Bankalánið Benedikt Bogason Einar Valur Ingimundarson skrifar 1. september 2017 07:00 Það var hreint og klárt „bankalán“ fyrir Landsbankann að fá Benedikt Bogason hæstaréttardómara sem dómsformann í innheimtumáli gegn mér nýverið. Þrátt fyrir að bankinn væri með allt á hælunum í málatilbúnaðinum gegn mér, þá fór Benedikt létt með að dæma honum í vil. Í fyrri grein minni rakti ég samskiptin við Landsbankann. Í stuttu máli hafði Landsbankinn hundsað fyrirmæli mín á árinu 2008 um að selja hlutabréf til að greiða upp yfirdráttarlán. Ég taldi að bankinn ætti að bera hallann af því að fara ekki eftir þessum skýru fyrirmælum, sem að sjálfsögðu voru hljóðrituð í bankanum. En bankinn gaf sig ekki og höfðaði innheimtumál á hendur mér árið 2014.Skýr niðurstaða héraðsdóms Ég varði mig sjálfur gegn Landsbankanum. Þar gerði ég einkum kröfu um að bankinn framvísaði hljóðritunum af símtölum mínum við starfsfólks hans, þar sem ég gaf fyrirmæli um að skuldin yrði gerð upp með sölu hlutabréfanna. Dómari í héraðsdómi var Jón Finnbjörnsson. Hann gaf bankanum þrjá mánuði til að finna þessar upptökur, enda hefur lengi verið vinnuregla þar að hljóðrita öll símtöl sem snúa að fjárhagslegum ákvörðunum. Bankinn sagðist engar upptökur finna. Dómarinn spurði hvort ég vildi reyna að sanna málsvörn mína á annan hátt og þáði ég það. Kom þá í ljós að ég gat fundið tvö vitni að þessum samskiptum mínum við bankann. Annað var vitni að símtali sem ég átti við starfsmann bankans og hitt vitnið mætti í bankann með mér á tilteknum degi þar sem ég ítrekaði kröfu mína um sölu bréfanna. Dómarinn tók framburð vitnanna góð og gild og sýknaði mig af kröfu bankans.Hraksmánarleg vinnubrögð hæstaréttardómara Landsbankinn áfrýjaði dómnum til Hæstaréttar. Þar var Jóhanna Claessen, yfirmaður lánadeildar Landsbankans, svo ljónheppin að fá Benedikt Bogason sem dómsformann. Skemmst er frá því að segja að halda mætti að Benedikt hafi varla kynnt sér gögn málsins þegar hann kvað upp dóminn. Hæstaréttardómarinn sagði ósannað að ég hefði gefið bankanum fyrirmæli um að selja hlutabréfin til að borga upp lánið. Hann sagði að það væri mitt vandamál að bankinn fyndi ekki hljóðupptökur af símtölunum, þar sem ég gat ekki munað við hvaða starfsmenn ég hefði talað á sínum tíma. Ábyrgðina á varðveislu símtalanna og að finna þau flutti Benedikt sem sagt frá bankanum yfir til mín. Hann gerði enga kröfu til bankans um að finna hljóðupptökurnar sem þó eiga að vera til. Benedikt bankavinur hafði að engu framburð vitnanna um samskipti mín við bankann. Þannig gaf hann skít í hið faglega mat Jóns Finnbjörnssonar héraðsdómara á frásögn þeirra. Jón hafði yfirheyrt vitnin mjög rækilega til að vera viss um sannleiksgildi frásagnar þeirra. Rökrétt hefði verið af Hæstarétti að sýkna mig af kröfu Landsbankans, eða vísa málinu aftur í hérað til að gefa bankanum annað tækifæri til að framvísa hljóðupptökunum. Niðurstaða Benedikts Bogasonar Landsbankanum í hag er vægast sagt stórfurðuleg. Hann horfir alfarið framhjá upplýsingum sem fram komu í héraðsdómi og styðja mitt mál að öllu leyti.Hin „æskilega“ niðurstaða Líklega á lýsing Jóns Steinars Gunnlaugssonar, hæstaréttarlögmanns og fyrrverandi hæstaréttardómara, ágætlega við um þessa bankafyrirgreiðslu Benedikts Bogasonar. Jón Steinar kemst svo að orði í nýlegum pistli á Pressunni: „Ef dómari finnur ekki gildan rökstuðning fyrir niðurstöðu sinni er það yfirleitt vegna þess að hann er ekki til. Þá kann að gerast að komist sé að „æskilegri“ niðurstöðu án rökstuðnings.“ Höfundur er umhverfisverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Fíllinn í hjarta Reykjavíkur Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Það var hreint og klárt „bankalán“ fyrir Landsbankann að fá Benedikt Bogason hæstaréttardómara sem dómsformann í innheimtumáli gegn mér nýverið. Þrátt fyrir að bankinn væri með allt á hælunum í málatilbúnaðinum gegn mér, þá fór Benedikt létt með að dæma honum í vil. Í fyrri grein minni rakti ég samskiptin við Landsbankann. Í stuttu máli hafði Landsbankinn hundsað fyrirmæli mín á árinu 2008 um að selja hlutabréf til að greiða upp yfirdráttarlán. Ég taldi að bankinn ætti að bera hallann af því að fara ekki eftir þessum skýru fyrirmælum, sem að sjálfsögðu voru hljóðrituð í bankanum. En bankinn gaf sig ekki og höfðaði innheimtumál á hendur mér árið 2014.Skýr niðurstaða héraðsdóms Ég varði mig sjálfur gegn Landsbankanum. Þar gerði ég einkum kröfu um að bankinn framvísaði hljóðritunum af símtölum mínum við starfsfólks hans, þar sem ég gaf fyrirmæli um að skuldin yrði gerð upp með sölu hlutabréfanna. Dómari í héraðsdómi var Jón Finnbjörnsson. Hann gaf bankanum þrjá mánuði til að finna þessar upptökur, enda hefur lengi verið vinnuregla þar að hljóðrita öll símtöl sem snúa að fjárhagslegum ákvörðunum. Bankinn sagðist engar upptökur finna. Dómarinn spurði hvort ég vildi reyna að sanna málsvörn mína á annan hátt og þáði ég það. Kom þá í ljós að ég gat fundið tvö vitni að þessum samskiptum mínum við bankann. Annað var vitni að símtali sem ég átti við starfsmann bankans og hitt vitnið mætti í bankann með mér á tilteknum degi þar sem ég ítrekaði kröfu mína um sölu bréfanna. Dómarinn tók framburð vitnanna góð og gild og sýknaði mig af kröfu bankans.Hraksmánarleg vinnubrögð hæstaréttardómara Landsbankinn áfrýjaði dómnum til Hæstaréttar. Þar var Jóhanna Claessen, yfirmaður lánadeildar Landsbankans, svo ljónheppin að fá Benedikt Bogason sem dómsformann. Skemmst er frá því að segja að halda mætti að Benedikt hafi varla kynnt sér gögn málsins þegar hann kvað upp dóminn. Hæstaréttardómarinn sagði ósannað að ég hefði gefið bankanum fyrirmæli um að selja hlutabréfin til að borga upp lánið. Hann sagði að það væri mitt vandamál að bankinn fyndi ekki hljóðupptökur af símtölunum, þar sem ég gat ekki munað við hvaða starfsmenn ég hefði talað á sínum tíma. Ábyrgðina á varðveislu símtalanna og að finna þau flutti Benedikt sem sagt frá bankanum yfir til mín. Hann gerði enga kröfu til bankans um að finna hljóðupptökurnar sem þó eiga að vera til. Benedikt bankavinur hafði að engu framburð vitnanna um samskipti mín við bankann. Þannig gaf hann skít í hið faglega mat Jóns Finnbjörnssonar héraðsdómara á frásögn þeirra. Jón hafði yfirheyrt vitnin mjög rækilega til að vera viss um sannleiksgildi frásagnar þeirra. Rökrétt hefði verið af Hæstarétti að sýkna mig af kröfu Landsbankans, eða vísa málinu aftur í hérað til að gefa bankanum annað tækifæri til að framvísa hljóðupptökunum. Niðurstaða Benedikts Bogasonar Landsbankanum í hag er vægast sagt stórfurðuleg. Hann horfir alfarið framhjá upplýsingum sem fram komu í héraðsdómi og styðja mitt mál að öllu leyti.Hin „æskilega“ niðurstaða Líklega á lýsing Jóns Steinars Gunnlaugssonar, hæstaréttarlögmanns og fyrrverandi hæstaréttardómara, ágætlega við um þessa bankafyrirgreiðslu Benedikts Bogasonar. Jón Steinar kemst svo að orði í nýlegum pistli á Pressunni: „Ef dómari finnur ekki gildan rökstuðning fyrir niðurstöðu sinni er það yfirleitt vegna þess að hann er ekki til. Þá kann að gerast að komist sé að „æskilegri“ niðurstöðu án rökstuðnings.“ Höfundur er umhverfisverkfræðingur.
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun