Í spreng á Mývatnshringnum Úrsúla Jünemann skrifar 28. júlí 2016 06:00 Hvað fær gömlu konuna á níræðisaldri til að skríða undir hliðið þar sem menn eiga að borga fyrir afnot salerna? Nei, hún ætlar svo sannarlega ekki að svindla sér inn. Þetta gerði hún í algjörri neyð, var hvorki með kort né krónur og varð að komast á klósettið. Hvað gerir leiðsögumaður ef eldri maður spyr hvort hann megi pissa úti í móa, hann geti ekki haldið í sér lengur? Jú, leiðsögumaður kinkar kolli vandræðalega, hvað er hægt að gera annað? Skemmtiferðaskipum fjölgar frá ári til árs. Oft eru þau þrjú og jafnvel fleiri á sama degi. Farþegum er boðið upp á dagsferðir og oft er prógrammið stíft og tímaramminn þröngur. Þá þarf leiðsögumaður að halda vel á spöðunum þannig að allt gangi upp. Aukapissustopp við einhverja sjoppu þar sem er einungis eitt klósett er ekki inni í dæminu, það þýddi strax töf um hálftíma. Um daginn fór ég „sprenghring“ í kringum Mývatnið. Fimm og hálfur tími átti að duga til þess. Kaffistopp var á áætlun þremur og hálfum tíma eftir brottför frá höfninni og einasta tækifærið til að komast á salerni á undan var í Dimmuborgum. Og þar er þetta hlið sem hleypir fólkinu einungis inn gegn greiðslu. Skipafarþegar sem stansa stutt hér á landi eru upp til hópa ekki með íslenskar krónur og oft með kortin sín á skipinu. Klárlega vantar upplýsingar frá skipinu um hvernig klósettmálin standa víða á vinsælum ferðamannastöðum. Eldra fólk, sérstaklega konur, þarf einfaldlega að komast oftar á salernið. Væri það mikið mál að setja upp nokkur færanleg klósett á aðalstoppistöðvunum? Þetta reynist ágætlega til dæmis á Djúpalónssandi á Snæfellsnesi. Það er ekki spurning að við Mývatn ætti slíkt að vera í boði við Námaskarð og í Dimmuborgum. Aðila sem græða á tá og fingri á ferðamönnum munar ekkert um að splæsa í nokkra kamra og halda þeim við. Ástandið eins og það er núna er alveg ólíðandi og ég skammast mín fyrir landið okkar þegar mér er gert að fara með ferðamenn í svona sprengferð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Hvað fær gömlu konuna á níræðisaldri til að skríða undir hliðið þar sem menn eiga að borga fyrir afnot salerna? Nei, hún ætlar svo sannarlega ekki að svindla sér inn. Þetta gerði hún í algjörri neyð, var hvorki með kort né krónur og varð að komast á klósettið. Hvað gerir leiðsögumaður ef eldri maður spyr hvort hann megi pissa úti í móa, hann geti ekki haldið í sér lengur? Jú, leiðsögumaður kinkar kolli vandræðalega, hvað er hægt að gera annað? Skemmtiferðaskipum fjölgar frá ári til árs. Oft eru þau þrjú og jafnvel fleiri á sama degi. Farþegum er boðið upp á dagsferðir og oft er prógrammið stíft og tímaramminn þröngur. Þá þarf leiðsögumaður að halda vel á spöðunum þannig að allt gangi upp. Aukapissustopp við einhverja sjoppu þar sem er einungis eitt klósett er ekki inni í dæminu, það þýddi strax töf um hálftíma. Um daginn fór ég „sprenghring“ í kringum Mývatnið. Fimm og hálfur tími átti að duga til þess. Kaffistopp var á áætlun þremur og hálfum tíma eftir brottför frá höfninni og einasta tækifærið til að komast á salerni á undan var í Dimmuborgum. Og þar er þetta hlið sem hleypir fólkinu einungis inn gegn greiðslu. Skipafarþegar sem stansa stutt hér á landi eru upp til hópa ekki með íslenskar krónur og oft með kortin sín á skipinu. Klárlega vantar upplýsingar frá skipinu um hvernig klósettmálin standa víða á vinsælum ferðamannastöðum. Eldra fólk, sérstaklega konur, þarf einfaldlega að komast oftar á salernið. Væri það mikið mál að setja upp nokkur færanleg klósett á aðalstoppistöðvunum? Þetta reynist ágætlega til dæmis á Djúpalónssandi á Snæfellsnesi. Það er ekki spurning að við Mývatn ætti slíkt að vera í boði við Námaskarð og í Dimmuborgum. Aðila sem græða á tá og fingri á ferðamönnum munar ekkert um að splæsa í nokkra kamra og halda þeim við. Ástandið eins og það er núna er alveg ólíðandi og ég skammast mín fyrir landið okkar þegar mér er gert að fara með ferðamenn í svona sprengferð.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun