Gefum þeim raunverulegt val um nám Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 1. október 2016 07:00 Þegar ungmenni velja nám að loknum grunnskóla liggur beinast við að fara hina hefðbundnu bóknámsleið. Ekki endilega vegna þess að áhugi flestra liggi á því sviði né heldur vegna þess að það eigi svo afskaplega vel við flesta, heldur vegna þess að þar hafa allar áherslur samfélagsins legið. Virðingin fyrir bóknámi er mikil og ekkert nema gott um það að segja. Sú virðing hefur hins vegar varpað skugga á aðra kosti, eins og starfsnám. Starfsnámið hefur því átt undir högg að sækja og námsframboð dregist saman.Hlutverk grunnskólans Í grunnskóla er meginhluti náms bóknám, þar sem kennsluformið er einfalt og beinn kostnaður liggur helst í námsbókunum sjálfum. Það er dýrara og flóknara að halda uppi verkgreinum. En grunnskólinn ætti að vera sá vettvangur sem ýtir undir fjölbreyttar leiðir í námi og tekur þannig mið af fjölbreytileika atvinnulífsins. Reyndin er að ungmenni finna sér ekki farveg, þau fá ekki stuðning í skólaumhverfinu til að efla sig innan síns áhugasviðs nema að mjög takmörkuðu leyti og skólarnir eru ekki allir í stakk búnir til að bregðast við. Viljann skortir ekki, heldur fjármagnið til að hrinda hugmyndum í framkvæmd.Hvernig má gera betur? Stjórnvöld í nánum tengslum við atvinnulífið hafa gullið tækifæri til að taka á þessum vanda og styðja betur við menntastofnanir til framkvæmda og fjölbreytileika í námsframboði. Það skiptir öllu að við lok grunnskóla hafi ungmenni raunveruleg tækifæri til að velja þær námsbrautir sem styðja við áhugasvið og löngun til menntunar. Við þurfum að breyta núverandi kerfi, því aðeins þannig getum við vonast til að stemma stigu við brottfalli framhaldsskólanema. Allt of margir fara af stað í nám án þess að vita í raun hvert stefnir, því námið snertir ekki á þeirra áhugasviði og sterku hliðum. Ein lausnin gæti verið sú að strax við fyrsta námsár í framhaldsskóla fari ungmenni að stunda nám á þeim vettvangi sem hugur þeirra leitar til hvað varðar starfsval. Starfsnámið væri því raunverulegur kostur strax við upphaf framhaldsskólagöngu. Þessi ungmenni gætu sett sér framtíðarsýn sem byggir á getu og áhuga á að taka virkan þátt í samfélaginu út frá eigin styrkleikum og hæfni. Það falla ekki allir inn í bóknámsformið – og þurfa alls ekki að gera það.Tími til framkvæmda Umræðan hefur verið mikil og gagnleg en nú er komið að því að framkvæma og endurskapa. Við verðum að gera starfsmenntun hærra undir höfði og leita leiða til að ungmenni geti valið sig inn á áhugasviðið sitt við upphaf framhaldsskólagöngu. Strax, en ekki eftir eins til tveggja ára bóknámstímabil sem hefur þær afleiðingar að hópur ungmenna gefst upp vegna þess að þeim er ekki mætt út frá þeirra eigin styrkleikum. Þau fyllast vonleysi og uppgjöf. Ávinningur af breyttum áherslum er mikill fyrir einstaklingana, en ekki síður fyrir atvinnulífið og þær starfsgreinar sem við byggjum samfélag okkar á. Þegar skrefið er tekið til fulls og kerfið fær þann kjark sem þarf til breytinga þá fyrst getum við talað um að starfsnám fái þá viðurkenningu sem við viljum að allt nám njóti.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Sara Dögg Svanhildardóttir Mest lesið Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Skoðun Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Sjá meira
Þegar ungmenni velja nám að loknum grunnskóla liggur beinast við að fara hina hefðbundnu bóknámsleið. Ekki endilega vegna þess að áhugi flestra liggi á því sviði né heldur vegna þess að það eigi svo afskaplega vel við flesta, heldur vegna þess að þar hafa allar áherslur samfélagsins legið. Virðingin fyrir bóknámi er mikil og ekkert nema gott um það að segja. Sú virðing hefur hins vegar varpað skugga á aðra kosti, eins og starfsnám. Starfsnámið hefur því átt undir högg að sækja og námsframboð dregist saman.Hlutverk grunnskólans Í grunnskóla er meginhluti náms bóknám, þar sem kennsluformið er einfalt og beinn kostnaður liggur helst í námsbókunum sjálfum. Það er dýrara og flóknara að halda uppi verkgreinum. En grunnskólinn ætti að vera sá vettvangur sem ýtir undir fjölbreyttar leiðir í námi og tekur þannig mið af fjölbreytileika atvinnulífsins. Reyndin er að ungmenni finna sér ekki farveg, þau fá ekki stuðning í skólaumhverfinu til að efla sig innan síns áhugasviðs nema að mjög takmörkuðu leyti og skólarnir eru ekki allir í stakk búnir til að bregðast við. Viljann skortir ekki, heldur fjármagnið til að hrinda hugmyndum í framkvæmd.Hvernig má gera betur? Stjórnvöld í nánum tengslum við atvinnulífið hafa gullið tækifæri til að taka á þessum vanda og styðja betur við menntastofnanir til framkvæmda og fjölbreytileika í námsframboði. Það skiptir öllu að við lok grunnskóla hafi ungmenni raunveruleg tækifæri til að velja þær námsbrautir sem styðja við áhugasvið og löngun til menntunar. Við þurfum að breyta núverandi kerfi, því aðeins þannig getum við vonast til að stemma stigu við brottfalli framhaldsskólanema. Allt of margir fara af stað í nám án þess að vita í raun hvert stefnir, því námið snertir ekki á þeirra áhugasviði og sterku hliðum. Ein lausnin gæti verið sú að strax við fyrsta námsár í framhaldsskóla fari ungmenni að stunda nám á þeim vettvangi sem hugur þeirra leitar til hvað varðar starfsval. Starfsnámið væri því raunverulegur kostur strax við upphaf framhaldsskólagöngu. Þessi ungmenni gætu sett sér framtíðarsýn sem byggir á getu og áhuga á að taka virkan þátt í samfélaginu út frá eigin styrkleikum og hæfni. Það falla ekki allir inn í bóknámsformið – og þurfa alls ekki að gera það.Tími til framkvæmda Umræðan hefur verið mikil og gagnleg en nú er komið að því að framkvæma og endurskapa. Við verðum að gera starfsmenntun hærra undir höfði og leita leiða til að ungmenni geti valið sig inn á áhugasviðið sitt við upphaf framhaldsskólagöngu. Strax, en ekki eftir eins til tveggja ára bóknámstímabil sem hefur þær afleiðingar að hópur ungmenna gefst upp vegna þess að þeim er ekki mætt út frá þeirra eigin styrkleikum. Þau fyllast vonleysi og uppgjöf. Ávinningur af breyttum áherslum er mikill fyrir einstaklingana, en ekki síður fyrir atvinnulífið og þær starfsgreinar sem við byggjum samfélag okkar á. Þegar skrefið er tekið til fulls og kerfið fær þann kjark sem þarf til breytinga þá fyrst getum við talað um að starfsnám fái þá viðurkenningu sem við viljum að allt nám njóti.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
„Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun
Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
„Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun
Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun