Ósvífin aðför ríkisstjórnarinnar að ferðaþjónustunni Pétur Snæbjörnsson skrifar 19. apríl 2017 12:33 Sú ákvörðun ríkisstjórnarinnar að leggja með einu pennastriki um 20 milljarða skattahækkun á ferðaþjónustuna á ári verður ekki túlkuð öðruvísi en sem hrein aðför að greininni í heild. Þessi áform sýna fyrst og fremst fram á algert skilningsleysi viðkomandi á starfsumhverfi íslenskrar ferðaþjónustu sem stendur í síharðnandi samkeppni á heimsvísu. Hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu úr neðra skattþrepi upp í 22,5% er skyndileg risasveifla sem mun hafa neikvæð áhrif á kaup ferðamanna á gistingu, ferðum og þjónustu og þar með á rekstrarmöguleika fyrirtækja í greininni, sérstaklega á landsbyggðinni. Styrking krónunnar hefur ásamt fleiri þáttum þegar valdið því að íslenskir ferðaþjónustuaðilar finna nú þegar fyrir því að erlendar ferðaskrifstofur og aðrir samstarfsaðilar eru farnir að leita á önnur mið. Gistinóttum hefur fækkað og ferðamenn velja frekar styttri ferðir og ódýrari afþreyingu. Þessi hækkun mun ekki hjálpa til að snúa þeirri þróun við. Mun meira aðkallandi verkefni er að koma böndum á skattaundanskot, sem skiptir bæði ferðaþjónustuna í heild og ríkiskassann miklu máli. Hækkun virðisaukaskatts mun miklu fremur auka undanskot í ferðaþjónustu og það mikið, og þó er því miður allt of mikið um slíkt nú þegar. Fyrir okkur sem lengi höfum barist fyrir því að rekstrarumhverfi ferðaþjónustunnar sé þannig úr garði gert að tækifæri og ástæður til undanskota séu sem fæstar er þessi hækkun stórt stökk í ranga átt.Samkeppnishæfni ferðaþjónustunnar rústað Íslensk ferðaþjónusta er ekki eyland sem er aðeins í samkeppni við sjálfa sig um gjaldeyri þeirra ferðamanna sem komnir eru til landsins. Íslensk ferðaþjónusta er í harðri og mjög virkri samkeppni við aðra áfangastaði í heiminum. Þegar rætt er um samkeppnishæfni ferðaþjónustunnar hér á landi er átt við það hvernig íslenskri ferðaþjónustu gengur að keppa við önnur lönd um að fá ferðamenn til Íslands. Í umhverfi þar sem verðmunur upp á fáeina þúsundkalla ræður iðulega úrslitum um val á áfangastað er skyndiákvörðun um tugmilljarða hækkun gjalda á ferðaþjónustuna algerlega glórulaus aðför að samkeppnishæfni greinarinnar og mun án nokkurs vafa hafa mjög neikvæð áhrif á uppbyggingu þjónustu og afkomu ferðaþjónustuaðila um allt land mörg ár fram í tímann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Sú ákvörðun ríkisstjórnarinnar að leggja með einu pennastriki um 20 milljarða skattahækkun á ferðaþjónustuna á ári verður ekki túlkuð öðruvísi en sem hrein aðför að greininni í heild. Þessi áform sýna fyrst og fremst fram á algert skilningsleysi viðkomandi á starfsumhverfi íslenskrar ferðaþjónustu sem stendur í síharðnandi samkeppni á heimsvísu. Hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu úr neðra skattþrepi upp í 22,5% er skyndileg risasveifla sem mun hafa neikvæð áhrif á kaup ferðamanna á gistingu, ferðum og þjónustu og þar með á rekstrarmöguleika fyrirtækja í greininni, sérstaklega á landsbyggðinni. Styrking krónunnar hefur ásamt fleiri þáttum þegar valdið því að íslenskir ferðaþjónustuaðilar finna nú þegar fyrir því að erlendar ferðaskrifstofur og aðrir samstarfsaðilar eru farnir að leita á önnur mið. Gistinóttum hefur fækkað og ferðamenn velja frekar styttri ferðir og ódýrari afþreyingu. Þessi hækkun mun ekki hjálpa til að snúa þeirri þróun við. Mun meira aðkallandi verkefni er að koma böndum á skattaundanskot, sem skiptir bæði ferðaþjónustuna í heild og ríkiskassann miklu máli. Hækkun virðisaukaskatts mun miklu fremur auka undanskot í ferðaþjónustu og það mikið, og þó er því miður allt of mikið um slíkt nú þegar. Fyrir okkur sem lengi höfum barist fyrir því að rekstrarumhverfi ferðaþjónustunnar sé þannig úr garði gert að tækifæri og ástæður til undanskota séu sem fæstar er þessi hækkun stórt stökk í ranga átt.Samkeppnishæfni ferðaþjónustunnar rústað Íslensk ferðaþjónusta er ekki eyland sem er aðeins í samkeppni við sjálfa sig um gjaldeyri þeirra ferðamanna sem komnir eru til landsins. Íslensk ferðaþjónusta er í harðri og mjög virkri samkeppni við aðra áfangastaði í heiminum. Þegar rætt er um samkeppnishæfni ferðaþjónustunnar hér á landi er átt við það hvernig íslenskri ferðaþjónustu gengur að keppa við önnur lönd um að fá ferðamenn til Íslands. Í umhverfi þar sem verðmunur upp á fáeina þúsundkalla ræður iðulega úrslitum um val á áfangastað er skyndiákvörðun um tugmilljarða hækkun gjalda á ferðaþjónustuna algerlega glórulaus aðför að samkeppnishæfni greinarinnar og mun án nokkurs vafa hafa mjög neikvæð áhrif á uppbyggingu þjónustu og afkomu ferðaþjónustuaðila um allt land mörg ár fram í tímann.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun