Ábyrgð ríkisins á íþróttahreyfingunni Bjarni Már Magnússon og Margrét Lilja Guðmundsdóttir skrifar 31. júlí 2017 07:00 Áminningarbréf Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) til íslenska ríkisins vegna meintra brota Körfuknattleikssambands Íslands (KKÍ) á reglum EES-samningsins, um frjálsa för launþega innan EES-svæðisins, hefur verið í brennidepli að undanförnu. Í bréfinu kemur fram að ESA telur að hin svokallaða 4+1 regla, sem leyfir aðeins einn erlendan leikmann í hvoru liði inni á vellinum í einu, feli í sér brot á réttindum EES-ríkisborgara enda gera reglur KKÍ engar undantekningar vegna þeirra. Ríkið og ÍSÍ Þó svo að hér sé um að ræða stórtíðindi fyrir íslenskan körfubolta er, að mati undirritaðra, umfjöllun áminningarbréfsins um tengsl ríkisvaldsins og íþróttahreyfingarinnar mun merkilegri. Í stuttu máli segir í bréfinu að í íþróttalögum hafi ríkið framselt lagasetningarvald til Íþróttasambands Íslands (ÍSÍ) til að setja reglur um íþróttir hérlendis og að ÍSÍ sé að miklu leyti fjármagnað af íslenska ríkinu. Vegna náinna tengsla ríkisins við íþróttahreyfinguna sé því skylt að sjá til þess að reglum EES-samningsins og afleidds réttar sé framfylgt innan ÍSÍ. Undir ÍSÍ heyra héraðssambönd, íþróttabandalög og sérsambönd eins og KKÍ og KSÍ, m.ö.o. stór hluti íþróttalífs í landinu heyrir undir ÍSÍ. Jafnrétti kynjanna Í framhaldinu verður að spyrja hvort að ríkið geti verið ábyrgt vegna annarra hugsanlegra lögbrota innan íþróttahreyfingarinnar, s.s. vegna jafnréttismála, á sömu forsendum. Auk þess verður að spyrja hvort að ríkið verði ekki að herða eftirlit og eftirfylgni með að íþróttahreyfingin fari að lögum ef það ber að einhverju leyti ábyrgð á því sem fram fer innan hennar. Margrét Lilja Guðmundsdóttir, aðjúnkt við íþróttafræðisvið HR. Ljóst er að stjórnvöld, sem og íþróttahreyfingin, verða að taka áminningarbréf ESA til gaumgæfilegrar skoðunar. Slíkt bréf markar upphaf málsmeðferðar sem getur endað með dómsmáli ESA gegn Íslandi fyrir EFTA-dómstólnum. Telja verður líklegt að svör íslenska ríkisins til ESA muni að miklu leyti snúast um tengsl ríkisvaldsins við íþróttahreyfinguna og hvort að ríkið geti borið ábyrgð á lögbrotum innan ÍSÍ. Þetta er mikilvægt málefni fyrir íþróttalífið í landinu sem verðskuldar athygli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Már Magnússon Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Áminningarbréf Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) til íslenska ríkisins vegna meintra brota Körfuknattleikssambands Íslands (KKÍ) á reglum EES-samningsins, um frjálsa för launþega innan EES-svæðisins, hefur verið í brennidepli að undanförnu. Í bréfinu kemur fram að ESA telur að hin svokallaða 4+1 regla, sem leyfir aðeins einn erlendan leikmann í hvoru liði inni á vellinum í einu, feli í sér brot á réttindum EES-ríkisborgara enda gera reglur KKÍ engar undantekningar vegna þeirra. Ríkið og ÍSÍ Þó svo að hér sé um að ræða stórtíðindi fyrir íslenskan körfubolta er, að mati undirritaðra, umfjöllun áminningarbréfsins um tengsl ríkisvaldsins og íþróttahreyfingarinnar mun merkilegri. Í stuttu máli segir í bréfinu að í íþróttalögum hafi ríkið framselt lagasetningarvald til Íþróttasambands Íslands (ÍSÍ) til að setja reglur um íþróttir hérlendis og að ÍSÍ sé að miklu leyti fjármagnað af íslenska ríkinu. Vegna náinna tengsla ríkisins við íþróttahreyfinguna sé því skylt að sjá til þess að reglum EES-samningsins og afleidds réttar sé framfylgt innan ÍSÍ. Undir ÍSÍ heyra héraðssambönd, íþróttabandalög og sérsambönd eins og KKÍ og KSÍ, m.ö.o. stór hluti íþróttalífs í landinu heyrir undir ÍSÍ. Jafnrétti kynjanna Í framhaldinu verður að spyrja hvort að ríkið geti verið ábyrgt vegna annarra hugsanlegra lögbrota innan íþróttahreyfingarinnar, s.s. vegna jafnréttismála, á sömu forsendum. Auk þess verður að spyrja hvort að ríkið verði ekki að herða eftirlit og eftirfylgni með að íþróttahreyfingin fari að lögum ef það ber að einhverju leyti ábyrgð á því sem fram fer innan hennar. Margrét Lilja Guðmundsdóttir, aðjúnkt við íþróttafræðisvið HR. Ljóst er að stjórnvöld, sem og íþróttahreyfingin, verða að taka áminningarbréf ESA til gaumgæfilegrar skoðunar. Slíkt bréf markar upphaf málsmeðferðar sem getur endað með dómsmáli ESA gegn Íslandi fyrir EFTA-dómstólnum. Telja verður líklegt að svör íslenska ríkisins til ESA muni að miklu leyti snúast um tengsl ríkisvaldsins við íþróttahreyfinguna og hvort að ríkið geti borið ábyrgð á lögbrotum innan ÍSÍ. Þetta er mikilvægt málefni fyrir íþróttalífið í landinu sem verðskuldar athygli.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun