Tillerson til í beinar viðræður við Norður-Kóreu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 29. apríl 2017 07:00 Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Nordicphotos/AFP „Auðvitað er það leiðin sem við myndum helst vilja fara,“ sagði Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er blaðamaður NPR spurði hann í gær hvort Bandaríkin vildu beinar viðræður við yfirvöld í Norður-Kóreu. Yrði hlutverk þeirra viðræðna að létta á spennunni á Kóreuskaga sem hefur aukist undanfarið. Hafa yfirvöld í Norður-Kóreu til að mynda hótað því að varpa kjarnorkusprengjum á Bandaríkin. „En Norður-Kóreumenn þurfa að ákveða hvort þeir séu tilbúnir að ræða við okkur,“ sagði Tillerson enn fremur. Tillerson ávarpaði einnig öryggisráð Sameinuðu þjóðanna í gær. Sagði hann þar að hættan á því að norðurkóreski herinn gerði kjarnorkuárás væri raunveruleg. Þá kallaði hann eftir því að ríki heims einangruðu Norður-Kóreu með diplómatískum aðgerðum. Bandaríkin myndu beita diplómatískum og efnahagslegum aðgerðum gegn einræðisríkinu. Meðal annars viðskiptaþvingunum gegn einstaklingum og fyrirtækjum sem stunduðu viðskipti við stjórnvöld þar í landi. Þá væri ekki hægt að útiloka hernaðaraðgerðir. Wang Yi, utanríkisráðherra Kína, varaði hins vegar við hernaðaraðgerðum. „Beiting slíks valds myndi ekki leysa deiluna heldur leiða til frekari harmleiks,“ sagði Wang á fundinum. Enn fremur sagði Wang að friðsamleg lausn á kjarnorkudeilunni, með samtali og samningum, væri eina skynsamlega lausnin. Kínverjar væru tilbúnir að beita sér gegn uppbyggingu norðurkóreska hersins ef Bandaríkin létu af hernaðaræfingum með Suður-Kóreu. Slíkum tilboðum hafa Bandaríkjamenn hafnað áður þar sem þeir fara fram á að kjarnorkuvopnaáætlun Norður-Kóreu verði lögð til hliðar. Kínverjar eru ekki einu nágrannar Norður-Kóreu sem eru andvígir hernaðaraðgerðum. Rússar, sem eiga landamæri að ríkinu, segja slíkt óásættanlegt. Aðstoðarutanríkisráðherrann Gennady Gatilov kallaði einnig eftir því í gær að Norður-Kóreumenn hættu öllum kjarnorku- og eldflaugatilraunum. Öfgafull orðræða hefði þó valdið alvarlegu ástandi á svæðinu. Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
„Auðvitað er það leiðin sem við myndum helst vilja fara,“ sagði Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er blaðamaður NPR spurði hann í gær hvort Bandaríkin vildu beinar viðræður við yfirvöld í Norður-Kóreu. Yrði hlutverk þeirra viðræðna að létta á spennunni á Kóreuskaga sem hefur aukist undanfarið. Hafa yfirvöld í Norður-Kóreu til að mynda hótað því að varpa kjarnorkusprengjum á Bandaríkin. „En Norður-Kóreumenn þurfa að ákveða hvort þeir séu tilbúnir að ræða við okkur,“ sagði Tillerson enn fremur. Tillerson ávarpaði einnig öryggisráð Sameinuðu þjóðanna í gær. Sagði hann þar að hættan á því að norðurkóreski herinn gerði kjarnorkuárás væri raunveruleg. Þá kallaði hann eftir því að ríki heims einangruðu Norður-Kóreu með diplómatískum aðgerðum. Bandaríkin myndu beita diplómatískum og efnahagslegum aðgerðum gegn einræðisríkinu. Meðal annars viðskiptaþvingunum gegn einstaklingum og fyrirtækjum sem stunduðu viðskipti við stjórnvöld þar í landi. Þá væri ekki hægt að útiloka hernaðaraðgerðir. Wang Yi, utanríkisráðherra Kína, varaði hins vegar við hernaðaraðgerðum. „Beiting slíks valds myndi ekki leysa deiluna heldur leiða til frekari harmleiks,“ sagði Wang á fundinum. Enn fremur sagði Wang að friðsamleg lausn á kjarnorkudeilunni, með samtali og samningum, væri eina skynsamlega lausnin. Kínverjar væru tilbúnir að beita sér gegn uppbyggingu norðurkóreska hersins ef Bandaríkin létu af hernaðaræfingum með Suður-Kóreu. Slíkum tilboðum hafa Bandaríkjamenn hafnað áður þar sem þeir fara fram á að kjarnorkuvopnaáætlun Norður-Kóreu verði lögð til hliðar. Kínverjar eru ekki einu nágrannar Norður-Kóreu sem eru andvígir hernaðaraðgerðum. Rússar, sem eiga landamæri að ríkinu, segja slíkt óásættanlegt. Aðstoðarutanríkisráðherrann Gennady Gatilov kallaði einnig eftir því í gær að Norður-Kóreumenn hættu öllum kjarnorku- og eldflaugatilraunum. Öfgafull orðræða hefði þó valdið alvarlegu ástandi á svæðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira