Hættu að afsaka þig Kona! Karólína Helga Símonardóttir skrifar 3. mars 2017 12:06 Í grein eftir Katrínar Ólafsdóttir, lektor við Háskóla Íslands, Staða kvenna og karla á íslenskum vinnumarkaði: Staðreyndir og staða þekkingar sem kom út í maí 2015, kemur meðal annars fram að á „....á undan förnum árum hefur hver rannsóknin á fætur annarri sýnt að kyn ræður miklu við mat á færni”. Í flest öllum tilfellum var talið að karlkyns umsækjandinn hæfari en kvenkyns umsækjandinn og flestir voru yfirleitt tilbúnir að veita karlkyns umsækjendum meiri leiðbeiningu í nýju starfi. Einnig það sem mér fannst áhugaverðast að það skipti ekki máli af hvaða kyni sá sem fór yfir umsóknirnar, konur í stjórnunarstöðum voru jafnar körlum þegar kom að því ójafnrétti við mat á færni milli kynja. Enn þá þurfa konur að afsaka sig fyrir að vera metnaðarfullar, að vilja skara fram úr þó svo það sé í „karlægri“ störfum. Ég sat á fyrirlestri um daginn hjá tveimur ungum en frambærilegum konum, sem voru að kynna starf sitt í stétt sem er mjög karlæg. Í þessum pistli ætla ég ekki að útlista þann fyrirlestur neitt frekar en í kynningunni þá áttu þær til að taka upp þessa klassísku orðræðu kvenna að afsaka sig, „ég er ekkert að reyna vera fyrsta konan í þessu“ eða „það er ekkert mikilvægt að ég sé fyrst“. En hvað með það? Hvað með það þó þú viljir vera fyrsta konan í þessari stétt, hvað með það þó Vigdís hafi viljað vera fyrsti Kvennforseti Íslands eða Jóhanna fyrst fyrst íslenskra kvenna til að gegna stöðu forsætisráðherra. Nú nýverið var sett af stað herferð #kvennastörf sem er að mínu mati mjög mikilvægt inn í umræðuna í dag, því við sofnum allt of oft á verðinum. Þegar við höldum að jafnrétti kynjanna sé um það bil að nást þá gleymum við orðræðunni sem heldur áfram. Við gleymum að það þarf áfram að róa bátnum svo hann komist áfram á leiðarenda. Við gleymum því líka að við erum öll haldin fordómum sem við þurfum að yfirstíga en fyrst þurfum við að vera meðvituð um fordómana okkar, viðurkenna fyrir okkur sjálfum að það er bara mjög flott að vera iðnaðarmaður..jú eða kona. Að konur geta svo sannarlega stýrt heilli flugvél, hvað þá skipi og að sjálfsögðu er samfélagið okkar enn þá þannig að konur eru að brjóta múra sem forverar okkar byggðu. Konur eru sjálfar með ákveðnar hugmyndir um staðalímyndir í ákveðnum störfum, við erum ekkert skárri en margar karlremburnar. Við skulum minna okkur á að forfeður okkar höfðu mörg hundruð ár til þess að byggja þessa ósýnilegu múra sem við vinnum saman að því að brjóta niður en við þurfum að halda áfram að hamra og hamra þar til allir, meira að segja Trump eru komnir með okkur að hamra. En hvað þá með ungu konuna? Ég á stundum ekki orð hve oft ég verð fyrir fordómum, bæði frá konum sem eru mér eldri og karlmönnum. Hugsið ykkur umræðuna sem spratt upp þegar Þórdís þingmaður Sjálfstæðisflokksins settist í ráðherrastólinn. Um daginn átti ég samtal við konu vegna áhuga míns á ákveðnum störfum sem ekki krefjast ráðningaferils. Þarna fékk ég þriðju gráðu yfirheyrslu um hvaðan ég kæmi og hvað ég væri með í farteskinu. Ætli hún hefði spurt karlkyns félaga minn sömu spurninga? Þó hann hefði ekki verið með 3 háskólagráður, búinn að reka eigið fyrirtæki, halda uppi heimilishaldi, taka að sér mjög krefjandi störf og fleira annað sem að sjálfsögðu skiptir miklu máli hjá konum. Ég að minnsta kosti býð mig ekki fram í verkefni sem ég veit að ég get ekki sinnt, því jú ég er alltaf að gera minna úr þeim frábæru eiginleikum sem ég hef, ég er oft minn eigin óvinur þegar kemur að því að berjast með sjálfri mér! Hættu að afsaka þig kona og haltu áfram að berja! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Karólína Helga Símonardóttir Mest lesið Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Sjá meira
Í grein eftir Katrínar Ólafsdóttir, lektor við Háskóla Íslands, Staða kvenna og karla á íslenskum vinnumarkaði: Staðreyndir og staða þekkingar sem kom út í maí 2015, kemur meðal annars fram að á „....á undan förnum árum hefur hver rannsóknin á fætur annarri sýnt að kyn ræður miklu við mat á færni”. Í flest öllum tilfellum var talið að karlkyns umsækjandinn hæfari en kvenkyns umsækjandinn og flestir voru yfirleitt tilbúnir að veita karlkyns umsækjendum meiri leiðbeiningu í nýju starfi. Einnig það sem mér fannst áhugaverðast að það skipti ekki máli af hvaða kyni sá sem fór yfir umsóknirnar, konur í stjórnunarstöðum voru jafnar körlum þegar kom að því ójafnrétti við mat á færni milli kynja. Enn þá þurfa konur að afsaka sig fyrir að vera metnaðarfullar, að vilja skara fram úr þó svo það sé í „karlægri“ störfum. Ég sat á fyrirlestri um daginn hjá tveimur ungum en frambærilegum konum, sem voru að kynna starf sitt í stétt sem er mjög karlæg. Í þessum pistli ætla ég ekki að útlista þann fyrirlestur neitt frekar en í kynningunni þá áttu þær til að taka upp þessa klassísku orðræðu kvenna að afsaka sig, „ég er ekkert að reyna vera fyrsta konan í þessu“ eða „það er ekkert mikilvægt að ég sé fyrst“. En hvað með það? Hvað með það þó þú viljir vera fyrsta konan í þessari stétt, hvað með það þó Vigdís hafi viljað vera fyrsti Kvennforseti Íslands eða Jóhanna fyrst fyrst íslenskra kvenna til að gegna stöðu forsætisráðherra. Nú nýverið var sett af stað herferð #kvennastörf sem er að mínu mati mjög mikilvægt inn í umræðuna í dag, því við sofnum allt of oft á verðinum. Þegar við höldum að jafnrétti kynjanna sé um það bil að nást þá gleymum við orðræðunni sem heldur áfram. Við gleymum að það þarf áfram að róa bátnum svo hann komist áfram á leiðarenda. Við gleymum því líka að við erum öll haldin fordómum sem við þurfum að yfirstíga en fyrst þurfum við að vera meðvituð um fordómana okkar, viðurkenna fyrir okkur sjálfum að það er bara mjög flott að vera iðnaðarmaður..jú eða kona. Að konur geta svo sannarlega stýrt heilli flugvél, hvað þá skipi og að sjálfsögðu er samfélagið okkar enn þá þannig að konur eru að brjóta múra sem forverar okkar byggðu. Konur eru sjálfar með ákveðnar hugmyndir um staðalímyndir í ákveðnum störfum, við erum ekkert skárri en margar karlremburnar. Við skulum minna okkur á að forfeður okkar höfðu mörg hundruð ár til þess að byggja þessa ósýnilegu múra sem við vinnum saman að því að brjóta niður en við þurfum að halda áfram að hamra og hamra þar til allir, meira að segja Trump eru komnir með okkur að hamra. En hvað þá með ungu konuna? Ég á stundum ekki orð hve oft ég verð fyrir fordómum, bæði frá konum sem eru mér eldri og karlmönnum. Hugsið ykkur umræðuna sem spratt upp þegar Þórdís þingmaður Sjálfstæðisflokksins settist í ráðherrastólinn. Um daginn átti ég samtal við konu vegna áhuga míns á ákveðnum störfum sem ekki krefjast ráðningaferils. Þarna fékk ég þriðju gráðu yfirheyrslu um hvaðan ég kæmi og hvað ég væri með í farteskinu. Ætli hún hefði spurt karlkyns félaga minn sömu spurninga? Þó hann hefði ekki verið með 3 háskólagráður, búinn að reka eigið fyrirtæki, halda uppi heimilishaldi, taka að sér mjög krefjandi störf og fleira annað sem að sjálfsögðu skiptir miklu máli hjá konum. Ég að minnsta kosti býð mig ekki fram í verkefni sem ég veit að ég get ekki sinnt, því jú ég er alltaf að gera minna úr þeim frábæru eiginleikum sem ég hef, ég er oft minn eigin óvinur þegar kemur að því að berjast með sjálfri mér! Hættu að afsaka þig kona og haltu áfram að berja!
Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar