Körfubolti

Kristófer með stórleik þegar Star Hotshots komst í undanúrslit

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kristófer í leik með íslenska landsliðinu á EM.
Kristófer í leik með íslenska landsliðinu á EM. vísir/ernir
Kristófer Acox átti mjög góðan leik þegar Star Hotshots tryggði sér sæti í undanúrslitum filippseysku deildarinnar í körfubolta með 77-89 sigri á NLEX.

Kristófer spilaði nær allan leikinn, skoraði 21 stig, tók 12 fráköst, gaf þrjár stoðsendingar og stal boltanum tvisvar sinnum. Íslenski landsliðsmaðurinn var stiga- og frákastahæstur í liði Hotshots.

Kristófer hefur spilað fjóra leiki fyrir Hotshots og skilað flottum tölum í þeim.

Kristófer er með 18,0 stig, 13,8 fráköst, 2,8 stoðsendingar, 1,8 skolna bolta og 1,0 varin skot að meðaltali í leik með Hotshots. Þá er skotnýting hans einkar góð, eða 57,8%.

Hotshots mætir annað hvort Meralco Bolts eða Blackwater Elite í undanúrslitum filippseysku deildarinnar. Þau hefjast 1. október.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×