Íhaldið breytir kerfinu Hildur Sverrisdóttir skrifar 27. október 2016 07:00 Ég hef heyrt ýmsa fullyrða að undir stjórn Sjálfstæðisflokksins verði engar kerfisbreytingar gerðar; flokkurinn standi fyrir íhald og kyrrstöðu. Þetta þykir mér undarlegur málflutningur. Sjálfstæðisflokkurinn er vissulega íhaldssamur að því leytinu að við viljum ekki kollvarpa því sem virkar í grundvallaratriðum – þótt við séum alltaf til í að betrumbæta og fínstilla. Við viljum ekki kollsteypur í ríkisfjármálum eða hagstjórn þegar ríkissjóður er loksins rekinn með afgangi og allar hagtölur sýna að við erum á réttri leið. Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki kollvarpa fiskveiðikerfi sem er einstakt á heimsvísu og hefur stuðlað að því að sjávarútvegurinn er sjálfbær og arðbær atvinnugrein sem stendur beint og óbeint undir stórum hluta velferðar okkar. Við viljum heldur ekki neina kollsteypu með stjórnarskrána, sem myndi að öllum líkindum leiða af sér áratuga réttaróvissu, þótt við teljum rétt að gera afmarkaðar og tímabærar breytingar á stjórnarskránni í pólitískri sátt. Á kjörtímabilinu hafa hins vegar verið gerðar gífurlega mikilvægar kerfisbreytingar undir forystu Sjálfstæðisflokksins. Við styttum til að mynda framhaldsskólanám og stigum þannig mikilvægt skref til þess að nýta betur fé skattgreiðenda, tíma og hæfileika ungs fólks. Aukin framleiðni í menntakerfinu og hagkerfinu almennt er forsenda þess að við getum áfram staðið undir velferðinni þótt árið 2050 verði helmingi færri vinnandi hendur á hvern aldraðan en í dag.Grundvallarbreytingar Við beittum okkur fyrir grundvallarbreytingum á námslánakerfinu, sem hefðu bætt kjör alls þorra námsmanna, hefði stjórnarandstaðan ekki stoppað þær í þinginu. Sjálfstæðisflokkurinn beitti sér fyrir breiðri sátt um breytingar á lífeyriskerfi landsmanna, sem ætti að geta tryggt að allir landsmenn búi við sjálfbært, fullfjármagnað lífeyriskerfi. Við vorum reiðubúin til þess að taka á gífurlegum uppsöfnuðum vanda í lífeyriskerfi opinberra starfsmanna – og höfðum komið ríkissjóði í þá stöðu að geta það. Sjálfstæðisflokkurinn hefur þannig sýnt að hann veigrar sér ekki við að ráðast í grundvallarkerfisbreytingar. Ekki ef þær eru einungis breytingar breytinganna vegna af einhverjum óskilgreindum ástæðum með ófyrirsjáanlegum afleiðinum, heldur ef við erum viss um að þær breytingar séu til góðs fyrir land og þjóð og stuðli að framförum og velferð til framtíðar.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Sjá meira
Ég hef heyrt ýmsa fullyrða að undir stjórn Sjálfstæðisflokksins verði engar kerfisbreytingar gerðar; flokkurinn standi fyrir íhald og kyrrstöðu. Þetta þykir mér undarlegur málflutningur. Sjálfstæðisflokkurinn er vissulega íhaldssamur að því leytinu að við viljum ekki kollvarpa því sem virkar í grundvallaratriðum – þótt við séum alltaf til í að betrumbæta og fínstilla. Við viljum ekki kollsteypur í ríkisfjármálum eða hagstjórn þegar ríkissjóður er loksins rekinn með afgangi og allar hagtölur sýna að við erum á réttri leið. Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki kollvarpa fiskveiðikerfi sem er einstakt á heimsvísu og hefur stuðlað að því að sjávarútvegurinn er sjálfbær og arðbær atvinnugrein sem stendur beint og óbeint undir stórum hluta velferðar okkar. Við viljum heldur ekki neina kollsteypu með stjórnarskrána, sem myndi að öllum líkindum leiða af sér áratuga réttaróvissu, þótt við teljum rétt að gera afmarkaðar og tímabærar breytingar á stjórnarskránni í pólitískri sátt. Á kjörtímabilinu hafa hins vegar verið gerðar gífurlega mikilvægar kerfisbreytingar undir forystu Sjálfstæðisflokksins. Við styttum til að mynda framhaldsskólanám og stigum þannig mikilvægt skref til þess að nýta betur fé skattgreiðenda, tíma og hæfileika ungs fólks. Aukin framleiðni í menntakerfinu og hagkerfinu almennt er forsenda þess að við getum áfram staðið undir velferðinni þótt árið 2050 verði helmingi færri vinnandi hendur á hvern aldraðan en í dag.Grundvallarbreytingar Við beittum okkur fyrir grundvallarbreytingum á námslánakerfinu, sem hefðu bætt kjör alls þorra námsmanna, hefði stjórnarandstaðan ekki stoppað þær í þinginu. Sjálfstæðisflokkurinn beitti sér fyrir breiðri sátt um breytingar á lífeyriskerfi landsmanna, sem ætti að geta tryggt að allir landsmenn búi við sjálfbært, fullfjármagnað lífeyriskerfi. Við vorum reiðubúin til þess að taka á gífurlegum uppsöfnuðum vanda í lífeyriskerfi opinberra starfsmanna – og höfðum komið ríkissjóði í þá stöðu að geta það. Sjálfstæðisflokkurinn hefur þannig sýnt að hann veigrar sér ekki við að ráðast í grundvallarkerfisbreytingar. Ekki ef þær eru einungis breytingar breytinganna vegna af einhverjum óskilgreindum ástæðum með ófyrirsjáanlegum afleiðinum, heldur ef við erum viss um að þær breytingar séu til góðs fyrir land og þjóð og stuðli að framförum og velferð til framtíðar.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun