Mannréttindamál í ólestri hér á landi Björgvin Guðmundsson skrifar 23. júní 2016 07:00 Mannréttindamál eru í ólestri hér á landi. Ég hef bent á það í greinum mínum, að það sé brot á mannréttindum að skammta öldruðum og öryrkjum svo nauman lífeyri, að þeir geti ekki lifað af honum; þeim sem eingöngu hafa tekjur frá TR. Nú hefur það verið staðfest af mannréttindafulltrúa Evrópuráðsins, Nils Muiznieks, að Ísland stendur langt að baki grannlöndunum í mannréttindamálum. Hann var hér á ferð fyrir skömmu og gagnrýndi þá ástand mannréttindamála hér. Gagnrýndi hann, að Ísland hefði enn ekki fullgilt samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðra. Ísland undirritaði þennan samning fyrir níu árum. Nær öll grannríki okkar hafa fullgilt hann. 164 ríki hafa fullgilt samninginn. Á meðan mannréttindafulltrúi Evrópuráðsins dvaldist hér var rætt við Eygló Harðardóttur félagsmálaráðherra um það hvað liði fullgildingu samningsins um réttindi fatlaðra. Hún sagði, að unnið hefði verið að lagasetningu til undirbúnings fullgildingu. Ýmis ríki hefðu fyrst fullgilt samninginn en síðan sett nauðsynleg lög. Var að heyra á henni að fara mætti þá leið. Málið heyrði undir innanríkisráðherra.Getur enn dregist í langan tíma Haft er eftir Ólöfu Nordal innanríkisráðherra að unnið verði að setningu nauðsynlegra laga til þess að fullgilda i samning SÞ. Var ljóst, að hún mundi leggjast gegn því að fullgilda fyrst samninginn. Það þýðir, að enn getur það dregist í langan tíma, að samningur Sþ um réttindi fatlaðra verði fullgiltur hér. Ég tel að fara eigi þá leið, sem Eygló minntist á: Að fullgilda samninginn fyrst og setja síðan nauðsynleg lög. Evrópusambandið og grannlönd okkar hafa lögfest samninga, sem banna hvers konar mismunun. Fyrir fjórum árum var hér mannréttindafulltrúi á ferð, sem lagði áherslu á, að lögfestur yrði sams konar samningur hér. Það hefur ekki verið gert enn.Mikil mismunun hér Mismunun er mikil hér og ekki síst gegn öldruðum og öryrkjum. Það er stöðugt verið að mismuna þeim á öllum sviðum, í heilbrigðisstofnunum, í starfsmannamálum, í kjaramálum og á fleiri sviðum. Aldraðir sæta afgangi í heilbrigðisstofnunum. Þeir yngri ganga fyrir þar. Aldraðir á hjúkrunarheimilum fá ekki alltaf sömu spítalameðferð og þeir, sem vistaðir eru á spítölum.Skilja aldraða eftir Í kjaramálum gera stjórnvöld sér lítið fyrir og skilja aldraða eftir þegar allir aðrir fá miklar kauphækkanir eins og gerðist árið 2015. Heita má, að allar stéttir og hópar nema aldraðir og öryrkjar hafi þá fengið 14-40 prósenta kauphækkun. Aldraðir og öryrkjar voru einir skildir eftir í átta mánuði. Það var hreint mannréttindabrot.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Mannréttindamál eru í ólestri hér á landi. Ég hef bent á það í greinum mínum, að það sé brot á mannréttindum að skammta öldruðum og öryrkjum svo nauman lífeyri, að þeir geti ekki lifað af honum; þeim sem eingöngu hafa tekjur frá TR. Nú hefur það verið staðfest af mannréttindafulltrúa Evrópuráðsins, Nils Muiznieks, að Ísland stendur langt að baki grannlöndunum í mannréttindamálum. Hann var hér á ferð fyrir skömmu og gagnrýndi þá ástand mannréttindamála hér. Gagnrýndi hann, að Ísland hefði enn ekki fullgilt samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðra. Ísland undirritaði þennan samning fyrir níu árum. Nær öll grannríki okkar hafa fullgilt hann. 164 ríki hafa fullgilt samninginn. Á meðan mannréttindafulltrúi Evrópuráðsins dvaldist hér var rætt við Eygló Harðardóttur félagsmálaráðherra um það hvað liði fullgildingu samningsins um réttindi fatlaðra. Hún sagði, að unnið hefði verið að lagasetningu til undirbúnings fullgildingu. Ýmis ríki hefðu fyrst fullgilt samninginn en síðan sett nauðsynleg lög. Var að heyra á henni að fara mætti þá leið. Málið heyrði undir innanríkisráðherra.Getur enn dregist í langan tíma Haft er eftir Ólöfu Nordal innanríkisráðherra að unnið verði að setningu nauðsynlegra laga til þess að fullgilda i samning SÞ. Var ljóst, að hún mundi leggjast gegn því að fullgilda fyrst samninginn. Það þýðir, að enn getur það dregist í langan tíma, að samningur Sþ um réttindi fatlaðra verði fullgiltur hér. Ég tel að fara eigi þá leið, sem Eygló minntist á: Að fullgilda samninginn fyrst og setja síðan nauðsynleg lög. Evrópusambandið og grannlönd okkar hafa lögfest samninga, sem banna hvers konar mismunun. Fyrir fjórum árum var hér mannréttindafulltrúi á ferð, sem lagði áherslu á, að lögfestur yrði sams konar samningur hér. Það hefur ekki verið gert enn.Mikil mismunun hér Mismunun er mikil hér og ekki síst gegn öldruðum og öryrkjum. Það er stöðugt verið að mismuna þeim á öllum sviðum, í heilbrigðisstofnunum, í starfsmannamálum, í kjaramálum og á fleiri sviðum. Aldraðir sæta afgangi í heilbrigðisstofnunum. Þeir yngri ganga fyrir þar. Aldraðir á hjúkrunarheimilum fá ekki alltaf sömu spítalameðferð og þeir, sem vistaðir eru á spítölum.Skilja aldraða eftir Í kjaramálum gera stjórnvöld sér lítið fyrir og skilja aldraða eftir þegar allir aðrir fá miklar kauphækkanir eins og gerðist árið 2015. Heita má, að allar stéttir og hópar nema aldraðir og öryrkjar hafi þá fengið 14-40 prósenta kauphækkun. Aldraðir og öryrkjar voru einir skildir eftir í átta mánuði. Það var hreint mannréttindabrot.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun