Akureyrarbær virkur þátttakandi í norðurslóðasamstarfi Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar 15. maí 2017 11:15 Á síðustu árum hefur mikil vinna við að efla Akureyrarbæ sem miðstöð norðurslóða á Íslandi skilað bænum sérstöðu í málaflokki sem verður æ fyrirferðarmeiri í alþjóðastjórnmálum. Raunar er það svo að Akureyrarbær myndi vilja leggja miklu meira af mörkum í málefnum norðurslóða enda gríðarlegt hagsmunamál fyrir bæinn að þessi mál séu á dagskrá. Nýverið barst Akureyrarbæ formlegt boð frá CNARC kínversk-norrænu heimskautarannsóknarmiðstöðinni um að fulltrúar bæjarins tækju þátt í hringborðsumræðum á ráðstefnu á vegum miðstöðvarinnar í Dalian í Kína nú í maí. Bæjarráð tók jákvætt í erindið og telur mikilvægt að fulltrúar Akureyrarbæjar taki þátt í norðurslóðasamstarfi til að viðhalda sterkri stöðu bæjarins á því sviði. Í framhaldi af afgreiðslu bæjarráðs barst Akureyrarbæ formlegt boð frá Heimskautastofnun Kína og frá bæjarstjórn Lingang þar sem stofnunin er með sínar höfuðstöðvar um að bæjarstjórinn á Akureyri verði einn af aðalræðumönnum í hringborði ráðstefnunnar sem fjallar m.a. um samskipti Kína og Norðurlanda um siglingaleiðina um norðuríshafið. Fulltrúum frá íslensku utanríkisþjónustunni, íslenskum fyrirtækjum á sviði fraktsiglinga og norðurslóðamála á Íslandi er einnig boðið til ráðstefnunnar og munu margir þeirra mæta. Ólafur Ragnar Grímsson, fv. forseti Íslands, mun verða einn af aðalgestum ráðstefnunnar. Ástæða boðsins til Akureyrarbæjar er m.a. hið mikilvæga hlutverk sem Akureyri hefur sem miðstöð norðurslóða á Íslandi og vegna mikilvægra samskipta Akureyrarbæjar við Heimskautastofnun Kína um norðurslóðamál. Heimskautastofnun Kína leiðir m.a. rannsóknarverkefnið á Kárhóli í Reykjadal og var í forsvari fyrir komu Sædrekans til Akureyrar árið 2012. Þá hafa samskipti Akureyrarbæjar og stofnana þess við Kína verið nokkur á undaförnum árum og hafa fjölmennar sendinefndir Kínverja heimsótt Akureyri og er skemmst að minnast komu ráðherra úr ríkisstjórn landsins til Akureyrar síðastliðið haust. Í boðsbréfunum til bæjarstjórans á Akureyri og bæjarstjórnar var Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar, Hafnarsamlagi Norðurlands, Norðurorku og Háskólanum á Akureyri einnig boðið að senda fulltrúa á ráðstefnuna og í heimsókn til Dalian og Lingang. Í Lingang, sem er borgarhluti í Sjanghai, hefur Heimskautastofnunin höfuðstöðvar sínar sem og Háskólinn í Sjanghai þar sem fram fer mjög öflugt nám í sjávarútvegsfræðum. Akureyrarbær hefur ákveðið að þiggja boðið og verður sendinefnd Akureyrarbæjar skipuð bæjarstjóra og aðstoðarmanni, einum fulltrúa meiri- og minnihluta í bæjarstjórn, fulltrúa Akureyrarbæjar í stjórn Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar og framkvæmdastjóra, einum fulltrúa meiri- og minnihluta Akureyrarbæjar í stjórn Hafnarsamlags Norðurlands, einum fulltrúa meiri- og minnihluta Akureyrarbæjar í stjórn Norðurorku ásamt framkvæmdastjóra og rektor Háskólans á Akureyri alls tólf einstaklingum frá fimm aðilum. Heildarkostnaður ferðarinnar er um kr. 2.2 milljónir eða um kr. 200 þús á hvern einstakling. Einnig verða með í för fulltrúi frá RANNÍS og Arctic Portal. Stofnanir eins og Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar, Hafnarsamlag Norðurlands, Norðurorka og Háskólinn á Akureyri fá tækifæri til að miðla sinni þekkingu á þeim sviðum sem tengjast norðurslóðum. Alþjóðasamstarf sem þetta styrkir einnig þessar stofnanirnar og þar með atvinnulíf í Eyjafirði. Mikilvægt er að Akureyrarbær styðji við sínar lykilstofnanir í norðurslóðasamstarfi sem og nýti þau tækifæri sem bjóðast til að koma sjónarmiðum sveitarfélagsins í þessum efnum á framfæri. Við verðum að sinna því hlutverki vel ef bærinn ætlar að vera þátttakandi í alþjóðlegu norðurslóðasamstarfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Sjá meira
