Að breyta loðnu í lax Yngvi Óttarsson skrifar 25. apríl 2017 07:00 Nýskipaður formaður Landssambands fiskeldisstöðva, Einar K. Guðfinnsson, skrifar í Fréttablaðið 10. apríl um fiskeldi um víða veröld og reynir enn einu sinni að beina athyglinni frá hinni stórkostlegu hættu af laxeldi með ógelta norska eldisstofna í opnum sjókvíum við Ísland: Erfðamengun, lúsafaraldrar, sjúkdómar og mengun hafsins með gífurlegum úrgangi svo eitthvað sé nefnt. Ráðleggingar almannatenglanna eru greinilega, að allri gagnrýni skuli svara og afvegaleiða með óviðkomandi smjörklípum. Alls ekki skuli ræða um þau spjót sem á þessari umdeildu starfssemi standa. Ræða frekar eitthvað annað. Þessi nýjasta smjörklípa stenst enga skoðun. Nýi formaðurinn skrifar að fiskeldi sé framtíðin þar sem fiskeldi leysi fæðuskort mannkynsins. Eflaust er hægt að finna dæmi um umhverfisvænt fiskeldi einhvers staðar í heiminum, en það á ekki við um laxeldi í opnum sjókvíum, hvorki við Íslandsstrendur né annars staðar. Samkvæmt upplýsingunum frá eldisfyrirtækjunum sjálfum er fóðurhlutfallið 1,2. Þannig þarf 1,2 kg af þurrfóðri til að ala 1 kg af lifandi laxi. Í þurrfóðrinu er 35% fiskimjöl og 28% lýsi (skýrsla Verkís fyrir Arnarlax, desember 2016, bls. 17). Við bræðslu loðnu er nýting í fiskimjöl um 18% og í lýsi um 7%. Þetta þýðir að fyrir hver 1,2 kg af þurrfóðri sem fleygt er fyrir laxinn þarf að bræða 4,8 kg af loðnu til að ná í lýsið og mjölið sem að lokum verður að 1 kg af eldislaxi. Augljóslega mettar það ekki fleiri munna að umbreyta uppsjávarfiski þannig í eldislax. Sú framleiðsla er í rauninni stórkostleg matarsóun. Hinum norsku eigendum sjókvíaeldisfyrirtækjanna og málpípum þeirra væri nær að svara því hvernig koma megi í veg fyrir náttúruspjöll með raunhæfum hætti svo sem með því að nota geldfisk, lokuð kerfi eða landeldi. Þær sömu lausnir og norsku eigendurnir eru að vinna í heima fyrir. Aðeins varanlegar lausnir sem valda ekki tjóni á náttúrunni geta skapað sátt. Stóriðja með tilheyrandi mengun og umhverfisspjöllum er liðin tíð. Aðeins varanlegar lausnir sem valda ekki tjóni á náttúrunni geta skapað sátt. Stóriðja með tilheyrandi mengun og umhverfisspjöllum er liðin tíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Svona hjúkrum við heilbrigðiskerfinu Helga Vala Helgadóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Loftbrú – jákvæðar fjárfestingar í þágu barna Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nýskipaður formaður Landssambands fiskeldisstöðva, Einar K. Guðfinnsson, skrifar í Fréttablaðið 10. apríl um fiskeldi um víða veröld og reynir enn einu sinni að beina athyglinni frá hinni stórkostlegu hættu af laxeldi með ógelta norska eldisstofna í opnum sjókvíum við Ísland: Erfðamengun, lúsafaraldrar, sjúkdómar og mengun hafsins með gífurlegum úrgangi svo eitthvað sé nefnt. Ráðleggingar almannatenglanna eru greinilega, að allri gagnrýni skuli svara og afvegaleiða með óviðkomandi smjörklípum. Alls ekki skuli ræða um þau spjót sem á þessari umdeildu starfssemi standa. Ræða frekar eitthvað annað. Þessi nýjasta smjörklípa stenst enga skoðun. Nýi formaðurinn skrifar að fiskeldi sé framtíðin þar sem fiskeldi leysi fæðuskort mannkynsins. Eflaust er hægt að finna dæmi um umhverfisvænt fiskeldi einhvers staðar í heiminum, en það á ekki við um laxeldi í opnum sjókvíum, hvorki við Íslandsstrendur né annars staðar. Samkvæmt upplýsingunum frá eldisfyrirtækjunum sjálfum er fóðurhlutfallið 1,2. Þannig þarf 1,2 kg af þurrfóðri til að ala 1 kg af lifandi laxi. Í þurrfóðrinu er 35% fiskimjöl og 28% lýsi (skýrsla Verkís fyrir Arnarlax, desember 2016, bls. 17). Við bræðslu loðnu er nýting í fiskimjöl um 18% og í lýsi um 7%. Þetta þýðir að fyrir hver 1,2 kg af þurrfóðri sem fleygt er fyrir laxinn þarf að bræða 4,8 kg af loðnu til að ná í lýsið og mjölið sem að lokum verður að 1 kg af eldislaxi. Augljóslega mettar það ekki fleiri munna að umbreyta uppsjávarfiski þannig í eldislax. Sú framleiðsla er í rauninni stórkostleg matarsóun. Hinum norsku eigendum sjókvíaeldisfyrirtækjanna og málpípum þeirra væri nær að svara því hvernig koma megi í veg fyrir náttúruspjöll með raunhæfum hætti svo sem með því að nota geldfisk, lokuð kerfi eða landeldi. Þær sömu lausnir og norsku eigendurnir eru að vinna í heima fyrir. Aðeins varanlegar lausnir sem valda ekki tjóni á náttúrunni geta skapað sátt. Stóriðja með tilheyrandi mengun og umhverfisspjöllum er liðin tíð. Aðeins varanlegar lausnir sem valda ekki tjóni á náttúrunni geta skapað sátt. Stóriðja með tilheyrandi mengun og umhverfisspjöllum er liðin tíð.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar