Uppsveiflu Trumps lýkur fyrir páska Lars Christensen skrifar 7. desember 2016 09:00 Eitt sem er sérlega hrífandi í hagfræðinni er mikilvægi væntinganna. Neytendur og fjárfestar eru yfirleitt framsýnir og það þýðir að breytingar á hagstefnu hafa oft áhrif jafnvel áður en þær koma til framkvæmda. Dæmi um þetta eru væntingar um breytingar á peningamálastefnu. Þannig er almennt búist við að Seðlabanki Bandaríkjanna muni hækka stýrivexti um 0,25 prósent í næstu viku. Þetta þýðir að ef við lítum á markaðina þá hefur stýrivaxtahækkunin þegar að miklu leyti verið tekin inn í verð á gjaldeyris-, skuldabréfa- og hlutabréfamörkuðunum. Þetta þýðir að seðlabankinn hefur í raun nú þegar hert peningamálastefnuna, sem þýðir líka að væntanleg vaxtahækkun í næstu viku hefur nú þegar áhrif á bandaríska hagkerfið. Það sama á í rauninni við um Donald Trump. Hann hefur verið kosinn forseti Bandaríkjanna en tekur ekki við fyrr en seinni partinn í janúar. Þetta þýðir samt ekki að hagstefna hans hafi ekki nú þegar áhrif. Raunar hafa markaðirnir nú þegar brugðist frekar sterkt við þessari (væntanlegu) stefnu og það lítur út fyrir að markaðirnir búist við að Trump-hagfræðin styrki bandaríska hagkerfið – að minnsta kosti að vissu leyti. Þannig hafa verðbréfamarkaðir hækkað og það sama á við um vexti ríkisskuldabréfa og verðbólguvæntingar markaðanna. Sú staðreynd að markaðirnir skuli nú þegar bregðast við – sennilega við væntanlegri slökun á peningamálastefnu í formi skattalækkana og fjárfestinga í innviðum – þýðir að við munum sennilega sjá betri þjóðhagfræðilegar tölur í Bandaríkjunum frekar fljótt, sennilega áður enTrump tekur við embætti 21. janúar. Hins vegar gæti þessi „uppsveifla“ orðið frekar skammvinn. Þannig hefur bandaríski verðbréfamarkaðurinn hresst vegna væntinga um skattalækkanir og umfangsmiklar innviðaframkvæmdir, sem einnig hafa valdið auknum verðbólguvæntingum. Auknum verðbólguvæntingum hefur verið fagnað þar sem væntingarnar hafa verið undir tveggja prósenta verðbólgumarkmiði Seðlabankans. Hins vegar, þar sem verðbólguvæntingar (til meðallangs tíma) hafa nú farið örlítið upp fyrir tvö prósent gera fjárfestar sér líka grein fyrir að seðlabankinn muni bregðast við þessu með meiri stýrivaxtahækkun. Svo þótt væntanleg slökun í ríkisfjármálum stuðli að aukinni heildareftirspurn í bandaríska hagkerfinu er líklegt að væntanleg aðhaldsstefna í peningamálum muni að fullu vega upp á móti auknum hagvexti. Með öðrum orðum: Þegar ljóst verður að verðbólgan fari líklega yfir tvö prósent mun óttinn við herta peningamálastefnu draga úr trú fjárfesta á varanleika Trump-uppsveiflunnar. Þess vegna er „pláss“ fyrir aukinn hagvöxt í Bandaríkjunum til skamms tíma þar sem verðbólguvæntingar voru undir tveimur prósentum þegar Trump var kosinn, en frekar mikil og hröð aukning verðbólguvæntinga þýðir að hagvaxtaraukningin gæti orðið skammvinn. Að lokum skal á það bent að Seðlabankinn er mjög líklegur til að reyna að halda aftur af „Trump-uppsveiflunni“ þar sem hún gæti valdið aukinni verðbólgu. Annað atriði er að verndarstefnutal Trumps sjálfs gæti valdið miklum skaða á bandaríska hagkerfinu. Svo við skulum fagna „Trump-uppsveiflunni“ núna – hún gæti vel verið afstaðin fyrir páska. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Donald Trump Lars Christensen Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Sjá meira