Á síðustu árum hefur mikil vinna við að efla Akureyrarbæ sem miðstöð norðurslóða á Íslandi skilað bænum sérstöðu í málaflokki sem verður æ fyrirferðarmeiri í alþjóðastjórnmálum. Raunar er það svo að Akureyrarbær myndi vilja leggja miklu meira af mörkum í málefnum norðurslóða enda gríðarlegt hagsmunamál fyrir bæinn að þessi mál séu á dagskrá. Nýverið barst Akureyrarbæ formlegt boð frá CNARC kínversk-norrænu heimskautarannsóknarmiðstöðinni um að fulltrúar bæjarins tækju þátt í hringborðsumræðum á ráðstefnu á vegum miðstöðvarinnar í Dalian í Kína nú í maí. Bæjarráð tók jákvætt í erindið og telur mikilvægt að fulltrúar Akureyrarbæjar taki þátt í norðurslóðasamstarfi til að viðhalda sterkri stöðu bæjarins á því sviði. Í framhaldi af afgreiðslu bæjarráðs barst Akureyrarbæ formlegt boð frá Heimskautastofnun Kína og frá bæjarstjórn Lingang þar sem stofnunin er með sínar höfuðstöðvar um að bæjarstjórinn á Akureyri verði einn af aðalræðumönnum í hringborði ráðstefnunnar sem fjallar m.a. um samskipti Kína og Norðurlanda um siglingaleiðina um norðuríshafið. Fulltrúum frá íslensku utanríkisþjónustunni, íslenskum fyrirtækjum á sviði fraktsiglinga og norðurslóðamála á Íslandi er einnig boðið til ráðstefnunnar og munu margir þeirra mæta. Ólafur Ragnar Grímsson, fv. forseti Íslands, mun verða einn af aðalgestum ráðstefnunnar. Ástæða boðsins til Akureyrarbæjar er m.a. hið mikilvæga hlutverk sem Akureyri hefur sem miðstöð norðurslóða á Íslandi og vegna mikilvægra samskipta Akureyrarbæjar við Heimskautastofnun Kína um norðurslóðamál. Heimskautastofnun Kína leiðir m.a. rannsóknarverkefnið á Kárhóli í Reykjadal og var í forsvari fyrir komu Sædrekans til Akureyrar árið 2012. Þá hafa samskipti Akureyrarbæjar og stofnana þess við Kína verið nokkur á undaförnum árum og hafa fjölmennar sendinefndir Kínverja heimsótt Akureyri og er skemmst að minnast komu ráðherra úr ríkisstjórn landsins til Akureyrar síðastliðið haust. Í boðsbréfunum til bæjarstjórans á Akureyri og bæjarstjórnar var Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar, Hafnarsamlagi Norðurlands, Norðurorku og Háskólanum á Akureyri einnig boðið að senda fulltrúa á ráðstefnuna og í heimsókn til Dalian og Lingang. Í Lingang, sem er borgarhluti í Sjanghai, hefur Heimskautastofnunin höfuðstöðvar sínar sem og Háskólinn í Sjanghai þar sem fram fer mjög öflugt nám í sjávarútvegsfræðum. Akureyrarbær hefur ákveðið að þiggja boðið og verður sendinefnd Akureyrarbæjar skipuð bæjarstjóra og aðstoðarmanni, einum fulltrúa meiri- og minnihluta í bæjarstjórn, fulltrúa Akureyrarbæjar í stjórn Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar og framkvæmdastjóra, einum fulltrúa meiri- og minnihluta Akureyrarbæjar í stjórn Hafnarsamlags Norðurlands, einum fulltrúa meiri- og minnihluta Akureyrarbæjar í stjórn Norðurorku ásamt framkvæmdastjóra og rektor Háskólans á Akureyri alls tólf einstaklingum frá fimm aðilum. Heildarkostnaður ferðarinnar er um kr. 2.2 milljónir eða um kr. 200 þús á hvern einstakling. Einnig verða með í för fulltrúi frá RANNÍS og Arctic Portal. Stofnanir eins og Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar, Hafnarsamlag Norðurlands, Norðurorka og Háskólinn á Akureyri fá tækifæri til að miðla sinni þekkingu á þeim sviðum sem tengjast norðurslóðum. Alþjóðasamstarf sem þetta styrkir einnig þessar stofnanirnar og þar með atvinnulíf í Eyjafirði. Mikilvægt er að Akureyrarbær styðji við sínar lykilstofnanir í norðurslóðasamstarfi sem og nýti þau tækifæri sem bjóðast til að koma sjónarmiðum sveitarfélagsins í þessum efnum á framfæri. Við verðum að sinna því hlutverki vel ef bærinn ætlar að vera þátttakandi í alþjóðlegu norðurslóðasamstarfi.
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar