Í spreng á Mývatnshringnum Úrsúla Jünemann skrifar 28. júlí 2016 06:00 Hvað fær gömlu konuna á níræðisaldri til að skríða undir hliðið þar sem menn eiga að borga fyrir afnot salerna? Nei, hún ætlar svo sannarlega ekki að svindla sér inn. Þetta gerði hún í algjörri neyð, var hvorki með kort né krónur og varð að komast á klósettið. Hvað gerir leiðsögumaður ef eldri maður spyr hvort hann megi pissa úti í móa, hann geti ekki haldið í sér lengur? Jú, leiðsögumaður kinkar kolli vandræðalega, hvað er hægt að gera annað? Skemmtiferðaskipum fjölgar frá ári til árs. Oft eru þau þrjú og jafnvel fleiri á sama degi. Farþegum er boðið upp á dagsferðir og oft er prógrammið stíft og tímaramminn þröngur. Þá þarf leiðsögumaður að halda vel á spöðunum þannig að allt gangi upp. Aukapissustopp við einhverja sjoppu þar sem er einungis eitt klósett er ekki inni í dæminu, það þýddi strax töf um hálftíma. Um daginn fór ég „sprenghring“ í kringum Mývatnið. Fimm og hálfur tími átti að duga til þess. Kaffistopp var á áætlun þremur og hálfum tíma eftir brottför frá höfninni og einasta tækifærið til að komast á salerni á undan var í Dimmuborgum. Og þar er þetta hlið sem hleypir fólkinu einungis inn gegn greiðslu. Skipafarþegar sem stansa stutt hér á landi eru upp til hópa ekki með íslenskar krónur og oft með kortin sín á skipinu. Klárlega vantar upplýsingar frá skipinu um hvernig klósettmálin standa víða á vinsælum ferðamannastöðum. Eldra fólk, sérstaklega konur, þarf einfaldlega að komast oftar á salernið. Væri það mikið mál að setja upp nokkur færanleg klósett á aðalstoppistöðvunum? Þetta reynist ágætlega til dæmis á Djúpalónssandi á Snæfellsnesi. Það er ekki spurning að við Mývatn ætti slíkt að vera í boði við Námaskarð og í Dimmuborgum. Aðila sem græða á tá og fingri á ferðamönnum munar ekkert um að splæsa í nokkra kamra og halda þeim við. Ástandið eins og það er núna er alveg ólíðandi og ég skammast mín fyrir landið okkar þegar mér er gert að fara með ferðamenn í svona sprengferð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Sjá meira
Hvað fær gömlu konuna á níræðisaldri til að skríða undir hliðið þar sem menn eiga að borga fyrir afnot salerna? Nei, hún ætlar svo sannarlega ekki að svindla sér inn. Þetta gerði hún í algjörri neyð, var hvorki með kort né krónur og varð að komast á klósettið. Hvað gerir leiðsögumaður ef eldri maður spyr hvort hann megi pissa úti í móa, hann geti ekki haldið í sér lengur? Jú, leiðsögumaður kinkar kolli vandræðalega, hvað er hægt að gera annað? Skemmtiferðaskipum fjölgar frá ári til árs. Oft eru þau þrjú og jafnvel fleiri á sama degi. Farþegum er boðið upp á dagsferðir og oft er prógrammið stíft og tímaramminn þröngur. Þá þarf leiðsögumaður að halda vel á spöðunum þannig að allt gangi upp. Aukapissustopp við einhverja sjoppu þar sem er einungis eitt klósett er ekki inni í dæminu, það þýddi strax töf um hálftíma. Um daginn fór ég „sprenghring“ í kringum Mývatnið. Fimm og hálfur tími átti að duga til þess. Kaffistopp var á áætlun þremur og hálfum tíma eftir brottför frá höfninni og einasta tækifærið til að komast á salerni á undan var í Dimmuborgum. Og þar er þetta hlið sem hleypir fólkinu einungis inn gegn greiðslu. Skipafarþegar sem stansa stutt hér á landi eru upp til hópa ekki með íslenskar krónur og oft með kortin sín á skipinu. Klárlega vantar upplýsingar frá skipinu um hvernig klósettmálin standa víða á vinsælum ferðamannastöðum. Eldra fólk, sérstaklega konur, þarf einfaldlega að komast oftar á salernið. Væri það mikið mál að setja upp nokkur færanleg klósett á aðalstoppistöðvunum? Þetta reynist ágætlega til dæmis á Djúpalónssandi á Snæfellsnesi. Það er ekki spurning að við Mývatn ætti slíkt að vera í boði við Námaskarð og í Dimmuborgum. Aðila sem græða á tá og fingri á ferðamönnum munar ekkert um að splæsa í nokkra kamra og halda þeim við. Ástandið eins og það er núna er alveg ólíðandi og ég skammast mín fyrir landið okkar þegar mér er gert að fara með ferðamenn í svona sprengferð.
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun