Valdið er þitt Natan Kolbeinsson skrifar 16. júní 2016 12:41 Sveitastjórnarkosningarnar árið 2014 voru mér vonbrigði vegna þess að aðeins um helmingur ungs fólks undir 30 ára mætti á kjörstað. Þátttaka í þessum kosningum var sú minnsta frá stofnun lýðveldis á Íslandi og líka þær fyrstu þar sem kosningaþátttakan var skráð eftir aldri. Það er mjög alvarlegt vandamál þegar ungt fólk sér sér ekki fært að mæta á kjörstað og hafa þannig áhrif á hvernig landinu okkar og sveitarfélögum er stjórnað. Það er sorglegt því að á Íslandi, eins og á hinum Norðurlöndunum, höfum við mjög ríka og sterka hefð fyrir því að fólk mæti á kjörstað. Þó kjörsókn fari minnkandi annars staðar en hér á landi þá gerir hún það hraðar hér en á öðrum Norðurlöndum. Áhugi ungs fólks á stjórnmálum er ekkert meiri eða minni en annarra aldurshópa og þvert á það sem við höldum þá er ungt fólk mjög áhugasamt um stjórnmál. Í könnun sem Maskína gerði og kom út 8. apríl kemur meðal annars fram að 90,9% fólks 25 ára og yngra fylgdist mikið með atburðunum sem áttu sér stað eftir Kastljósþáttinn þar sem Panamaskjölin voru fyrst opinberuð.Þó ungt fólk vanti kannski rödd inn á Alþingi eða í sveitastjórnum þá hefur það látið í sér heyra á samfélagsmiðlum með byltingum á borð við #égerekkitabú og #freethenipple. Ungt fólk getur svo sannarlega látið í sér heyra og gerir það reglulega. Vandamálið er að það mætir bara ekki á kjörstað til þess að kjósa sér fulltrúa sem geta breytt samfélaginu með þeim.Ég skora hér með á ungt fólk að mæta á kjörstað þann 25. júní til að kjósa forseta. Einstakling sem er tilbúinn í að taka slaginn með þeim og breyta því sem þau vilja breyta í samfélaginu. Hvort sem það er Andri Snær, Guðni, Halla eða einn af þeim fjölmörgu frambjóðendum sem gefið hafa kost á sér þá skora ég á þig að mæta. Valdið er þitt til að breyta því sem þig langar að breyta og það gerist ekki nema þú mætir á kjörstað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Natan Kolbeinsson Mest lesið Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen Skoðun Skoðun Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Sjá meira
Sveitastjórnarkosningarnar árið 2014 voru mér vonbrigði vegna þess að aðeins um helmingur ungs fólks undir 30 ára mætti á kjörstað. Þátttaka í þessum kosningum var sú minnsta frá stofnun lýðveldis á Íslandi og líka þær fyrstu þar sem kosningaþátttakan var skráð eftir aldri. Það er mjög alvarlegt vandamál þegar ungt fólk sér sér ekki fært að mæta á kjörstað og hafa þannig áhrif á hvernig landinu okkar og sveitarfélögum er stjórnað. Það er sorglegt því að á Íslandi, eins og á hinum Norðurlöndunum, höfum við mjög ríka og sterka hefð fyrir því að fólk mæti á kjörstað. Þó kjörsókn fari minnkandi annars staðar en hér á landi þá gerir hún það hraðar hér en á öðrum Norðurlöndum. Áhugi ungs fólks á stjórnmálum er ekkert meiri eða minni en annarra aldurshópa og þvert á það sem við höldum þá er ungt fólk mjög áhugasamt um stjórnmál. Í könnun sem Maskína gerði og kom út 8. apríl kemur meðal annars fram að 90,9% fólks 25 ára og yngra fylgdist mikið með atburðunum sem áttu sér stað eftir Kastljósþáttinn þar sem Panamaskjölin voru fyrst opinberuð.Þó ungt fólk vanti kannski rödd inn á Alþingi eða í sveitastjórnum þá hefur það látið í sér heyra á samfélagsmiðlum með byltingum á borð við #égerekkitabú og #freethenipple. Ungt fólk getur svo sannarlega látið í sér heyra og gerir það reglulega. Vandamálið er að það mætir bara ekki á kjörstað til þess að kjósa sér fulltrúa sem geta breytt samfélaginu með þeim.Ég skora hér með á ungt fólk að mæta á kjörstað þann 25. júní til að kjósa forseta. Einstakling sem er tilbúinn í að taka slaginn með þeim og breyta því sem þau vilja breyta í samfélaginu. Hvort sem það er Andri Snær, Guðni, Halla eða einn af þeim fjölmörgu frambjóðendum sem gefið hafa kost á sér þá skora ég á þig að mæta. Valdið er þitt til að breyta því sem þig langar að breyta og það gerist ekki nema þú mætir á kjörstað.
Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar
Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun