Einkavæðing að næturþeli Steingrímur J. Sigfússon skrifar 9. maí 2017 07:00 Íhaldið er samt við sig. Einkavæðingunni skal nuddað áfram þrátt fyrir almenna andstöðu við slíkt brölt í ljósi biturrar reynslu Íslendinga. Einkavæðing er í senn trúarbrögð, lím og tilgangur hægri manna í pólitík. Brautin er gjarnan rudd með því að tala af vægast sagt takmarkaðri virðingu um það sem er leyst og rekið á félagslegum forsendum. Án þess að þurfa að færa fyrir því nokkur rök er talað eins og allt hjá hinu opinbera sé óhagkvæmara, verr rekið og meiru sóað þar en í starfsemi einkaaðila. Næsta verkefni þeirra sem ganga erinda einkagróðans í stjórnmálum er að þrengja að opinberum rekstri. Rekstrarerfiðleikar eru búnir til, til dæmis í heilbrigðisstofnunum og skólum og þegar þessar stofnanir lenda langsveltar í erfiðleikum með að veita þá þjónustu sem þeim ber er stungið upp á einkavæðingu. Þá losnar um kranana. Þá er ekkert vandamál þótt stóraukið almannafé renni um pípurnar út í einkaframkvæmd, einkarekstur og hreina einkavæðingu. Dæmin um þetta eru ótalmörg og einkenna pólitíska vegferð Sjálfstæðisflokksins síðustu áratugi, frá því að nýfrjálshyggjan náði þar völdum og rændi flesta forustumenn flokksins síðustu leifunum af almennri skynsemi.Gegn um smurðar íhaldspípur Tökum dæmi; Háskólinn á Akureyri og stofnanir sem hann var í samstarfi við höfðu lengi sótt á um að byggt yrði yfir margþætta opinbera starfsemi á vegum háskólans og aðila sem voru í samstarfi og hagkvæmu nábýli við hann. Hvorki gekk né rak. Engir peningar voru í boði. En, þegar hugmyndir um einkaframkvæmd komu upp á borðið opnuðust kranarnir. Þá var ekkert vandamál að fallast á byggingu Borga, enda myndu menn greiða einkaaðilunum leigu sem tryggðu þeim ríkulega ávöxtun sinna fjármuna. Hitt var aukaatriði þó himinhá leiga myndi íþyngja rekstri viðkomandi um ókomin ár, sem hún hefur svo sannarlega gert. Það er í lagi að fleyta skatttekjum ríkisins, almannafé, gegn um smurðar íhaldspípurnar ef það endar í höndum réttra aðila að þeirra mati. Þannig eru landamærin smátt og smátt færð innar, nær kjarna velferðarkerfisins, sem byggt var upp á Norðurlöndunum á síðustu öld á félagslegum grunni. Fjármagnið brýtur undir sig fleiri og fleiri geira í þjóðfélaginu og vill nú um stundir helst af öllu komast á beit þar sem hið opinbera er skuldbundið, lagalega og siðferðilega, til að borga reikninginn. Og, pilsfaldakapítalisminn er ær og kýr hins hugmyndasnauða, íslenska íhalds. Hvergi er notalegra að vinna að trúboðinu um hinn vonda ríkisrekstur, yfirburði einkaframtaksins og kosti einkavæðingar, eins stórkostlega og sumt af því hefur nú reynst okkur Íslendingum – eða hitt þó heldur – en í öruggu skjóli sem opinber starfsmaður, t.d. inntroðsluprófessor í Háskóla Íslands eða kjörinn fulltrúi í meintri almannaþjónustu. Það er aðeins eitt smávægilegt vandamál sem þvælist fyrir fótgönguliðum einkagróðasjónarmiðanna á Íslandi um þessar mundir. Þjóðin er búin að fá sig fullsadda af hátterni þeirra, hefur lært af reynslunni og sér ekkert grand í áframhaldandi einkavæðingu. En, þá eru samt til ráð. Bara að þegja algerlega um slíkt fyrir kosningar, jafnvel tala fjálglega um nauðsyn þess að fjárfesta í innviðum samfélagsins og aukinni velferð fyrir kosningar, en sæta svo lagi í skjóli valdanna eftir kosningar. Jafnvel þó taka verði ákvarðanirnar að næturlagi og bak luktum dyrum, er alltaf hægt að vera í útlöndum þegar þar um fréttist. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Íhaldið er samt við sig. Einkavæðingunni skal nuddað áfram þrátt fyrir almenna andstöðu við slíkt brölt í ljósi biturrar reynslu Íslendinga. Einkavæðing er í senn trúarbrögð, lím og tilgangur hægri manna í pólitík. Brautin er gjarnan rudd með því að tala af vægast sagt takmarkaðri virðingu um það sem er leyst og rekið á félagslegum forsendum. Án þess að þurfa að færa fyrir því nokkur rök er talað eins og allt hjá hinu opinbera sé óhagkvæmara, verr rekið og meiru sóað þar en í starfsemi einkaaðila. Næsta verkefni þeirra sem ganga erinda einkagróðans í stjórnmálum er að þrengja að opinberum rekstri. Rekstrarerfiðleikar eru búnir til, til dæmis í heilbrigðisstofnunum og skólum og þegar þessar stofnanir lenda langsveltar í erfiðleikum með að veita þá þjónustu sem þeim ber er stungið upp á einkavæðingu. Þá losnar um kranana. Þá er ekkert vandamál þótt stóraukið almannafé renni um pípurnar út í einkaframkvæmd, einkarekstur og hreina einkavæðingu. Dæmin um þetta eru ótalmörg og einkenna pólitíska vegferð Sjálfstæðisflokksins síðustu áratugi, frá því að nýfrjálshyggjan náði þar völdum og rændi flesta forustumenn flokksins síðustu leifunum af almennri skynsemi.Gegn um smurðar íhaldspípur Tökum dæmi; Háskólinn á Akureyri og stofnanir sem hann var í samstarfi við höfðu lengi sótt á um að byggt yrði yfir margþætta opinbera starfsemi á vegum háskólans og aðila sem voru í samstarfi og hagkvæmu nábýli við hann. Hvorki gekk né rak. Engir peningar voru í boði. En, þegar hugmyndir um einkaframkvæmd komu upp á borðið opnuðust kranarnir. Þá var ekkert vandamál að fallast á byggingu Borga, enda myndu menn greiða einkaaðilunum leigu sem tryggðu þeim ríkulega ávöxtun sinna fjármuna. Hitt var aukaatriði þó himinhá leiga myndi íþyngja rekstri viðkomandi um ókomin ár, sem hún hefur svo sannarlega gert. Það er í lagi að fleyta skatttekjum ríkisins, almannafé, gegn um smurðar íhaldspípurnar ef það endar í höndum réttra aðila að þeirra mati. Þannig eru landamærin smátt og smátt færð innar, nær kjarna velferðarkerfisins, sem byggt var upp á Norðurlöndunum á síðustu öld á félagslegum grunni. Fjármagnið brýtur undir sig fleiri og fleiri geira í þjóðfélaginu og vill nú um stundir helst af öllu komast á beit þar sem hið opinbera er skuldbundið, lagalega og siðferðilega, til að borga reikninginn. Og, pilsfaldakapítalisminn er ær og kýr hins hugmyndasnauða, íslenska íhalds. Hvergi er notalegra að vinna að trúboðinu um hinn vonda ríkisrekstur, yfirburði einkaframtaksins og kosti einkavæðingar, eins stórkostlega og sumt af því hefur nú reynst okkur Íslendingum – eða hitt þó heldur – en í öruggu skjóli sem opinber starfsmaður, t.d. inntroðsluprófessor í Háskóla Íslands eða kjörinn fulltrúi í meintri almannaþjónustu. Það er aðeins eitt smávægilegt vandamál sem þvælist fyrir fótgönguliðum einkagróðasjónarmiðanna á Íslandi um þessar mundir. Þjóðin er búin að fá sig fullsadda af hátterni þeirra, hefur lært af reynslunni og sér ekkert grand í áframhaldandi einkavæðingu. En, þá eru samt til ráð. Bara að þegja algerlega um slíkt fyrir kosningar, jafnvel tala fjálglega um nauðsyn þess að fjárfesta í innviðum samfélagsins og aukinni velferð fyrir kosningar, en sæta svo lagi í skjóli valdanna eftir kosningar. Jafnvel þó taka verði ákvarðanirnar að næturlagi og bak luktum dyrum, er alltaf hægt að vera í útlöndum þegar þar um fréttist.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun