi á 6 milljónir króna og greiddi lánið til baka með 6 árlegum afborgunum, væri vaxtabyrðin, allan tímann, 355.000,00 krónur. Fyrir svona bílalán hér á Íslandi eru vextir 9,0%. Fyrir sama lán til sama tíma væru heildarvextir hér þannig 1.890.000,00 krónur! Mismunur hvorki meira né minna en 1.535.000,00 krónur! Ef hér væri evra og evrukjör, í stað krónu og krónukjara, hefði ég getað sparað mér 256.000,00 á ári, bara á bílalánsvöxtum! Væntumþykja margra á krónunni er óskiljanleg. Þetta er einver tilfinningasemi, nánast þjóðernisleg ofsatrú, sem ekkert hefur með skynsemi, rök eða staðreyndir að gera. Nú er það svo, að lántakendur, þeir, sem þurfa að borga þessa vexti, eru jafnframt þeir, sem lítið eiga, oft unga fólkið, sem er að reyna að koma undir sig fótunum, og þeir, sem vaxtagreiðslurnar fá og þeirra njóta, eru fjármagnseigendur, sem, alla jafna, eru efnamenn fyrir. Krónan og stjórnun Seðlabanka á henni gerir því þá fátæku fátækari og þá ríku ríkari í stöðugum og stórfelldum mæli. Er þetta virkilega það, sem landsmenn vilja!? 25 Evrópuþjóðir hafa nú þegar hafnað eigin gjaldmiðli og tekið upp evruna, til að njóta kosta evrunnar; Stöðugleika, langtímaöryggis og lágra vaxta. Ýmis úrtölu- og þröngsýnisöfl – líkt og þegar hundruð bænda riðu til Reykjavíkur í byrjun síðustu aldar til að mótmæla símasambandi við útlönd – eru að reyna að hræða fólk með því, að við séum að fórna sjálfstæði okkar með ESB-aðild. Þetta er út í hött og algjör firra. Við erum nú þegar búin að skuldbinda okkur, nánast eins og verða má, hvað varðar ESB-aðild. Þetta gerðum við fyrir 25 árum með EES- samningnum. Skv. honum erum við aðilar að fjórfrelsinu svonefnda, sem (1) opnar Ísland fyrir íbúum allra 28 ESB-landanna, varðandi ferðir, búsetu og atvinnu. Við höfum á sama hátt frjálsan aðgang að löndunum 28, ekki bara til frjálsra og vegabréfslausra ferðalaga, heldur líka til búsetu og starfa.(2) EES-samningurinn veitir jafnframt ESB-löndunum 28 frjálsan, ótakmarkaðan og tollalausan aðgang að íslenskum markaði, á sama hátt og við höfum sama aðgang að ESB-mörkuðunum.(3) EES-samningurinn veitir þjónustufyrirtækjum ESB-landanna frjálsan aðgang að íslenzkum þjónustumarkaði. Nær þetta til t.a.m. símaþjónustu, orkuþjónustu og tryggingarþjónustu. Kosti þessa ESB-þjónustuframboðs getum við hins vegar ekki nýtt okkur, vegna þess, að enginn þjónustuaðili í Evrópu hefur áhuga á að bjóða þjónustu sína í krónum.(4) Á sama hátt veitir EES-samningurinn ESB-þjóðunum frjálsan aðgang að íslenzkum banka- og fjármálamarkaði. Hér er sama saga. Enginn ESB-banki hefur áhuga á að gera hér viðskipti í krónum. Með fullri ESB-aðild og evru væri fjórfrelsisskuldbindingin óbreytt, en við myndum þá fá inn ESB-þjónustu og -bankafyrirgreiðslu , sem örugglega myndi lækka allan slíkan kostnað verulega eða stórlega, öllum Íslendingum til góða. Með ESB-aðild gætum við líka haft virk áhrif á þróun Evrópu. Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Íslenska krónan Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Ég bjó lengi í Þýzkalandi, og er þar enn með annan fótinn. Fæ því ýmis tilboð frá bönkum og þjónustuaðilum þar á netinu. Á dögunum var mér boðið neyzlulán, t.a.m. til bílakaupa, allt að EUR 50.000,00, með 1,69% ársvöxtum. Í Evrópu, þar sem evran ræður ríkjum, með sínum stöðugleika, öryggi og þyngd, er þetta veruleiki, en hér á Íslandi getur þetta aldrei orðið nema draumur, sem ekki getur ræzt, svo lengi sem gjaldmiðlaverkfærið okkar er króna. Menn skyldu ekki halda, að það sé eitthvað sérstaklega íslenzkt við krónuna, eitthvað, sem tengist þjóðerni okkar eða sjálfstæði. Krónan er aðeins íslenzk af því að við Íslendingar höfum notað hana sem gjaldmiðil. Þetta er aðeins verkfæri fyrir greiðslur og miðlun fjár. Svipað og þumlungur, metri, únsa eða kíló fyrir lengd og þyngd. Ef ég keypti bíl í Þýzkalandi á 6 milljónir króna og greiddi lánið til baka með 6 árlegum afborgunum, væri vaxtabyrðin, allan tímann, 355.000,00 krónur. Fyrir svona bílalán hér á Íslandi eru vextir 9,0%. Fyrir sama lán til sama tíma væru heildarvextir hér þannig 1.890.000,00 krónur! Mismunur hvorki meira né minna en 1.535.000,00 krónur! Ef hér væri evra og evrukjör, í stað krónu og krónukjara, hefði ég getað sparað mér 256.000,00 á ári, bara á bílalánsvöxtum! Væntumþykja margra á krónunni er óskiljanleg. Þetta er einver tilfinningasemi, nánast þjóðernisleg ofsatrú, sem ekkert hefur með skynsemi, rök eða staðreyndir að gera. Nú er það svo, að lántakendur, þeir, sem þurfa að borga þessa vexti, eru jafnframt þeir, sem lítið eiga, oft unga fólkið, sem er að reyna að koma undir sig fótunum, og þeir, sem vaxtagreiðslurnar fá og þeirra njóta, eru fjármagnseigendur, sem, alla jafna, eru efnamenn fyrir. Krónan og stjórnun Seðlabanka á henni gerir því þá fátæku fátækari og þá ríku ríkari í stöðugum og stórfelldum mæli. Er þetta virkilega það, sem landsmenn vilja!? 25 Evrópuþjóðir hafa nú þegar hafnað eigin gjaldmiðli og tekið upp evruna, til að njóta kosta evrunnar; Stöðugleika, langtímaöryggis og lágra vaxta. Ýmis úrtölu- og þröngsýnisöfl – líkt og þegar hundruð bænda riðu til Reykjavíkur í byrjun síðustu aldar til að mótmæla símasambandi við útlönd – eru að reyna að hræða fólk með því, að við séum að fórna sjálfstæði okkar með ESB-aðild. Þetta er út í hött og algjör firra. Við erum nú þegar búin að skuldbinda okkur, nánast eins og verða má, hvað varðar ESB-aðild. Þetta gerðum við fyrir 25 árum með EES- samningnum. Skv. honum erum við aðilar að fjórfrelsinu svonefnda, sem (1) opnar Ísland fyrir íbúum allra 28 ESB-landanna, varðandi ferðir, búsetu og atvinnu. Við höfum á sama hátt frjálsan aðgang að löndunum 28, ekki bara til frjálsra og vegabréfslausra ferðalaga, heldur líka til búsetu og starfa.(2) EES-samningurinn veitir jafnframt ESB-löndunum 28 frjálsan, ótakmarkaðan og tollalausan aðgang að íslenskum markaði, á sama hátt og við höfum sama aðgang að ESB-mörkuðunum.(3) EES-samningurinn veitir þjónustufyrirtækjum ESB-landanna frjálsan aðgang að íslenzkum þjónustumarkaði. Nær þetta til t.a.m. símaþjónustu, orkuþjónustu og tryggingarþjónustu. Kosti þessa ESB-þjónustuframboðs getum við hins vegar ekki nýtt okkur, vegna þess, að enginn þjónustuaðili í Evrópu hefur áhuga á að bjóða þjónustu sína í krónum.(4) Á sama hátt veitir EES-samningurinn ESB-þjóðunum frjálsan aðgang að íslenzkum banka- og fjármálamarkaði. Hér er sama saga. Enginn ESB-banki hefur áhuga á að gera hér viðskipti í krónum. Með fullri ESB-aðild og evru væri fjórfrelsisskuldbindingin óbreytt, en við myndum þá fá inn ESB-þjónustu og -bankafyrirgreiðslu , sem örugglega myndi lækka allan slíkan kostnað verulega eða stórlega, öllum Íslendingum til góða. Með ESB-aðild gætum við líka haft virk áhrif á þróun Evrópu. Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun