Mismunun Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 15. febrúar 2017 07:00 Fjölmiðlanefnd hefur það lögbundna hlutverk að hafa eftirlit með fjölmiðlastarfsemi í landinu. Starfsmenn nefndarinnar leggja mikið á sig til að íslenskir fjölmiðlar fari eftir laganna bókstaf og vilja skiljanlega sinna sínu starfi af samviskusemi og elju. Íslenskar sjónvarpsstöðvar verða að texta allt erlent efni með tilheyrandi kostnaði. Krafa er um að íþróttaviðburðum í beinni útsendingu sé lýst á íslensku. Sjónvarpsstöðvar mega ekki sýna efni bannað börnum nema á fyrirfram skilgreindum tímum og þurfa að merkja það sérstaklega. Þær mega auðvitað ekki – ekki frekar en prent-, útvarps- og netmiðlar – auglýsa áfengi. Skýrar reglur sem allir verða að fara eftir annars eiga þeir yfir höfði sér háar sektir frá Fjölmiðlanefnd og hótanir um lokun, ef um endurtekin brot er að ræða. Fjölmiðlar á Íslandi búa við skýrt íþyngjandi regluverk. Ætla mætti að erlendir fjölmiðlar, sem vilja hasla sér völl á Íslandi, þyrftu að lúta sömu lögmálum. Sú er ekki raunin. Á meðan 365 eyðir á annað hundrað milljóna í þýðingarkostnað á ári hverju, getur Netflix sýnt hvað sem er án íslensks texta, hvenær sem er. Á meðan 365 getur einungis sýnt bannað efni á ákveðnum tímum sólarhrings, getur Netflix haft slíkt á boðstólum hvenær sem er sólarhringsins. Sky News og Fox News geta sýnt áfengisauglýsingar hvenær sem er á sínum stöðvum fyrir íslenska áhorfendur. Sama gildir um erlend tímarit og innflutt blöð. Ef útgefandinn er erlendur má fylla blaðið af áfengisauglýsingum jafnvel þótt textinn sé á íslensku. Engu er líkara en Fjölmiðlanefnd, sem er rekin fyrir íslenskt skattfé, hafi það helst að leiðarljósi að leggja stein í götu íslenskra einkamiðla í samkeppni þeirra við þá útlendu. Þeir fyrrnefndu þurfa að lúta íþyngjandi reglum sem ekki eiga við um hina. Við bætist heimild RÚV til að selja auglýsingar fyrir tvo milljarða króna á ári. Í rauninni er á ferð aðför ríkisvaldsins að einkareknum fjölmiðlum. Smátt og smátt er verið að grafa undan rekstrargrundvelli þeirra af óskiljanlegri festu. Fjölmiðlanefnd og ríkisvald verða að láta eitt yfir alla ganga. Annaðhvort þarf að setja erlendum fjölmiðlum skýrari línur, eða að afnema reglurnar sem gera innlendum fjölmiðlum ókleift að berjast við þá erlendu á jafnréttisgrundvelli. Tryggja verður að erlendir fjölmiðlar njóti ekki lögverndaðs forskots á íslenska keppinauta. Reglur á okkar litla markaði eiga ekki að ráðast af heimilisfangi. Íslenskir ljósvakamiðlar og aðrir íslenskir miðlar eru mikilvægir fyrir samfélagið og tungumálið okkar. Alþjóðleg samkeppni er staðreynd sem ekki verður breytt, og nokkuð sem framsýnt fólk fagnar. En við megum ekki láta erlendu miðlana valta yfir þá íslensku. Þannig tapast leikurinn og hvað verður þá um tungumálið og menningarverðmætin, sem íslenskum fjölmiðlum ber réttilega að standa vörð um?Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Kristín Þorsteinsdóttir Netflix Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Fjölmiðlanefnd hefur það lögbundna hlutverk að hafa eftirlit með fjölmiðlastarfsemi í landinu. Starfsmenn nefndarinnar leggja mikið á sig til að íslenskir fjölmiðlar fari eftir laganna bókstaf og vilja skiljanlega sinna sínu starfi af samviskusemi og elju. Íslenskar sjónvarpsstöðvar verða að texta allt erlent efni með tilheyrandi kostnaði. Krafa er um að íþróttaviðburðum í beinni útsendingu sé lýst á íslensku. Sjónvarpsstöðvar mega ekki sýna efni bannað börnum nema á fyrirfram skilgreindum tímum og þurfa að merkja það sérstaklega. Þær mega auðvitað ekki – ekki frekar en prent-, útvarps- og netmiðlar – auglýsa áfengi. Skýrar reglur sem allir verða að fara eftir annars eiga þeir yfir höfði sér háar sektir frá Fjölmiðlanefnd og hótanir um lokun, ef um endurtekin brot er að ræða. Fjölmiðlar á Íslandi búa við skýrt íþyngjandi regluverk. Ætla mætti að erlendir fjölmiðlar, sem vilja hasla sér völl á Íslandi, þyrftu að lúta sömu lögmálum. Sú er ekki raunin. Á meðan 365 eyðir á annað hundrað milljóna í þýðingarkostnað á ári hverju, getur Netflix sýnt hvað sem er án íslensks texta, hvenær sem er. Á meðan 365 getur einungis sýnt bannað efni á ákveðnum tímum sólarhrings, getur Netflix haft slíkt á boðstólum hvenær sem er sólarhringsins. Sky News og Fox News geta sýnt áfengisauglýsingar hvenær sem er á sínum stöðvum fyrir íslenska áhorfendur. Sama gildir um erlend tímarit og innflutt blöð. Ef útgefandinn er erlendur má fylla blaðið af áfengisauglýsingum jafnvel þótt textinn sé á íslensku. Engu er líkara en Fjölmiðlanefnd, sem er rekin fyrir íslenskt skattfé, hafi það helst að leiðarljósi að leggja stein í götu íslenskra einkamiðla í samkeppni þeirra við þá útlendu. Þeir fyrrnefndu þurfa að lúta íþyngjandi reglum sem ekki eiga við um hina. Við bætist heimild RÚV til að selja auglýsingar fyrir tvo milljarða króna á ári. Í rauninni er á ferð aðför ríkisvaldsins að einkareknum fjölmiðlum. Smátt og smátt er verið að grafa undan rekstrargrundvelli þeirra af óskiljanlegri festu. Fjölmiðlanefnd og ríkisvald verða að láta eitt yfir alla ganga. Annaðhvort þarf að setja erlendum fjölmiðlum skýrari línur, eða að afnema reglurnar sem gera innlendum fjölmiðlum ókleift að berjast við þá erlendu á jafnréttisgrundvelli. Tryggja verður að erlendir fjölmiðlar njóti ekki lögverndaðs forskots á íslenska keppinauta. Reglur á okkar litla markaði eiga ekki að ráðast af heimilisfangi. Íslenskir ljósvakamiðlar og aðrir íslenskir miðlar eru mikilvægir fyrir samfélagið og tungumálið okkar. Alþjóðleg samkeppni er staðreynd sem ekki verður breytt, og nokkuð sem framsýnt fólk fagnar. En við megum ekki láta erlendu miðlana valta yfir þá íslensku. Þannig tapast leikurinn og hvað verður þá um tungumálið og menningarverðmætin, sem íslenskum fjölmiðlum ber réttilega að standa vörð um?Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun