ESB mun styðja Spán í deilunni við Breta um Gíbraltar Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 1. apríl 2017 19:05 Gíbraltar er fyrir sunnan Spán en Bretar hafa ráðið þar ríkjum síðan árið 1713. Vísir/EPA Evrópusambandið hyggst leggja framtíð Gibraltar að veði í komandi Brexit samningaviðræðum við Bretland og þar með styðja tilkall Spánar til yfirráða yfir skaganum, í því sem er aldargömul deila á milli Spánar og Bretlands um skagann, sem er staðsettur sunnan Spánar. Þetta kemur fram í stefnudrögum ESB að komandi samningaviðræðum við Breta úr útgöngu þeirra úr sambandinu. Guardian greinir frá. Spænska ríkisstjórnin hefur beitt sér fyrir því með fullnægjandi hætti innan sambandsins, að sambandið muni beita sér fyrir því í komandi samningaviðræðum að Bretar nái samningum við Spánverja um framtíð Gíbraltar, ellegar hætta á að íbúar skagans muni lenda fyrir utan sameiginlegt efnahagssvæði Evrópusambandsins. „Sambandið mun standa með meðlimaríkjum og það er núna Spánn,“ hefur verið haft eftir embættismanni sambandsins. Spánverjar hafa gert tilkall til skagans nánast alla tíð, síðan Bretar náðu yfirráðum þar árið 1713. 96 prósent íbúa Gíbraltar kusu með áframhaldandi aðild Bretlands að sambandinu. Í stefnudrögum Evrópusambandsins vegna komandi samningaviðræðna kemur meðal annars fram að samskipti Evrópusambandsins og Bretlands eftir útgöngu Breta, verði ekki rædd fyrr en að lokinni útgöngu. Samningsdrögin gera Spánverjum því kleyft að leggjast gegn því að Gíbraltar-skaginn verði hafður með ef að Bretar og Evrópusambandið gera með sér samkomulag um aðgang Breta að evrópska efnahagssvæðinu. Segir að „engir samningar á milli Evrópusambandsins og Bretlands eigi við um Gíbraltar, án þess að sá samningur hafi verið samþykktur af Spáni og Bretlandi.“ Því má segja að Spánverjar hafi fengið í hendurnar neitunarvald þegar kemur að öllum samningum Bretlands við Evrópusambandið. Breskir ráðamenn hafa tjáð sig um þessa grein í samningsdrögum sambandsins og hefur utanríkisráðherra Bretlands, Boris Johnson, tjáð sig á Twitter síðu sinni um málið og sagt að Bretar muni standa við bakið á íbúum Gíbraltar. Ráðamenn frá Gíbraltar hafa lýst yfir miklum vonbrigðum með samningsdrögin og segir Fabian Picardo, einn æðsti ráðherra Gíbraltar að það sé óhæft að „fólk Gíbraltar sé notað með þessum hætti af Spánverjum til þess að koma höggi á Breta.“ „Fullveldi okkar er ekki til umræðu. Við ætlum ekki að vera peð í Brexit málinu eða fórnarlömb þessa máls.“Good to speak to #Gibraltar Chief Minister @FabianPicardo. As ever, the UK remains implacable & rock-like in our support for Gibraltar— Boris Johnson (@BorisJohnson) March 31, 2017 Gíbraltar Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fleiri fréttir Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Sjá meira
Evrópusambandið hyggst leggja framtíð Gibraltar að veði í komandi Brexit samningaviðræðum við Bretland og þar með styðja tilkall Spánar til yfirráða yfir skaganum, í því sem er aldargömul deila á milli Spánar og Bretlands um skagann, sem er staðsettur sunnan Spánar. Þetta kemur fram í stefnudrögum ESB að komandi samningaviðræðum við Breta úr útgöngu þeirra úr sambandinu. Guardian greinir frá. Spænska ríkisstjórnin hefur beitt sér fyrir því með fullnægjandi hætti innan sambandsins, að sambandið muni beita sér fyrir því í komandi samningaviðræðum að Bretar nái samningum við Spánverja um framtíð Gíbraltar, ellegar hætta á að íbúar skagans muni lenda fyrir utan sameiginlegt efnahagssvæði Evrópusambandsins. „Sambandið mun standa með meðlimaríkjum og það er núna Spánn,“ hefur verið haft eftir embættismanni sambandsins. Spánverjar hafa gert tilkall til skagans nánast alla tíð, síðan Bretar náðu yfirráðum þar árið 1713. 96 prósent íbúa Gíbraltar kusu með áframhaldandi aðild Bretlands að sambandinu. Í stefnudrögum Evrópusambandsins vegna komandi samningaviðræðna kemur meðal annars fram að samskipti Evrópusambandsins og Bretlands eftir útgöngu Breta, verði ekki rædd fyrr en að lokinni útgöngu. Samningsdrögin gera Spánverjum því kleyft að leggjast gegn því að Gíbraltar-skaginn verði hafður með ef að Bretar og Evrópusambandið gera með sér samkomulag um aðgang Breta að evrópska efnahagssvæðinu. Segir að „engir samningar á milli Evrópusambandsins og Bretlands eigi við um Gíbraltar, án þess að sá samningur hafi verið samþykktur af Spáni og Bretlandi.“ Því má segja að Spánverjar hafi fengið í hendurnar neitunarvald þegar kemur að öllum samningum Bretlands við Evrópusambandið. Breskir ráðamenn hafa tjáð sig um þessa grein í samningsdrögum sambandsins og hefur utanríkisráðherra Bretlands, Boris Johnson, tjáð sig á Twitter síðu sinni um málið og sagt að Bretar muni standa við bakið á íbúum Gíbraltar. Ráðamenn frá Gíbraltar hafa lýst yfir miklum vonbrigðum með samningsdrögin og segir Fabian Picardo, einn æðsti ráðherra Gíbraltar að það sé óhæft að „fólk Gíbraltar sé notað með þessum hætti af Spánverjum til þess að koma höggi á Breta.“ „Fullveldi okkar er ekki til umræðu. Við ætlum ekki að vera peð í Brexit málinu eða fórnarlömb þessa máls.“Good to speak to #Gibraltar Chief Minister @FabianPicardo. As ever, the UK remains implacable & rock-like in our support for Gibraltar— Boris Johnson (@BorisJohnson) March 31, 2017
Gíbraltar Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fleiri fréttir Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Sjá meira