Arkitektúr og túrismi – fyrsti hluti Dagur Eggertsson skrifar 15. september 2016 00:00 Ekki hefur farið fram hjá neinum að fjöldi ferðamanna á Íslandi hefur stóraukist síðustu árin. Þetta hefur bæði aflað ríkissjóði kærkomins gjaldeyris og skapað atvinnutækifæri sem rík þörf var á eftir hrun. En hverjar eru hugmyndirnar og hugsjónirnar á bak við þróun ferðamannastaða? Þetta eru áleitnar hugsanir sem við í hönnunargeiranum reynum að spyrja okkur sjálf að þegar farið er af stað með hönnunarverkefni. Hér eru nokkrar hugleiðingar eftir hringferð um landið í júlí 2016.Ástand mála Eftir búsetu í Noregi í 30 ár get ég leyft mér að horfa með gestsauga á umhverfið og njóta einstakrar náttúru Íslands á ferðum um landið jafnframt því að rýna á bak við sjónarsviðið eftir ófáar ferðir um landið allt frá æsku. Oft verður maður samt var við hluti sem erfitt er að útskýra fyrir sjálfum sér og erlendum ferðafélögum. Þetta á sér í lagi við um hið byggða umhverfi við fjölsótta ferðamannastaði og náttúruperlur landsins. Mikilvægt er að undirstrika að vel hefur verið haldið á málunum við þróun fjölmargra staða á landinu. Eldheimar í Eyjum, Snæfellsstofa í Vatnajökulsþjóðgarði, Hakið á Þingvöllum og sundlaugin á Hofsósi eru fáein af mörgum mannvirkjum sem unun er að sækja heim einfaldlega vegna þess að heildræn hugsun býr að baki. Engu að síður er margt sem borið er á borð fyrir ferðamenn og almenning töluvert lakara. Auðvitað má útskýra megnið af því sem ber fyrir sjónir sem afleiðingu vanefna. Og hvers vegna ekki að leyfa sér að hrífast af þeim þokka sem tengist sjálfsbjargarviðleitninni sem okkur Íslendingum er í blóð borin? Að gera hlutina á einfaldan hátt er hugsunarháttur sem þrátt fyrir allt hefur haldið þessu fámenna þjóðfélagi gangandi í gegnum aldirnar.Drífum í því Við köllum þetta pragmatisma á fagmáli eða gagnsemishyggju eins og hugtakið útleggst á íslensku og njótum þess að skoða fyrirbæri eins og þessi með augum sérfræðingsins, jafnvel notfæra okkur slík vinnubrögð þegar við á. Pragmatismi er eðlilegur hluti af starfi hönnuða og má meðal annars nota til að útskýra hvernig byggingarhefðir hafa þróast út um allan heim. Það er samt sem áður töluverður munur á þeim pragmatisma sem ræður í ferðamannaiðnaðinum hér á landi og þeim hefðum og aðferðafræði í arkitektúr sem hafa fengið að þróast um aldir. Munurinn er sá sem ég vék að í upphafi greinarinnar – hugsunin sem býr að baki.Græðgi Því miður er fátt annað en hugsun um peninga sem sýnist ráða ferð í þróun ferðamannastaða á Íslandi. Fjárfestingarnar virðast eiga að vera sem minnstar og afkasta sem mestu á sem stystum tíma. Við lesum um það í fjölmiðlum að tekjur ferðaþjónustufyrirtækja hafi margfaldast á síðustu árum og mörg hver velti milljörðum. Tekjur þessar eru lítið notaðar til að þróa og bæta svæðin, en renna fremur beint í vasana á hluthöfunum sem vilja og krefjast meira. Landeigendur eru oft lítils megandi sveitarfélög eða bændur sem þurfa því að standa straum af kostnaði við að sjá ferðamönnum fyrir salernisaðstöðu og nauðsynlegri þjónustu. Það er því ekki skrýtið að leitað sé leiða til að gera hlutina á fljótlegan, einfaldan og ódýran hátt. En er það hægt til frambúðar? Það er vafasamt, vegna þess að álagið á landinu er orðið svo mikið að víða er það stórlega farið að láta á sjá af ágangi fólks og fjármagn ekki til nauðsynlegra umbóta til að koma í veg fyrir varanlegt tjón. Umhverfisstofnun hefur á síðustu árum tekið saman upplýsingar í bæklingnum „Rauði listinn“ um svæði í hættu sem á ríkt erindi til almennings[i]. Geysissvæðið er dæmi um svæði sem þarf að taka fyrir sem allra fyrst. Þar er byggingamagn orðið meira en góðu hófi gegnir, heildarmynd vantar á stíga, göngupalla og skilti, og upplýsingum um sögu og jarðfræði svæðisins er ábótavant. Sömuleiðis stingur byggingarstíllinn í stúf og er að öllum líkindum fremur notaður til að vekja athygli en að laga byggingarnar að umhverfinu. Víða hafa landeigendur líka séð sér leik á borði og leigt einkaaðilum aðgang að náttúruminjum, sem aftur selja ævintýri í Hollywood-stíl til túrista á uppsprengdu verði. Af þessu fást tekjur en smám saman einkavæðist náttúran og við Íslendingar sjálfir kynnumst ekki náttúru okkar nema með vasana fulla af peningum. Er það þróun sem við erum sátt við? [i] Rauði listinn – svæði í hættu. Yfirlit til umhverfis- og auðlindaráðuneytis; Umhverfisstofnun 2014. https://www.ust.is/library/Skrar/Einstaklingar/Nattura/Skyrslur/raudi_listinn_2014.pdf Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Neyðarkall frá Gaza: Svona getur þú hjálpað skrifar Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg skrifar Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Sjá meira
Ekki hefur farið fram hjá neinum að fjöldi ferðamanna á Íslandi hefur stóraukist síðustu árin. Þetta hefur bæði aflað ríkissjóði kærkomins gjaldeyris og skapað atvinnutækifæri sem rík þörf var á eftir hrun. En hverjar eru hugmyndirnar og hugsjónirnar á bak við þróun ferðamannastaða? Þetta eru áleitnar hugsanir sem við í hönnunargeiranum reynum að spyrja okkur sjálf að þegar farið er af stað með hönnunarverkefni. Hér eru nokkrar hugleiðingar eftir hringferð um landið í júlí 2016.Ástand mála Eftir búsetu í Noregi í 30 ár get ég leyft mér að horfa með gestsauga á umhverfið og njóta einstakrar náttúru Íslands á ferðum um landið jafnframt því að rýna á bak við sjónarsviðið eftir ófáar ferðir um landið allt frá æsku. Oft verður maður samt var við hluti sem erfitt er að útskýra fyrir sjálfum sér og erlendum ferðafélögum. Þetta á sér í lagi við um hið byggða umhverfi við fjölsótta ferðamannastaði og náttúruperlur landsins. Mikilvægt er að undirstrika að vel hefur verið haldið á málunum við þróun fjölmargra staða á landinu. Eldheimar í Eyjum, Snæfellsstofa í Vatnajökulsþjóðgarði, Hakið á Þingvöllum og sundlaugin á Hofsósi eru fáein af mörgum mannvirkjum sem unun er að sækja heim einfaldlega vegna þess að heildræn hugsun býr að baki. Engu að síður er margt sem borið er á borð fyrir ferðamenn og almenning töluvert lakara. Auðvitað má útskýra megnið af því sem ber fyrir sjónir sem afleiðingu vanefna. Og hvers vegna ekki að leyfa sér að hrífast af þeim þokka sem tengist sjálfsbjargarviðleitninni sem okkur Íslendingum er í blóð borin? Að gera hlutina á einfaldan hátt er hugsunarháttur sem þrátt fyrir allt hefur haldið þessu fámenna þjóðfélagi gangandi í gegnum aldirnar.Drífum í því Við köllum þetta pragmatisma á fagmáli eða gagnsemishyggju eins og hugtakið útleggst á íslensku og njótum þess að skoða fyrirbæri eins og þessi með augum sérfræðingsins, jafnvel notfæra okkur slík vinnubrögð þegar við á. Pragmatismi er eðlilegur hluti af starfi hönnuða og má meðal annars nota til að útskýra hvernig byggingarhefðir hafa þróast út um allan heim. Það er samt sem áður töluverður munur á þeim pragmatisma sem ræður í ferðamannaiðnaðinum hér á landi og þeim hefðum og aðferðafræði í arkitektúr sem hafa fengið að þróast um aldir. Munurinn er sá sem ég vék að í upphafi greinarinnar – hugsunin sem býr að baki.Græðgi Því miður er fátt annað en hugsun um peninga sem sýnist ráða ferð í þróun ferðamannastaða á Íslandi. Fjárfestingarnar virðast eiga að vera sem minnstar og afkasta sem mestu á sem stystum tíma. Við lesum um það í fjölmiðlum að tekjur ferðaþjónustufyrirtækja hafi margfaldast á síðustu árum og mörg hver velti milljörðum. Tekjur þessar eru lítið notaðar til að þróa og bæta svæðin, en renna fremur beint í vasana á hluthöfunum sem vilja og krefjast meira. Landeigendur eru oft lítils megandi sveitarfélög eða bændur sem þurfa því að standa straum af kostnaði við að sjá ferðamönnum fyrir salernisaðstöðu og nauðsynlegri þjónustu. Það er því ekki skrýtið að leitað sé leiða til að gera hlutina á fljótlegan, einfaldan og ódýran hátt. En er það hægt til frambúðar? Það er vafasamt, vegna þess að álagið á landinu er orðið svo mikið að víða er það stórlega farið að láta á sjá af ágangi fólks og fjármagn ekki til nauðsynlegra umbóta til að koma í veg fyrir varanlegt tjón. Umhverfisstofnun hefur á síðustu árum tekið saman upplýsingar í bæklingnum „Rauði listinn“ um svæði í hættu sem á ríkt erindi til almennings[i]. Geysissvæðið er dæmi um svæði sem þarf að taka fyrir sem allra fyrst. Þar er byggingamagn orðið meira en góðu hófi gegnir, heildarmynd vantar á stíga, göngupalla og skilti, og upplýsingum um sögu og jarðfræði svæðisins er ábótavant. Sömuleiðis stingur byggingarstíllinn í stúf og er að öllum líkindum fremur notaður til að vekja athygli en að laga byggingarnar að umhverfinu. Víða hafa landeigendur líka séð sér leik á borði og leigt einkaaðilum aðgang að náttúruminjum, sem aftur selja ævintýri í Hollywood-stíl til túrista á uppsprengdu verði. Af þessu fást tekjur en smám saman einkavæðist náttúran og við Íslendingar sjálfir kynnumst ekki náttúru okkar nema með vasana fulla af peningum. Er það þróun sem við erum sátt við? [i] Rauði listinn – svæði í hættu. Yfirlit til umhverfis- og auðlindaráðuneytis; Umhverfisstofnun 2014. https://www.ust.is/library/Skrar/Einstaklingar/Nattura/Skyrslur/raudi_listinn_2014.pdf Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun