Ferðaþjónustan er vannýtt auðlind Grímur Sæmundsen skrifar 20. desember 2016 07:00 Ferðaþjónustan hefur gert það að verkum að þjóðarskútan hefur siglt úr ölduróti hrunsins, skapað störfin sem glötuðust og hjálpað til við að greiða skuldirnar sem urðu til. Erlendir gestir sem sækja landið okkar heim í tugþúsundavís í hverjum mánuði hafa skilað miklum efnahagslegum ávinningi. Nú er svo komið að hlutdeild ferðaþjónustunnar sem hlutfall af vergri landsframleiðslu er um 10% og hefur greinin haldið uppi hagvexti þjóðarinnar undanfarin ár. Óhætt er að segja að vel hafi gengið í ferðaþjónustunni að undanförnu en viðvörunarljós blikka nú í mælaborðinu þar sem gengi íslensku krónunnar hefur styrkst um tæp 16% frá áramótum ásamt því að laun hafa hækkað um 10%.Svört mynd dregin upp Jákvæðar fréttir bárust úr Seðlabanka Íslands í síðustu viku þegar stýrivextir lækkuðu um 0,25% – í fyrsta sinn um margra mánaða skeið. Í kjölfar lækkunar stýrivaxta steig Már Guðmundsson seðlabankastjóri fram og fjallaði (loksins!) um ferðaþjónustuna – stærstu útflutningsatvinnugreinina, en þá til að kenna henni um það sem miður hefur farið við stjórn efnahagsmála í landinu. Hátt gengi íslensku krónunnar væri á ábyrgð ferðaþjónustunnar og hingað streymdi allt of mikið af ferðamönnum. Núna væri komið gott og mátti ekki skilja seðlabankastjóra öðruvísi en takmarka ætti flugferðir með ferðamenn til landsins. Fast á hæla seðlabankastjóra kom Þórólfur Matthíasson hagfræðiprófessor og kvað jafnvel enn fastar að orði. Ferðaþjónustan væri ofnýtt auðlind og nú skyldi skattleggja ferðaþjónustuna í drep með komugjöldum, gistináttaskatti og færa alla greinina upp í efsta þrep virðisaukaskatts. Þannig myndi ferðaþjónustunni ekki takast að eyðileggja rekstrargrunn annarra útflutningsatvinnugreina. Mátti helst skilja prófessorinn með þeim hætti að kippa ætti fótunum undan rekstrargrunni ferðaþjónustunnar til að varðveita rekstrargrunn annarra útflutningsatvinnugreina.Vítahringurinn rofinn Hvað gengur þessum ágætum mönnum til? Talað er um ferðaþjónustuna, sem hefur öðrum fremur bjargað efnahag þessarar þjóðar eftir hrun, eins og hún sé til vandræða. Samtök ferðaþjónustunnar hafa glímt við það undanfarin misseri að gera ráðamönnum þjóðarinnar grein fyrir því að uppgangur ferðaþjónustunnar sé ekki bóla eða síldarævintýri, en eins og oft áður í okkar samfélagi fer umræðan úr ökkla í eyra. Loksins þegar menn virðast vera að átta sig á þessari staðreynd verður þetta einstaka tækifæri að vandamáli! Íslensk ferðaþjónusta hefur haldið uppi kaupmætti í landinu undanfarin misseri og með gríðarlegum gjaldeyristekjum hefur tekist að rjúfa vítahring sem hefur verið við lýði hér á landi um áratugaskeið með tilheyrandi verðbólgu. Þrátt fyrir neikvæðan vöruskiptajöfnuð, sem stefnir í að verði rúmlega 100 milljarðar á þessu ári, hefur gengi krónunnar haldið áfram að styrkjast gagnvart erlendum gjaldmiðlum vegna þess mikla jákvæða þjónustujafnaðar sem greinin skapar. Þannig hefur ferðaþjónustunni tekist að vernda kaupmátt heimila í landinu. Það munar um minna!Ferðaþjónustan sé tekin með í reikninginn Það er löngu kominn tími til að ferðaþjónustan sem alvöru atvinnugrein sé tekin með í reikninginn og greininni búið hagfelldara rekstrarumhverfi í stað þess að finna henni allt til foráttu. Taka þarf fastar á því að lækka stýrivexti þannig að fyrirtæki hér á landi búi við svipað rekstrarumhverfi og í nágrannalöndunum og stíga þarf markvissari og ákveðnari skref til afléttingar gjaldeyrishafta. Í því efni blasir við að stuðla hraðar að því að lífeyrissjóðir landsins flytji innlendar peningaeignir í erlendar með áhættudreifingu til langs tíma að leiðarljósi. Þetta býr til mótvægi við hið mikla gjaldeyrisinnflæði, sem ferðaþjónustan og aðrar útflutningsgreinar skapa og mun þannig vinna gegn frekari styrkingu íslensku krónunnar og stuðla að meira jafnvægi í gjaldeyrismálum þjóðarinnar.Stöndum frammi fyrir einstöku tækifæri Hagstjórnarlausnin felst ekki í því að hækka skatta og gjöld á ferðaþjónustu – ganga í skrokk á mjólkurkúnni. Við stöndum frammi fyrir einstöku tækifæri til að byggja upp í stað þess að rífa niður. Ísland verður að vera samkeppnishæft við þær þjóðir sem við berum okkur saman við og hér á landi verður að ríkja hagstjórn sem tekur mið af þörfum útflutningsatvinnugreinanna. Við sem störfum í ferðaþjónustu verðum að hafa fagmennsku og gæði að leiðarljósi í öllum okkar aðgerðum og að því vinnum við nú alla daga. Ferðaþjónustan er vannýtt auðlind, en við Íslendingar verðum okkar eigin gæfu smiðir við nýtingu hennar. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Ferðaþjónustan hefur gert það að verkum að þjóðarskútan hefur siglt úr ölduróti hrunsins, skapað störfin sem glötuðust og hjálpað til við að greiða skuldirnar sem urðu til. Erlendir gestir sem sækja landið okkar heim í tugþúsundavís í hverjum mánuði hafa skilað miklum efnahagslegum ávinningi. Nú er svo komið að hlutdeild ferðaþjónustunnar sem hlutfall af vergri landsframleiðslu er um 10% og hefur greinin haldið uppi hagvexti þjóðarinnar undanfarin ár. Óhætt er að segja að vel hafi gengið í ferðaþjónustunni að undanförnu en viðvörunarljós blikka nú í mælaborðinu þar sem gengi íslensku krónunnar hefur styrkst um tæp 16% frá áramótum ásamt því að laun hafa hækkað um 10%.Svört mynd dregin upp Jákvæðar fréttir bárust úr Seðlabanka Íslands í síðustu viku þegar stýrivextir lækkuðu um 0,25% – í fyrsta sinn um margra mánaða skeið. Í kjölfar lækkunar stýrivaxta steig Már Guðmundsson seðlabankastjóri fram og fjallaði (loksins!) um ferðaþjónustuna – stærstu útflutningsatvinnugreinina, en þá til að kenna henni um það sem miður hefur farið við stjórn efnahagsmála í landinu. Hátt gengi íslensku krónunnar væri á ábyrgð ferðaþjónustunnar og hingað streymdi allt of mikið af ferðamönnum. Núna væri komið gott og mátti ekki skilja seðlabankastjóra öðruvísi en takmarka ætti flugferðir með ferðamenn til landsins. Fast á hæla seðlabankastjóra kom Þórólfur Matthíasson hagfræðiprófessor og kvað jafnvel enn fastar að orði. Ferðaþjónustan væri ofnýtt auðlind og nú skyldi skattleggja ferðaþjónustuna í drep með komugjöldum, gistináttaskatti og færa alla greinina upp í efsta þrep virðisaukaskatts. Þannig myndi ferðaþjónustunni ekki takast að eyðileggja rekstrargrunn annarra útflutningsatvinnugreina. Mátti helst skilja prófessorinn með þeim hætti að kippa ætti fótunum undan rekstrargrunni ferðaþjónustunnar til að varðveita rekstrargrunn annarra útflutningsatvinnugreina.Vítahringurinn rofinn Hvað gengur þessum ágætum mönnum til? Talað er um ferðaþjónustuna, sem hefur öðrum fremur bjargað efnahag þessarar þjóðar eftir hrun, eins og hún sé til vandræða. Samtök ferðaþjónustunnar hafa glímt við það undanfarin misseri að gera ráðamönnum þjóðarinnar grein fyrir því að uppgangur ferðaþjónustunnar sé ekki bóla eða síldarævintýri, en eins og oft áður í okkar samfélagi fer umræðan úr ökkla í eyra. Loksins þegar menn virðast vera að átta sig á þessari staðreynd verður þetta einstaka tækifæri að vandamáli! Íslensk ferðaþjónusta hefur haldið uppi kaupmætti í landinu undanfarin misseri og með gríðarlegum gjaldeyristekjum hefur tekist að rjúfa vítahring sem hefur verið við lýði hér á landi um áratugaskeið með tilheyrandi verðbólgu. Þrátt fyrir neikvæðan vöruskiptajöfnuð, sem stefnir í að verði rúmlega 100 milljarðar á þessu ári, hefur gengi krónunnar haldið áfram að styrkjast gagnvart erlendum gjaldmiðlum vegna þess mikla jákvæða þjónustujafnaðar sem greinin skapar. Þannig hefur ferðaþjónustunni tekist að vernda kaupmátt heimila í landinu. Það munar um minna!Ferðaþjónustan sé tekin með í reikninginn Það er löngu kominn tími til að ferðaþjónustan sem alvöru atvinnugrein sé tekin með í reikninginn og greininni búið hagfelldara rekstrarumhverfi í stað þess að finna henni allt til foráttu. Taka þarf fastar á því að lækka stýrivexti þannig að fyrirtæki hér á landi búi við svipað rekstrarumhverfi og í nágrannalöndunum og stíga þarf markvissari og ákveðnari skref til afléttingar gjaldeyrishafta. Í því efni blasir við að stuðla hraðar að því að lífeyrissjóðir landsins flytji innlendar peningaeignir í erlendar með áhættudreifingu til langs tíma að leiðarljósi. Þetta býr til mótvægi við hið mikla gjaldeyrisinnflæði, sem ferðaþjónustan og aðrar útflutningsgreinar skapa og mun þannig vinna gegn frekari styrkingu íslensku krónunnar og stuðla að meira jafnvægi í gjaldeyrismálum þjóðarinnar.Stöndum frammi fyrir einstöku tækifæri Hagstjórnarlausnin felst ekki í því að hækka skatta og gjöld á ferðaþjónustu – ganga í skrokk á mjólkurkúnni. Við stöndum frammi fyrir einstöku tækifæri til að byggja upp í stað þess að rífa niður. Ísland verður að vera samkeppnishæft við þær þjóðir sem við berum okkur saman við og hér á landi verður að ríkja hagstjórn sem tekur mið af þörfum útflutningsatvinnugreinanna. Við sem störfum í ferðaþjónustu verðum að hafa fagmennsku og gæði að leiðarljósi í öllum okkar aðgerðum og að því vinnum við nú alla daga. Ferðaþjónustan er vannýtt auðlind, en við Íslendingar verðum okkar eigin gæfu smiðir við nýtingu hennar. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun