Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg! Björgvin Guðmundsson skrifar 4. maí 2017 07:00 Hver er staða aldraðra og öryrkja í dag? Hefur hún batnað? Er hún ásættanleg? Með stöðu aldraðra og öryrkja er ekki aðeins átt við það, hvort lífeyrir aldraðra og öryrkja sé viðunandi, heldur einnig stöðu hjúkrunarmála lífeyrisfólks; framboð rýmis á hjúkrunarheimilum og heimahjúkrun.Lífeyrir óviðunandi Í dag opnar ráðamaður á Íslandi varla munninn án þess að hann tali um það hvað þjóðin hafi það gott, hagvöxtur sé í hámarki og staða ríkisfjármála ágæt. Í samræmi við það ætti lífeyrir aldraðra og öryrkja að vera ásættanlegur. En er það svo? Nei, það er langur vegur þar frá. Ný lög um almannatryggingar tóku gildi um síðustu áramót; þau höfðu verið í undirbúningi í meira en áratug. Samkvæmt því hefði átt að vera mikið kjöt á beinunum. En svo var ekki. Lögin voru rýr í roðinu. Í fyrstu var ekki boðin ein króna í hækkun til þeirra aldraðra og öryrkja, sem aðeins höfðu lífeyri frá almannatryggingum. Það var ekki fyrr en Félag eldri borgara í Reykjavík hafði haldið 1.000 manna mótmælafund í Háskólabíói, að þáverandi ríkisstjórn lét undan og samþykkti hungurlús í hækkun til þeirra, sem voru á „strípuðum“ lífeyri. Þegar hungurlúsin hafði náð fram að ganga, var lífeyrir aldraðra í hjónabandi og í sambúð kominn í 197 þúsund á mánuði, eftir skatt! Lífeyrir einhleypra aldraðra hafði þá hækkað í 230 þúsund á mánuði eftir skatt. Það mundu víst margir aðrir geta lifað af þessum upphæðum í dag? Þetta er skammarlega lágt og engin leið að framfleyta sér af þessum lífeyri. Þetta er óásættanlegt, þegar nógir peningar eru til í þjóðfélaginu.305 þúsund á mánuði eftir skatt er lágmark Hvað þarf lífeyrir að vera hár til þess að hann dugi fyrir sómasamlegri framfærslu? Svarið er þetta: 400 þúsund á mánuði fyrir skatt fyrir einhleypa eldri borgara. Það þýðir 305 þúsund kr. á mánuði eftir skatt. Mér finnst þetta lágt, þegar haft er í huga, að meðaltekjur einstaklinga voru 620 þúsund kr. á mánuði fyrir skatt 2015. Lífeyrir aldraðra og öryrkja er óásættanlegur, þ.e. þeirra sem hafa „strípaðan“ lífeyri. Það er ekki unnt að lifa af honum. En hvað með aðra þætti, sem varða lífeyrisfólk, t.d. hjúkrunarheimili? Þar er staðan einnig óásættanleg: Biðtími eftir rými er 6 mánuðir að lágmarki. Og heimilin eru svo fjársvelt, að þau geta ekki ráðið nægilega margt fagmenntað fólk eins og hjúkrunarfræðinga. Þetta ástand er til skammar hjá „velferðarríki“. Talað er mikið um að stuðla eigi að því að eldri borgarar eigi að geta verið sem lengst heima. En ekkert er gert til að tryggja það. Heimahjúkrun er einnig fjársvelt. Samandregið: Það ríkir vandræðaástand í málefnum aldraðra og öryrkja á öllum mikilvægustu sviðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Hver er staða aldraðra og öryrkja í dag? Hefur hún batnað? Er hún ásættanleg? Með stöðu aldraðra og öryrkja er ekki aðeins átt við það, hvort lífeyrir aldraðra og öryrkja sé viðunandi, heldur einnig stöðu hjúkrunarmála lífeyrisfólks; framboð rýmis á hjúkrunarheimilum og heimahjúkrun.Lífeyrir óviðunandi Í dag opnar ráðamaður á Íslandi varla munninn án þess að hann tali um það hvað þjóðin hafi það gott, hagvöxtur sé í hámarki og staða ríkisfjármála ágæt. Í samræmi við það ætti lífeyrir aldraðra og öryrkja að vera ásættanlegur. En er það svo? Nei, það er langur vegur þar frá. Ný lög um almannatryggingar tóku gildi um síðustu áramót; þau höfðu verið í undirbúningi í meira en áratug. Samkvæmt því hefði átt að vera mikið kjöt á beinunum. En svo var ekki. Lögin voru rýr í roðinu. Í fyrstu var ekki boðin ein króna í hækkun til þeirra aldraðra og öryrkja, sem aðeins höfðu lífeyri frá almannatryggingum. Það var ekki fyrr en Félag eldri borgara í Reykjavík hafði haldið 1.000 manna mótmælafund í Háskólabíói, að þáverandi ríkisstjórn lét undan og samþykkti hungurlús í hækkun til þeirra, sem voru á „strípuðum“ lífeyri. Þegar hungurlúsin hafði náð fram að ganga, var lífeyrir aldraðra í hjónabandi og í sambúð kominn í 197 þúsund á mánuði, eftir skatt! Lífeyrir einhleypra aldraðra hafði þá hækkað í 230 þúsund á mánuði eftir skatt. Það mundu víst margir aðrir geta lifað af þessum upphæðum í dag? Þetta er skammarlega lágt og engin leið að framfleyta sér af þessum lífeyri. Þetta er óásættanlegt, þegar nógir peningar eru til í þjóðfélaginu.305 þúsund á mánuði eftir skatt er lágmark Hvað þarf lífeyrir að vera hár til þess að hann dugi fyrir sómasamlegri framfærslu? Svarið er þetta: 400 þúsund á mánuði fyrir skatt fyrir einhleypa eldri borgara. Það þýðir 305 þúsund kr. á mánuði eftir skatt. Mér finnst þetta lágt, þegar haft er í huga, að meðaltekjur einstaklinga voru 620 þúsund kr. á mánuði fyrir skatt 2015. Lífeyrir aldraðra og öryrkja er óásættanlegur, þ.e. þeirra sem hafa „strípaðan“ lífeyri. Það er ekki unnt að lifa af honum. En hvað með aðra þætti, sem varða lífeyrisfólk, t.d. hjúkrunarheimili? Þar er staðan einnig óásættanleg: Biðtími eftir rými er 6 mánuðir að lágmarki. Og heimilin eru svo fjársvelt, að þau geta ekki ráðið nægilega margt fagmenntað fólk eins og hjúkrunarfræðinga. Þetta ástand er til skammar hjá „velferðarríki“. Talað er mikið um að stuðla eigi að því að eldri borgarar eigi að geta verið sem lengst heima. En ekkert er gert til að tryggja það. Heimahjúkrun er einnig fjársvelt. Samandregið: Það ríkir vandræðaástand í málefnum aldraðra og öryrkja á öllum mikilvægustu sviðum.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar