Tillerson til í beinar viðræður við Norður-Kóreu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 29. apríl 2017 07:00 Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Nordicphotos/AFP „Auðvitað er það leiðin sem við myndum helst vilja fara,“ sagði Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er blaðamaður NPR spurði hann í gær hvort Bandaríkin vildu beinar viðræður við yfirvöld í Norður-Kóreu. Yrði hlutverk þeirra viðræðna að létta á spennunni á Kóreuskaga sem hefur aukist undanfarið. Hafa yfirvöld í Norður-Kóreu til að mynda hótað því að varpa kjarnorkusprengjum á Bandaríkin. „En Norður-Kóreumenn þurfa að ákveða hvort þeir séu tilbúnir að ræða við okkur,“ sagði Tillerson enn fremur. Tillerson ávarpaði einnig öryggisráð Sameinuðu þjóðanna í gær. Sagði hann þar að hættan á því að norðurkóreski herinn gerði kjarnorkuárás væri raunveruleg. Þá kallaði hann eftir því að ríki heims einangruðu Norður-Kóreu með diplómatískum aðgerðum. Bandaríkin myndu beita diplómatískum og efnahagslegum aðgerðum gegn einræðisríkinu. Meðal annars viðskiptaþvingunum gegn einstaklingum og fyrirtækjum sem stunduðu viðskipti við stjórnvöld þar í landi. Þá væri ekki hægt að útiloka hernaðaraðgerðir. Wang Yi, utanríkisráðherra Kína, varaði hins vegar við hernaðaraðgerðum. „Beiting slíks valds myndi ekki leysa deiluna heldur leiða til frekari harmleiks,“ sagði Wang á fundinum. Enn fremur sagði Wang að friðsamleg lausn á kjarnorkudeilunni, með samtali og samningum, væri eina skynsamlega lausnin. Kínverjar væru tilbúnir að beita sér gegn uppbyggingu norðurkóreska hersins ef Bandaríkin létu af hernaðaræfingum með Suður-Kóreu. Slíkum tilboðum hafa Bandaríkjamenn hafnað áður þar sem þeir fara fram á að kjarnorkuvopnaáætlun Norður-Kóreu verði lögð til hliðar. Kínverjar eru ekki einu nágrannar Norður-Kóreu sem eru andvígir hernaðaraðgerðum. Rússar, sem eiga landamæri að ríkinu, segja slíkt óásættanlegt. Aðstoðarutanríkisráðherrann Gennady Gatilov kallaði einnig eftir því í gær að Norður-Kóreumenn hættu öllum kjarnorku- og eldflaugatilraunum. Öfgafull orðræða hefði þó valdið alvarlegu ástandi á svæðinu. Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fleiri fréttir Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Sjá meira
„Auðvitað er það leiðin sem við myndum helst vilja fara,“ sagði Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er blaðamaður NPR spurði hann í gær hvort Bandaríkin vildu beinar viðræður við yfirvöld í Norður-Kóreu. Yrði hlutverk þeirra viðræðna að létta á spennunni á Kóreuskaga sem hefur aukist undanfarið. Hafa yfirvöld í Norður-Kóreu til að mynda hótað því að varpa kjarnorkusprengjum á Bandaríkin. „En Norður-Kóreumenn þurfa að ákveða hvort þeir séu tilbúnir að ræða við okkur,“ sagði Tillerson enn fremur. Tillerson ávarpaði einnig öryggisráð Sameinuðu þjóðanna í gær. Sagði hann þar að hættan á því að norðurkóreski herinn gerði kjarnorkuárás væri raunveruleg. Þá kallaði hann eftir því að ríki heims einangruðu Norður-Kóreu með diplómatískum aðgerðum. Bandaríkin myndu beita diplómatískum og efnahagslegum aðgerðum gegn einræðisríkinu. Meðal annars viðskiptaþvingunum gegn einstaklingum og fyrirtækjum sem stunduðu viðskipti við stjórnvöld þar í landi. Þá væri ekki hægt að útiloka hernaðaraðgerðir. Wang Yi, utanríkisráðherra Kína, varaði hins vegar við hernaðaraðgerðum. „Beiting slíks valds myndi ekki leysa deiluna heldur leiða til frekari harmleiks,“ sagði Wang á fundinum. Enn fremur sagði Wang að friðsamleg lausn á kjarnorkudeilunni, með samtali og samningum, væri eina skynsamlega lausnin. Kínverjar væru tilbúnir að beita sér gegn uppbyggingu norðurkóreska hersins ef Bandaríkin létu af hernaðaræfingum með Suður-Kóreu. Slíkum tilboðum hafa Bandaríkjamenn hafnað áður þar sem þeir fara fram á að kjarnorkuvopnaáætlun Norður-Kóreu verði lögð til hliðar. Kínverjar eru ekki einu nágrannar Norður-Kóreu sem eru andvígir hernaðaraðgerðum. Rússar, sem eiga landamæri að ríkinu, segja slíkt óásættanlegt. Aðstoðarutanríkisráðherrann Gennady Gatilov kallaði einnig eftir því í gær að Norður-Kóreumenn hættu öllum kjarnorku- og eldflaugatilraunum. Öfgafull orðræða hefði þó valdið alvarlegu ástandi á svæðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fleiri fréttir Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna