Alþjóðlegt átak um útrýmingu kjarnavopna hlýtur friðarverðlaun Nóbels Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 6. október 2017 09:05 Norska nóbelsnefndin hefur ákveðið að friðarverðlaunin árið 2017 fari til Alþjóðlegs átaks um útrýmingu kjarnavopna (International campaign ot abolish nuclear weapons – ICAN). Vísir/EPA Norska nóbelsnefndin hefur ákveðið að friðarverðlaunin árið 2017 fari til Alþjóðlegs átaks um útrýmingu kjarnavopna (International campaign ot abolish nuclear weapons – ICAN). Samtökin hljóta verðlaunin fyrir að vekja athygli á þeim skelfilegu afleiðingum sem hverskyns notkun á kjarnavopnum hefur á mannkynið og fyrir að leggja grunn að því að ná á alþjóðlegri samþykkt um bann slíkra vopna. Í rökstuðningi nefndarinnar segir að hún sé meðvituð um að alþjóðleg lagasetning muni ekki nægja til að útrýma kjarnavopnum og að hingað til hafi hvorki þau ríki sem eiga slík vopn né þeirra nánustu bandamenn stutt bann við kjarnavopnum.Stöðug ógn við mannkynið „Nefndin vill leggja áherslu á að í næstu skrefum sem tekin verða í átt að kjarnavopnalausum heimi verður að hafa þau ríkja sem eiga slík vopn með í för. Friðarverðlaunin í ár eru því einnig ákall til þeirra ríkja að hafa frumkvæði að samningaviðræðum með það að leiðarljósi að öllum þeim 15 þúsund kjarnavopnum sem til eru í heiminum verði útrýmt.“ Fimm af þeim ríkjum sem nú eiga kjarnorkuvopn hafa skrifað undir sáttmála um að útrýma skuli kjarnavopnum. þau ríki eru Bandaríkin, Rússland, Bretland, Frakkland og Kína. „Við búum í heimi þar sem hættan á notkun kjarnorkuvopna er meiri en hún hefur verið í langan tíma. Sum ríki eru að nútímavæða kjarnorkuvopnabúr sín og það er raunverulega hætta á því að fleiri ríki geti útbúið kjarnorkuvopn líkt og Norður-Kórea hefur sýnt. Kjarnorkuvopn eru stöðug ógn við mannkynið og allt líf á jörðinni.“Upplýsingar má ekki birta Í ár bárust alls 318 tilnefningar, þar af eru 215 einstaklingar og 103 stofnanir. Upplýsingar um tilnefningarnar mega ekki líta dagsins ljós fyrr en 50 árum eftir að verðlaunin eru veitt. Frá árinu 1901 hafa 130 einstaklingar og stofnanir verið sæmd friðarverðlaunum Nóbels. Forseti Kólumbíu, Juan Manuel Santos, hlaut friðarverðlaun Nóbels á síðasta ári fyrir að binda endi á borgarastríð í Kólumbíu sem kostaði 220 þúsund manns lífið. Nóbelsverðlaun Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Sjá meira
Norska nóbelsnefndin hefur ákveðið að friðarverðlaunin árið 2017 fari til Alþjóðlegs átaks um útrýmingu kjarnavopna (International campaign ot abolish nuclear weapons – ICAN). Samtökin hljóta verðlaunin fyrir að vekja athygli á þeim skelfilegu afleiðingum sem hverskyns notkun á kjarnavopnum hefur á mannkynið og fyrir að leggja grunn að því að ná á alþjóðlegri samþykkt um bann slíkra vopna. Í rökstuðningi nefndarinnar segir að hún sé meðvituð um að alþjóðleg lagasetning muni ekki nægja til að útrýma kjarnavopnum og að hingað til hafi hvorki þau ríki sem eiga slík vopn né þeirra nánustu bandamenn stutt bann við kjarnavopnum.Stöðug ógn við mannkynið „Nefndin vill leggja áherslu á að í næstu skrefum sem tekin verða í átt að kjarnavopnalausum heimi verður að hafa þau ríkja sem eiga slík vopn með í för. Friðarverðlaunin í ár eru því einnig ákall til þeirra ríkja að hafa frumkvæði að samningaviðræðum með það að leiðarljósi að öllum þeim 15 þúsund kjarnavopnum sem til eru í heiminum verði útrýmt.“ Fimm af þeim ríkjum sem nú eiga kjarnorkuvopn hafa skrifað undir sáttmála um að útrýma skuli kjarnavopnum. þau ríki eru Bandaríkin, Rússland, Bretland, Frakkland og Kína. „Við búum í heimi þar sem hættan á notkun kjarnorkuvopna er meiri en hún hefur verið í langan tíma. Sum ríki eru að nútímavæða kjarnorkuvopnabúr sín og það er raunverulega hætta á því að fleiri ríki geti útbúið kjarnorkuvopn líkt og Norður-Kórea hefur sýnt. Kjarnorkuvopn eru stöðug ógn við mannkynið og allt líf á jörðinni.“Upplýsingar má ekki birta Í ár bárust alls 318 tilnefningar, þar af eru 215 einstaklingar og 103 stofnanir. Upplýsingar um tilnefningarnar mega ekki líta dagsins ljós fyrr en 50 árum eftir að verðlaunin eru veitt. Frá árinu 1901 hafa 130 einstaklingar og stofnanir verið sæmd friðarverðlaunum Nóbels. Forseti Kólumbíu, Juan Manuel Santos, hlaut friðarverðlaun Nóbels á síðasta ári fyrir að binda endi á borgarastríð í Kólumbíu sem kostaði 220 þúsund manns lífið.
Nóbelsverðlaun Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Sjá meira