Eitt sem er sérlega hrífandi í hagfræðinni er mikilvægi væntinganna. Neytendur og fjárfestar eru yfirleitt framsýnir og það þýðir að breytingar á hagstefnu hafa oft áhrif jafnvel áður en þær koma til framkvæmda. Dæmi um þetta eru væntingar um breytingar á peningamálastefnu. Þannig er almennt búist við að Seðlabanki Bandaríkjanna muni hækka stýrivexti um 0,25 prósent í næstu viku. Þetta þýðir að ef við lítum á markaðina þá hefur stýrivaxtahækkunin þegar að miklu leyti verið tekin inn í verð á gjaldeyris-, skuldabréfa- og hlutabréfamörkuðunum. Þetta þýðir að seðlabankinn hefur í raun nú þegar hert peningamálastefnuna, sem þýðir líka að væntanleg vaxtahækkun í næstu viku hefur nú þegar áhrif á bandaríska hagkerfið. Það sama á í rauninni við um Donald Trump. Hann hefur verið kosinn forseti Bandaríkjanna en tekur ekki við fyrr en seinni partinn í janúar. Þetta þýðir samt ekki að hagstefna hans hafi ekki nú þegar áhrif. Raunar hafa markaðirnir nú þegar brugðist frekar sterkt við þessari (væntanlegu) stefnu og það lítur út fyrir að markaðirnir búist við að Trump-hagfræðin styrki bandaríska hagkerfið – að minnsta kosti að vissu leyti. Þannig hafa verðbréfamarkaðir hækkað og það sama á við um vexti ríkisskuldabréfa og verðbólguvæntingar markaðanna. Sú staðreynd að markaðirnir skuli nú þegar bregðast við – sennilega við væntanlegri slökun á peningamálastefnu í formi skattalækkana og fjárfestinga í innviðum – þýðir að við munum sennilega sjá betri þjóðhagfræðilegar tölur í Bandaríkjunum frekar fljótt, sennilega áður enTrump tekur við embætti 21. janúar. Hins vegar gæti þessi „uppsveifla“ orðið frekar skammvinn. Þannig hefur bandaríski verðbréfamarkaðurinn hresst vegna væntinga um skattalækkanir og umfangsmiklar innviðaframkvæmdir, sem einnig hafa valdið auknum verðbólguvæntingum. Auknum verðbólguvæntingum hefur verið fagnað þar sem væntingarnar hafa verið undir tveggja prósenta verðbólgumarkmiði Seðlabankans. Hins vegar, þar sem verðbólguvæntingar (til meðallangs tíma) hafa nú farið örlítið upp fyrir tvö prósent gera fjárfestar sér líka grein fyrir að seðlabankinn muni bregðast við þessu með meiri stýrivaxtahækkun. Svo þótt væntanleg slökun í ríkisfjármálum stuðli að aukinni heildareftirspurn í bandaríska hagkerfinu er líklegt að væntanleg aðhaldsstefna í peningamálum muni að fullu vega upp á móti auknum hagvexti. Með öðrum orðum: Þegar ljóst verður að verðbólgan fari líklega yfir tvö prósent mun óttinn við herta peningamálastefnu draga úr trú fjárfesta á varanleika Trump-uppsveiflunnar. Þess vegna er „pláss“ fyrir aukinn hagvöxt í Bandaríkjunum til skamms tíma þar sem verðbólguvæntingar voru undir tveimur prósentum þegar Trump var kosinn, en frekar mikil og hröð aukning verðbólguvæntinga þýðir að hagvaxtaraukningin gæti orðið skammvinn. Að lokum skal á það bent að Seðlabankinn er mjög líklegur til að reyna að halda aftur af „Trump-uppsveiflunni“ þar sem hún gæti valdið aukinni verðbólgu. Annað atriði er að verndarstefnutal Trumps sjálfs gæti valdið miklum skaða á bandaríska hagkerfinu. Svo við skulum fagna „Trump-uppsveiflunni“ núna – hún gæti vel verið afstaðin fyrir páska.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun