Tímabært að gerbreyta kjörum aldraðra! Björgvin Guðmundsson skrifar 31. ágúst 2017 07:00 Hvað eiga eldri borgarar og öryrkjar, sem hafa eingöngu „strípaðan“ lífeyri frá TR, að lepja dauðann úr skel lengi? Ríkisstjórnin segir, að það sé góðæri í landinu. Alla vega er uppsveifla í efnahagslífinu. Gífurlegur ferðamannastraumur á stærsta þáttinn í þeirri uppsveiflu. Væri ekki rétt, á meðan uppsveiflan er, að koma lífeyrismálum aldraðra og öryrkja í viðunandi horf? Ég tel svo vera. Notum uppsveifluna til þess að búa betur að öldruðum og öryrkjum. Hættum að láta lífeyrisfólk „lifa“ af 200 þúsund krónum á mánuði eftir skatt. Hækkum þá upphæð í 320 þúsund kr. á mánuði eftir skatt. Það er lágmark til þess að geta lifað mannsæmandi lífi. Á næsta ári hækka lágmarkslaun á mánuði í 300 þúsund kr. fyrir skatt. Það er of lítið. Eldri borgarar og öryrkjar þurfa að hafa að lágmarki 400 þúsund fyrir skatt. Og að sjálfsögðu eiga lágmarkslaun að vera a.m.k. þessi fjárhæð. Telur einhver þetta of mikið til þess að lifa af? Nei, þetta er ekki of mikið. Þetta er aðeins brot af launum þingmanna, ráðherra og embættismanna. En ráðamenn í þessu landi vilja hafa mismunun í launum; þeir vilja hafa ójöfnuð í landinu. Ég er andvígur því. Ég vil stuðla að auknum jöfnuði í þjóðfélaginu. Og ég tel, að launamismunur sé orðinn alltof mikill. Það þarf að draga úr honum á ný. Við höfum ekkert að gera við svona mikinn launamun; við höfum ekkert að gera við svona mikinn ójöfnuð. 197 þúsund kr. - 230 þúsund á mánuði eftir skatt eru þær upphæðir, sem ríkisvaldið skammtar eldri borgurum og öryrkjum, sem eingöngu hafa tekjur frá TR., eftir því hvort um gifta eða einhleypa er að ræða. Þetta eru skammarlega lágar upphæðir og furðulegt, að ríkisstjórn og Alþingi láti sér sæma að skammta þeim lægst launuðu meðal aldraðra og öryrkja svo smánarlegar upphæðir. Þeir eldri borgarar, sem hafa lágan lífeyri úr lífeyrissjóði, eru lítið betur settir en þeir sem eingöngu hafa tekjur frá almannatryggingum. Það er vegna skerðinganna. Kjör eldri borgara eru mjög misjöfn. Þeir eldri borgarar, sem eiga skuldlaust eða skuldlítið húsnæði, eru yfirleitt mun betur settir en hinir sem búa í leiguhúsnæði eða skuldugu eigin húsnæði. Ríkisvaldið fer illa með sína eldri borgara, sem byggt hafa upp þetta þjóðfélag. Í stað þess, að þeir eigi áhyggjulaust ævikvöld kvíða margir þeirra morgundeginum vegna slæmra kjara. Er ekki kominn tími til þess að breyta þessu. Er ekki tímabært að gerbreyta kjörum eldri borgara; skapa þeim góð kjör á efri árum. Ég tel það. Höfundur er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Skoðun Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Sjá meira
Hvað eiga eldri borgarar og öryrkjar, sem hafa eingöngu „strípaðan“ lífeyri frá TR, að lepja dauðann úr skel lengi? Ríkisstjórnin segir, að það sé góðæri í landinu. Alla vega er uppsveifla í efnahagslífinu. Gífurlegur ferðamannastraumur á stærsta þáttinn í þeirri uppsveiflu. Væri ekki rétt, á meðan uppsveiflan er, að koma lífeyrismálum aldraðra og öryrkja í viðunandi horf? Ég tel svo vera. Notum uppsveifluna til þess að búa betur að öldruðum og öryrkjum. Hættum að láta lífeyrisfólk „lifa“ af 200 þúsund krónum á mánuði eftir skatt. Hækkum þá upphæð í 320 þúsund kr. á mánuði eftir skatt. Það er lágmark til þess að geta lifað mannsæmandi lífi. Á næsta ári hækka lágmarkslaun á mánuði í 300 þúsund kr. fyrir skatt. Það er of lítið. Eldri borgarar og öryrkjar þurfa að hafa að lágmarki 400 þúsund fyrir skatt. Og að sjálfsögðu eiga lágmarkslaun að vera a.m.k. þessi fjárhæð. Telur einhver þetta of mikið til þess að lifa af? Nei, þetta er ekki of mikið. Þetta er aðeins brot af launum þingmanna, ráðherra og embættismanna. En ráðamenn í þessu landi vilja hafa mismunun í launum; þeir vilja hafa ójöfnuð í landinu. Ég er andvígur því. Ég vil stuðla að auknum jöfnuði í þjóðfélaginu. Og ég tel, að launamismunur sé orðinn alltof mikill. Það þarf að draga úr honum á ný. Við höfum ekkert að gera við svona mikinn launamun; við höfum ekkert að gera við svona mikinn ójöfnuð. 197 þúsund kr. - 230 þúsund á mánuði eftir skatt eru þær upphæðir, sem ríkisvaldið skammtar eldri borgurum og öryrkjum, sem eingöngu hafa tekjur frá TR., eftir því hvort um gifta eða einhleypa er að ræða. Þetta eru skammarlega lágar upphæðir og furðulegt, að ríkisstjórn og Alþingi láti sér sæma að skammta þeim lægst launuðu meðal aldraðra og öryrkja svo smánarlegar upphæðir. Þeir eldri borgarar, sem hafa lágan lífeyri úr lífeyrissjóði, eru lítið betur settir en þeir sem eingöngu hafa tekjur frá almannatryggingum. Það er vegna skerðinganna. Kjör eldri borgara eru mjög misjöfn. Þeir eldri borgarar, sem eiga skuldlaust eða skuldlítið húsnæði, eru yfirleitt mun betur settir en hinir sem búa í leiguhúsnæði eða skuldugu eigin húsnæði. Ríkisvaldið fer illa með sína eldri borgara, sem byggt hafa upp þetta þjóðfélag. Í stað þess, að þeir eigi áhyggjulaust ævikvöld kvíða margir þeirra morgundeginum vegna slæmra kjara. Er ekki kominn tími til þess að breyta þessu. Er ekki tímabært að gerbreyta kjörum eldri borgara; skapa þeim góð kjör á efri árum. Ég tel það. Höfundur er viðskiptafræðingur.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun