Fábrotið námsval í grunnskólum - hefur það áhrif? Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 24. mars 2017 13:09 Nýlega kom út skýrsla frá menntamálaráðuneytinu þar sem fram kemur að talsvert vanti upp á að viðmiðunartími Aðalnámskrár í verk- og listgreinum sé virtur.Eru takmarkanir á námsframboði í grunnskóla mögulega hættulegar? Það gengur ekki kæra þjóð að einn mikilvægasti hlekkur menntakerfisins grunnskólinn sjálfur ýti undir og styðji beint við þann veruleika að ungt fólk komist ekki í snertingu við möguleikana sem fyrir hendi eru þegar kemur að námsvali. Að börn og ungmenni fari meðvitað í gegnum grunnskóla með takmarkaða snertingu við verk- og listgreinar. Að þannig sé búið um að brotið sé á börnum og ungmennum þegar kemur að þeirri viðmiðun sem gengið er út frá í Aðalnámskrá um fjölda kennslustunda innan greinanna. Grunnskólanum ber skylda til að veita menntun fyrir alla og þá um leið að virða viðmið um áætlaðan tímafjölda undir þær námsgreinar sem lögbundnar eru í Aðalnámskrá og eru um leið undirstaða undir frekara námsval til framtíðar litið. Það er þannig að reynsla okkar og já reynsla okkar úr grunnskóla mótar okkur sem einstaklinga - heldur betur. Við sem einstaklingar byggjum ávalt á því sem fyrir er og því skiptir það gríðarlega miklu máli að grunnskólinn ein aðal grunnstoð samfélagsins sinni verkefni sínu sem er að styðja við þátttöku allra til lengri tíma litið og ekki síst með því að veita það námsval sem lög gera ráð fyrir.Í hverju felst alvarleikinn? Alvarleiki málsins felst í því að kerfið er meðvitað að taka frá hópi grunnskólabarna vonina sem sá hópur býr með í brjósti sér til framtíðar litið. Námsval byggir á reynslu ekki síst þeirri menningu og jafnvel hefðum sem ríkja í umhverfinu hverju sinni. Þegar heilu árgangarnir á grunnskólaaldri fara í gegnum grunnskólagönguna sína með eins takmarkaða kennslu í verk- og listgreinum og niðurstöður skýrslu menntamálaráðuneytisins gefur til kynna er ekki hægt að horfa framhjá því að það hafi mögulega áhrif. Áhrif til lengri tíma. Ungmenni með áhugasvið sitt á list- og verkgreinar fá ekki sömu tækifærin á grunnskólagöngu sinni og þau sem tengja áhugasvið sitt við bóknám. Það skýtur ekki síður skökku við að um leið og kallað er eftir aukinni aðsókn í til að mynda iðnnám að á sama tíma er grunnstoðinni kippt undan, það er tækifærunum fækkað á fyrri stigum til að ýta undir áhuga og gera því námsvali jafnhátt undir höfði og til að mynda bóknámi.Grunnskólinn er grunnstoð fyrir alla og um leið ákveðinn stökkpallur út í fjölbreytt námsval Fjármagn er af skornum skammti er sagt. Grunnstoðirnar blæða. Æskan verður undir. Við sem samfélag verðu hins vegar að fara að standa með æskunni á svo mörgum sviðum og að því sögðu má segja að grunnskólinn sé einn öflugasti vettvangurinn til þess. Því skiptir máli að í því lögbundna umhverfi sem rammar inn réttlæti og jöfnuð sem grunnskólanum ber skylda til standist þær kröfur sem gerðar eru hverju sinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun Skoðun Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Sjá meira
Nýlega kom út skýrsla frá menntamálaráðuneytinu þar sem fram kemur að talsvert vanti upp á að viðmiðunartími Aðalnámskrár í verk- og listgreinum sé virtur.Eru takmarkanir á námsframboði í grunnskóla mögulega hættulegar? Það gengur ekki kæra þjóð að einn mikilvægasti hlekkur menntakerfisins grunnskólinn sjálfur ýti undir og styðji beint við þann veruleika að ungt fólk komist ekki í snertingu við möguleikana sem fyrir hendi eru þegar kemur að námsvali. Að börn og ungmenni fari meðvitað í gegnum grunnskóla með takmarkaða snertingu við verk- og listgreinar. Að þannig sé búið um að brotið sé á börnum og ungmennum þegar kemur að þeirri viðmiðun sem gengið er út frá í Aðalnámskrá um fjölda kennslustunda innan greinanna. Grunnskólanum ber skylda til að veita menntun fyrir alla og þá um leið að virða viðmið um áætlaðan tímafjölda undir þær námsgreinar sem lögbundnar eru í Aðalnámskrá og eru um leið undirstaða undir frekara námsval til framtíðar litið. Það er þannig að reynsla okkar og já reynsla okkar úr grunnskóla mótar okkur sem einstaklinga - heldur betur. Við sem einstaklingar byggjum ávalt á því sem fyrir er og því skiptir það gríðarlega miklu máli að grunnskólinn ein aðal grunnstoð samfélagsins sinni verkefni sínu sem er að styðja við þátttöku allra til lengri tíma litið og ekki síst með því að veita það námsval sem lög gera ráð fyrir.Í hverju felst alvarleikinn? Alvarleiki málsins felst í því að kerfið er meðvitað að taka frá hópi grunnskólabarna vonina sem sá hópur býr með í brjósti sér til framtíðar litið. Námsval byggir á reynslu ekki síst þeirri menningu og jafnvel hefðum sem ríkja í umhverfinu hverju sinni. Þegar heilu árgangarnir á grunnskólaaldri fara í gegnum grunnskólagönguna sína með eins takmarkaða kennslu í verk- og listgreinum og niðurstöður skýrslu menntamálaráðuneytisins gefur til kynna er ekki hægt að horfa framhjá því að það hafi mögulega áhrif. Áhrif til lengri tíma. Ungmenni með áhugasvið sitt á list- og verkgreinar fá ekki sömu tækifærin á grunnskólagöngu sinni og þau sem tengja áhugasvið sitt við bóknám. Það skýtur ekki síður skökku við að um leið og kallað er eftir aukinni aðsókn í til að mynda iðnnám að á sama tíma er grunnstoðinni kippt undan, það er tækifærunum fækkað á fyrri stigum til að ýta undir áhuga og gera því námsvali jafnhátt undir höfði og til að mynda bóknámi.Grunnskólinn er grunnstoð fyrir alla og um leið ákveðinn stökkpallur út í fjölbreytt námsval Fjármagn er af skornum skammti er sagt. Grunnstoðirnar blæða. Æskan verður undir. Við sem samfélag verðu hins vegar að fara að standa með æskunni á svo mörgum sviðum og að því sögðu má segja að grunnskólinn sé einn öflugasti vettvangurinn til þess. Því skiptir máli að í því lögbundna umhverfi sem rammar inn réttlæti og jöfnuð sem grunnskólanum ber skylda til standist þær kröfur sem gerðar eru hverju sinni.
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar