Mismunun Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 15. febrúar 2017 07:00 Fjölmiðlanefnd hefur það lögbundna hlutverk að hafa eftirlit með fjölmiðlastarfsemi í landinu. Starfsmenn nefndarinnar leggja mikið á sig til að íslenskir fjölmiðlar fari eftir laganna bókstaf og vilja skiljanlega sinna sínu starfi af samviskusemi og elju. Íslenskar sjónvarpsstöðvar verða að texta allt erlent efni með tilheyrandi kostnaði. Krafa er um að íþróttaviðburðum í beinni útsendingu sé lýst á íslensku. Sjónvarpsstöðvar mega ekki sýna efni bannað börnum nema á fyrirfram skilgreindum tímum og þurfa að merkja það sérstaklega. Þær mega auðvitað ekki – ekki frekar en prent-, útvarps- og netmiðlar – auglýsa áfengi. Skýrar reglur sem allir verða að fara eftir annars eiga þeir yfir höfði sér háar sektir frá Fjölmiðlanefnd og hótanir um lokun, ef um endurtekin brot er að ræða. Fjölmiðlar á Íslandi búa við skýrt íþyngjandi regluverk. Ætla mætti að erlendir fjölmiðlar, sem vilja hasla sér völl á Íslandi, þyrftu að lúta sömu lögmálum. Sú er ekki raunin. Á meðan 365 eyðir á annað hundrað milljóna í þýðingarkostnað á ári hverju, getur Netflix sýnt hvað sem er án íslensks texta, hvenær sem er. Á meðan 365 getur einungis sýnt bannað efni á ákveðnum tímum sólarhrings, getur Netflix haft slíkt á boðstólum hvenær sem er sólarhringsins. Sky News og Fox News geta sýnt áfengisauglýsingar hvenær sem er á sínum stöðvum fyrir íslenska áhorfendur. Sama gildir um erlend tímarit og innflutt blöð. Ef útgefandinn er erlendur má fylla blaðið af áfengisauglýsingum jafnvel þótt textinn sé á íslensku. Engu er líkara en Fjölmiðlanefnd, sem er rekin fyrir íslenskt skattfé, hafi það helst að leiðarljósi að leggja stein í götu íslenskra einkamiðla í samkeppni þeirra við þá útlendu. Þeir fyrrnefndu þurfa að lúta íþyngjandi reglum sem ekki eiga við um hina. Við bætist heimild RÚV til að selja auglýsingar fyrir tvo milljarða króna á ári. Í rauninni er á ferð aðför ríkisvaldsins að einkareknum fjölmiðlum. Smátt og smátt er verið að grafa undan rekstrargrundvelli þeirra af óskiljanlegri festu. Fjölmiðlanefnd og ríkisvald verða að láta eitt yfir alla ganga. Annaðhvort þarf að setja erlendum fjölmiðlum skýrari línur, eða að afnema reglurnar sem gera innlendum fjölmiðlum ókleift að berjast við þá erlendu á jafnréttisgrundvelli. Tryggja verður að erlendir fjölmiðlar njóti ekki lögverndaðs forskots á íslenska keppinauta. Reglur á okkar litla markaði eiga ekki að ráðast af heimilisfangi. Íslenskir ljósvakamiðlar og aðrir íslenskir miðlar eru mikilvægir fyrir samfélagið og tungumálið okkar. Alþjóðleg samkeppni er staðreynd sem ekki verður breytt, og nokkuð sem framsýnt fólk fagnar. En við megum ekki láta erlendu miðlana valta yfir þá íslensku. Þannig tapast leikurinn og hvað verður þá um tungumálið og menningarverðmætin, sem íslenskum fjölmiðlum ber réttilega að standa vörð um?Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Kristín Þorsteinsdóttir Netflix Mest lesið Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Sjá meira
Fjölmiðlanefnd hefur það lögbundna hlutverk að hafa eftirlit með fjölmiðlastarfsemi í landinu. Starfsmenn nefndarinnar leggja mikið á sig til að íslenskir fjölmiðlar fari eftir laganna bókstaf og vilja skiljanlega sinna sínu starfi af samviskusemi og elju. Íslenskar sjónvarpsstöðvar verða að texta allt erlent efni með tilheyrandi kostnaði. Krafa er um að íþróttaviðburðum í beinni útsendingu sé lýst á íslensku. Sjónvarpsstöðvar mega ekki sýna efni bannað börnum nema á fyrirfram skilgreindum tímum og þurfa að merkja það sérstaklega. Þær mega auðvitað ekki – ekki frekar en prent-, útvarps- og netmiðlar – auglýsa áfengi. Skýrar reglur sem allir verða að fara eftir annars eiga þeir yfir höfði sér háar sektir frá Fjölmiðlanefnd og hótanir um lokun, ef um endurtekin brot er að ræða. Fjölmiðlar á Íslandi búa við skýrt íþyngjandi regluverk. Ætla mætti að erlendir fjölmiðlar, sem vilja hasla sér völl á Íslandi, þyrftu að lúta sömu lögmálum. Sú er ekki raunin. Á meðan 365 eyðir á annað hundrað milljóna í þýðingarkostnað á ári hverju, getur Netflix sýnt hvað sem er án íslensks texta, hvenær sem er. Á meðan 365 getur einungis sýnt bannað efni á ákveðnum tímum sólarhrings, getur Netflix haft slíkt á boðstólum hvenær sem er sólarhringsins. Sky News og Fox News geta sýnt áfengisauglýsingar hvenær sem er á sínum stöðvum fyrir íslenska áhorfendur. Sama gildir um erlend tímarit og innflutt blöð. Ef útgefandinn er erlendur má fylla blaðið af áfengisauglýsingum jafnvel þótt textinn sé á íslensku. Engu er líkara en Fjölmiðlanefnd, sem er rekin fyrir íslenskt skattfé, hafi það helst að leiðarljósi að leggja stein í götu íslenskra einkamiðla í samkeppni þeirra við þá útlendu. Þeir fyrrnefndu þurfa að lúta íþyngjandi reglum sem ekki eiga við um hina. Við bætist heimild RÚV til að selja auglýsingar fyrir tvo milljarða króna á ári. Í rauninni er á ferð aðför ríkisvaldsins að einkareknum fjölmiðlum. Smátt og smátt er verið að grafa undan rekstrargrundvelli þeirra af óskiljanlegri festu. Fjölmiðlanefnd og ríkisvald verða að láta eitt yfir alla ganga. Annaðhvort þarf að setja erlendum fjölmiðlum skýrari línur, eða að afnema reglurnar sem gera innlendum fjölmiðlum ókleift að berjast við þá erlendu á jafnréttisgrundvelli. Tryggja verður að erlendir fjölmiðlar njóti ekki lögverndaðs forskots á íslenska keppinauta. Reglur á okkar litla markaði eiga ekki að ráðast af heimilisfangi. Íslenskir ljósvakamiðlar og aðrir íslenskir miðlar eru mikilvægir fyrir samfélagið og tungumálið okkar. Alþjóðleg samkeppni er staðreynd sem ekki verður breytt, og nokkuð sem framsýnt fólk fagnar. En við megum ekki láta erlendu miðlana valta yfir þá íslensku. Þannig tapast leikurinn og hvað verður þá um tungumálið og menningarverðmætin, sem íslenskum fjölmiðlum ber réttilega að standa vörð um?Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun
„Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun
„Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun